— GESTAPÓ —
Goggurinn
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/04
Öfugur

HJÁLP!

Jæja. Nú hefur e-r óprúttinn ritstjórnarmeðlimur snúið mér á hvolf. Ekki bað ég um það, onei. Ég sendi honum Enter aldrei einkapóst sem hljóðaði svo: „Væri hægt að snúa honum Jóda mínum heilar 180° gráður þannig að myndin verði á hvolfi?„ Alls ekki. Ég veit ekki hvernig honum datt þetta snjallræði í hug. Þessi verknaður er klárlega kornið sem fyllir mælinn. Hversu lágt ætlar ritstjórnin að leggjast til að gera líf okkar auðmjúku gestapóa verra en það nú þegar er? Ég bara spyr.

Takk annars Enter, mér líst bara ágætlega á þessa breytingu.

   (4 af 5)  
4/12/04 21:02

Hóras

Hei, þú ert allavega ekki hamstur...

4/12/04 21:02

albin

Ég hélt að myndin af þér væri það eina sem snéri rétt.
Sé það núna að skjárinn minn var á hvolfi.

4/12/04 21:02

Nornin

Nú? Ég hélt að þú værir bara á suðurhveli jarðar... eða suðurhveli Gestapó...

4/12/04 21:02

Þarfagreinir

Þú ert líka allaveganna ekki öfugur hérna til hægri.

Sko, erum við ekki orðnir góðir í Pollýönnuleiknum?

4/12/04 21:02

feministi

Þú hlýtur að hafa goggað eitthvað í ritstjórn fyrst þeir höfðu endaskipti á þér.

4/12/04 21:02

Ívar Sívertsen

hahahahahahahaha... Uppátæki ritstjórnar eru óútreiknanleg. Það verður gaman að sjá hvert næsta uppátæki þeirra verður!

4/12/04 22:00

Vímus

Nú fyrst sé ég þig í réttu ljósi. Assss! þetta var skuggalegt.

4/12/04 22:01

Kynjólfur úr Keri

Heimildir herma að Gunnar í Krossinum hafi brotist inn hjá ritstjórn og reynt að afhomma Gestapó... og rétt eins og þegar Ésú sagði að hinir þýðustu yrðu frystir og hinir frystu yrðu þíðastir tókst ekki betur til en svo hjá slefbjálfanum Gunnari að hann afrétti marga hinna réttu og öfugaði þá.

Goggurinn:
  • Fæðing hér: 22/8/03 23:22
  • Síðast á ferli: 29/7/23 13:59
  • Innlegg: 1064
Eðli:
Grænn, haltrandi dvergur sem talar asnalega. Stolt hans og yndi eru forláta sólgleraugu.
Fræðasvið:
Kann allskonar. Og annað ekki.
Æviágrip:
Röð handahófskenndra, ómarkverðra atburða raðað sem mynda á einhvern hátt æviskeið.

Best að telja upp illa fengin embætti á vegum baggalútíska ríkisins. Vandamálaráðherra, varaforsetaherra, sendiherra Páskaeyju, keisaralegt hirðfífl, pyntingameistari Fólskumálaráðuneytisins ef minnið bregst ekki og svo örugglega eitthvað til viðbótar. Svo minnir mig endilega að ég eigi ekki mína eigin sál.