— GESTAPÓ —
ZiM
Fastagestur.
Saga - 2/12/05
Rauða Eplið

Ég bara varð að sjá viðbrögð hans. Ég hefði örugglega ekki þorað.

Síðastliðinn föstudag fékk ég flugu í hausinn. Reyndar ekki alvöru flugu, meira svona hugmynd. Í gamla gamla daga var víst hefð fyrir því að færa kennara sínum rautt epli. Mér datt í hug að gefa kennaranum mínum epli, nema hvað. Án þess að hann vissi hver hefði gefið honum það (hann hefði strax vitað að eplið væri í lagi ef hann vissi að ég hefði komið með það). Og ég valdi honum þetta stóra, gullfallega, eldrauða epli (sem minnir mikið á ákveðið ævintýr). Þetta er nefnilega mikill ólátabekkur, og mikið grín alltaf í gangi í tímunum. Og auðvitað eru nokkrir algjörir rugludallar þarna líka. Kennarinn ekki mikið skárri, frábær kennari í alla staði. Þessi kennari kennir vel, er hress og með húmorinn í lagi. Hann skilur nemendur og það er reyndar alltaf sagt að hann sé nemandi sjálfur enda er hann tvítugur í anda. Hann reykir og leyfir okkur þess vegna að fá 10 mín aukapásu í miðjum tíma.
Á föstudaginn stóðu flestir upp og yfirgáfu stofuna nema ég og þrír aðrir strákar. Ég set eplið á kennaraborðið, ofan á blað sem að ég hafði merkt með nafni kennarans, og labba líka út úr stofunni. Kem svo inn í stofuna á svipuðum tíma og hinir. Allir voru að spá í hvaðan eplið kom en enginn vildi kannast við að hafa komið með það. Þegar kennarinn kemur inn í stofuna bendum við honum á eplið. Hann verður mjög hissa og spyr hver hafi sett eplið þarna. Enginn svarar. Hann labbar aftur að töflunni og við byrjum að spyrja hvort að hann ætli ekki að borða eplið.
"Nei, þetta minnir mig of mikið á sögu, ákveðið ævintýri um unga stúlku sem að bjó hjá 7 litlum mönnum" segir hann.
Við höldum áfram að hvetja hann til að bíta í eplið, allur bekkurinn var með í þessu.
Þá kemur allt í einu úr kennaranum "Vitið þið hvað er verra en að finna orm í eplinu sínu? Að finna hálfétinn orm í eplinu sínu" og svo fer hann að reyna að kenna okkur eitthvað. Við ætluðum samt ekki að gefast upp og minntumst reglulega á eplið og stungum reglulega upp á því að hann tæki bita af eplinu. Svo endar það með að ég spyr "ætlaru ekki að borða eplið?" Nei segir hann. "Treystiru okkur ekki?" Nei segir hann.

Í lok tímans gerum við svo loka tilraun og byrjum aftur að spyrja hvort hann ætli nú ekki að borða eplið. Þá segir hann að honum dauðlangi reyndar í eplið og sé að spá í að borða það. Við spyrjum hvort við megum horfa á. Honum leist ekki á blikuna og segist ætla að fara með það inn í kennarastofu. "Nei, þá verða hinir kennararnir öfundsjúkir" segjum við. Hann tekur eplið og labbar út.

Ætli hann hafi borðað það?

ZiM

   (7 af 7)  
2/12/05 08:02

Hexia de Trix

Já, og nú liggur hann á gólfinu á kennarastofunni og verður þar þangað til unga fallega prinsessan kemur og kyssir hann.

2/12/05 08:02

Offari

Var Hexía eitthvað búin að eiga við eplið?
Skemtileg saga takk.

2/12/05 08:02

Hexia de Trix

Ha ég? [Lítur flóttalega í kringum sig og lætur sig svo hverfa]

2/12/05 08:02

ZiM

Takk Offari.
Smá galdrar sem að drápu hann ekki.. Eða er það nokkuð Hexia?

2/12/05 08:02

dordingull

Tók eftir því fyrr í kvöld að það var allt uppljómað í rannsóknarmiðstöð leyniþjónustunnar. Kóbaltblátt flökktljós benti auk þess til að nifteindahraðallinn sem tengdur er ormagöngunum væri í gangi.
Var annars ekker að velta þessu fyrir mér fyrr en nú að ég sá þessa grein þína, en þá mundi ég eftir því að ég sá reiðhjól kennarans þíns liggja við aðaldyrnar.

2/12/05 09:01

Sæmi Fróði

[Hlær hrossahlátri] Þessu hafði ég gaman af, greinilega úrvals kennari sem þú hefur.

2/12/05 09:01

Sundlaugur Vatne

Hmm... mér lízt ekkert á þetta ZiM. Í kynningu segist fyrirbrigðið vera kvenkyns en hér segir viðkomandi: "ég og þrír aðrir strákar"
Þetta er ákaflega grunsamlegt auk þess sem þetta sk. ZiM ritar "skiluru" og "treystiru" en ætti að vita að rita skal "skilurðu" eða (betra) "skilur þú" og "treystirðu" og "treystir þú"
Hér er samsæri í gangi og ég mæli með að ZiM verði afhent rannsóknarréttinum til frekari rannsókna.

2/12/05 09:01

ZiM

Sæmi, þetta er reyndar frábær kennari. Á hverri önn vona ég að ég hafi lent í einhverjum áfanga hjá honum.

2/12/05 09:01

Jarmi

Auk þess finnst mér þetta "aðrir" vera alveg óþarft. "Ég og þrír strákar" hefði verið mun betra.

2/12/05 10:00

blóðugt

"Aðrir" gefur til kynna að þetta ZiM sé einnig karlkyns.

2/12/05 10:00

Jarmi

Ég reyndar skil það ekki svoleiðis.

Held það gildi einu hvort ZiM sé kk eða kvk, orðið "aðrir" var sérstaklega óþarft. Það að þessar manneskjur voru "aðrar" manneskjur en hún sjálf, liggur bara svo ljóst fyrir. Ég held ekki að nokkur maður hefði túlkað setninguna sem svo að hún væri allir strákarnir ef hún hefði skrifað "ég og þrír strákar". Svo að spurningin er: 'aðrir en hverjir voru þessir strákar?'

ZiM:
  • Fæðing hér: 23/1/06 18:56
  • Síðast á ferli: 26/5/20 12:49
  • Innlegg: 223
Eðli:
Snarbrjáluð geimvera með veruleikafirringu og háleitar hugmyndir um eigið ágæti.
Fræðasvið:
Heimsyfirráð, viðgerðir á hátæknibúnaði, stjórnun heimskra vélmenna.
Æviágrip:
Fæddist á plánetunni IRK en var send í útlegð vegna smá misskilnings sem átti sér stað í hernum. Það getur víst komið fyrir alla að sprengja óvart upp eigin herstöð. Flúði til Jarðar og leitaði hælis á Baggalútíu og fer þar huldu höfði á meðan hún finnur leiðir til að ná heimsyfirráðum.