— GESTAPÓ —
ZiM
Fastagestur.
Dagbók - 2/11/05
Óþverralýður.

Hvað er að ?<br /> Ég bara spyr.

Bíll bróðir míns er búin að vera bilaður í ágætis tíma núna. Bíllinn hefur staðið á afskekktum stað á plani VMA á meðan var beðið eftir því að hægt væri að fara með hann inn á verkstæði þar til viðgerðar. En í gær ákváðum við systkini að fara með bílinn út í sveit þar sem við höfum góða aðstöðu í fullbúnu (fyrir utan lyftu) verkstæði afa. Við brjótum bílinn burt, og já ég meina brjóta með sleggju, þar sem bíllinn var frosinn við planið. Þegar var verið að moka framhjá honum mynduðust skaflar sem frosnuðu. Við setjum hann svo í gang og leggjum af stað. Við heyrum eitthvað skrýtið hljóð en okkur dettur bara í hug klaki, því að við skoðuðum hann bæði nokkrum sinnum og sáum ekkert. Við erum rétt komin niður götuna og framhjá afleggjara FSA þegar framdekkið bílstjóramegin stingur af undan bílnum. Ég náði að halda stjórn á honum og stoppa út í kanti. Við skoðum málið og sjáum að RÆRNAR HAFA VERIÐ LOSAÐAR!!! BÁÐU MEGIN AÐ FRAMAN!! Einhverjum hefur fundist það sniðugt að losa rærnar, eða bara einhver er með skemmdarfýsn. Bíllinn skemmdist en við systkini sluppum ómeidd. En það hefði getað orðið stórslys og við hefðum getað slasast mikið. Og hvað ef strákurinn hefði verið einn? Hann er nú ekki kominn með mikla ökureynslu. Af hverju gerið fólk svona lagað?
Og ekki nóg með það. Við vorum stopp að brasa heillengi, einhver strákur á svipuðum aldri og bróðir minn stoppar strax og hjálpar okkur. Góðhjartaður strákur. EN við vorum stopp heillengi, tugir bíla keyrðu framhjá á 10 km/klst til að sjá hvað gerðist og hver ætti í hlut en engum datt í hug að skrúfa niður rúðuna og spyrja: "Er allt í lagi með ykkur?", eða "Getum við aðstoðað?".
Hvar er skynsemin? Hvar er þroskinn? Hvar er ábyrgðin? Hvar er góðmennskan? OG hvar er kærleikurinn???

   (4 af 7)  
2/11/05 07:01

Offari

Fólk getur verið furðulegt en þarna hafa líklega verið börn að verki sem ekki skilja hversu alvrlegt brort þeirra er, Sem betur fer sluppuð þið með skrekkinn og afinn í sveitinn hefur vonandi fengið að sjá framan í ykkur.

2/11/05 07:01

Grágrítið

Heimur versnandi fer, fyrring mannsins, hnignun ábyrgðar einstaklingsins og aukning glæpa.

2/11/05 07:01

Gaz

Fólk er fífl!!

2/11/05 07:01

krossgata

Börn... ég hefði haldið að börn gætu ekki losað rær á felgum. Þetta hafa verið óprúttnir menn.

2/11/05 07:01

Offari

Það eru til fullorðin börn.

2/11/05 07:01

krossgata

Já, svoleiðis börn.... þeim er einmitt of sama um afleiðingarnar af gjörðum sínum.
[Sorgmædd]

2/11/05 07:01

Offari

Það sem ég átti við með börnum var að þetta væru óvitar sem skildu ekki afleiðingar gjörða sinna ég hef enga trú að að sá eða sú sem þetta gerði hafi vitað að þetta væri mandrápstilraun, ég var að reyna að hugga Zim og segja henni að fólk væri ekki vísvitandi að reyna að drepa hana hinsvegar veit ég ekkert hvaða hvatir eru hér að baki og því eingögu um getgátur hjá mér að ræða.

2/11/05 07:01

krossgata

Ég vil taka mér það bessaleyfi að benda sjálfri mér á að fyrri setning er ekki falleg málfræðilega.
[Hugsar um litaspá dagsins og kærir sig kollótta]

2/11/05 07:01

krossgata

[Ljómar upp]
Einmitt það sama hjá mér, tómar getgátur.

2/11/05 07:01

Jóakim Aðalönd

Fyrirgef þeim faðir, því þeir vita ekki hvað þeir gera.

2/11/05 07:01

krossgata

Að öllu gamni slepptu þá er þetta ekki falleg lýsing á hegðun samborgaranna og þá á ég líka við alla þá forvitnu sem keyrðu fram hjá án þess að athuga hvort það væri í lagi með fólk.
[Hristir höfuðið]

2/11/05 07:01

Tina St.Sebastian

Ég skal setja þetta pakk út af sakramentinu.

[Ljómar upp]

2/11/05 07:01

ZiM

Takk Offari. Ég trúi því ekki að sökudólgarnir þekkji bróðir minn. Bróðir minn er svo yfirvegað rólegur og yndæll við alla, gerir ekki flugu mein. Hver myndi vilja meiða hann?
Sökudólgarnir hugsuðu örugglega ekki út í hvaða afleiðingar verk þeirra gætu haft. Þeir hefðu kannski þurft þess ef það hefði orðið banaslys, en ég er ekki tilbúin að fórna lífi bróður míns, annarra né mínu eigin til þess að svona fólk þroskist. Ef þetta var grín þá lögðu þeir líf bróður míns að veði fyrir það. Ég vildi að þeir gætu gert sér grein fyrir því.
Og sammála Krossgötu, það hefði nú verið í lagi að spyrja!

2/11/05 07:01

Nermal

Svona lið á að rassskella á almanna færi. Ég lenti nú einusinni í því að ég sótti bílinn minn á verkstæði ( Citroen verkstæðið á Akureyri). Mér fannst bíllinn eitthvað skrítinn en sketti ekki mikið um það. Svo þegar ég kom heim þá tékkaði ég af rælni á boltunum. Þeir voru allir þrír það lausir að ég gat skrúfað þá með handafli. Ég hefði ekki boðið í það ef ég hefði þurft að hemla rösklega.... Þetta var verk "fagmanna" !!

2/11/05 07:02

Jóakim Aðalönd

Þeim hafa líklega orðið á ,,tæknileg mistök".

2/11/05 07:02

Rattati

Eins og Nermal talaði um "fagmenn" þá get ég einnig bent á hálfrar milljónar króna tjón af þeirra völdum. Félagi minn einn fór með vörubíl á smurverkstæði, þar var m.a. skipt um olíu á gírkassa. Fyrir þá sem ekki þekkja þá eru það STÓR hluti af bílnum og verðmætur eftir því. Síðan var keyrt af stað, gállinn var bara sá að "fagmennirnir" höfðu tappað olíunni af kassanum en hvorki sett tappan undir aftur né sett olíu á. Tæknileg mistök? Annað skiptið hjá þeirri ágætu smurstöð þann daginn, þeir voru jú tveir sem steiktu hjá sér kassana eftir viðskipti við þessa annars ágætu smurstöð þennan sama dag og af sömu völdum.

2/11/05 08:00

Vímus

Ég sé enga skynsamlega skýringu á þessu aðra en þá að það hafi einfaldlega átt að drepa ykkur.
Ég skil vel að hjólið hafi losnað
en ég skil ekki að skaflar hafi frosnað
frekar en Hekla hafi gosnað.

ZiM:
  • Fæðing hér: 23/1/06 18:56
  • Síðast á ferli: 26/5/20 12:49
  • Innlegg: 223
Eðli:
Snarbrjáluð geimvera með veruleikafirringu og háleitar hugmyndir um eigið ágæti.
Fræðasvið:
Heimsyfirráð, viðgerðir á hátæknibúnaði, stjórnun heimskra vélmenna.
Æviágrip:
Fæddist á plánetunni IRK en var send í útlegð vegna smá misskilnings sem átti sér stað í hernum. Það getur víst komið fyrir alla að sprengja óvart upp eigin herstöð. Flúði til Jarðar og leitaði hælis á Baggalútíu og fer þar huldu höfði á meðan hún finnur leiðir til að ná heimsyfirráðum.