— GESTAPÓ —
Hrani
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Sálmur - 3/12/06
Að hika eða að stika

Þegar kemur að spurningunni að hrökkva eða að stökkva verður alltaf stans á minni hugsun.

Í hugsana flaumi er hamingjan að veltast

hún veltist og veltist

en ég veltist ekki ...

samt er hamingjan að veltast þar ...
eins og vitringarnir hafa boðað, álagt, sagt og lagt fyrir um í veraldarendanum.

ER ÉG ÞAR?

   (1 af 2)  
3/12/06 10:01

B. Ewing

[Hikar. Gleymir sér. Dokar við. Læðist út.]

3/12/06 10:01

Offari

Hikstar.

3/12/06 10:01

krossgata

Hamingjan finnst sem sagt ekki fyrr en á enda veraldar?

3/12/06 10:01

Vímus

Hamingjuna finnur maður ekki á leiðarenda. Hana er að finna á leiðinni.

3/12/06 10:01

Jóakim Aðalönd

Hamingjan er hverful.

3/12/06 11:01

Barbapabbi

Valt er veraldargengi

3/12/06 11:01

Reynir

Er ekki hamingja semantískt orð?

3/12/06 11:01

Prins Arutha

(Ákveður að reyna aftur seinna, yfirgefur svæðið)

3/12/06 15:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Nokkuð óvenjulegt félagsrit, en laust við að vera vitlaust.
Eða, einsog skáldið kvað:

"Hver er tilgangurinn
með þessu jarðlífi ?
Hver er ég ?
Hvar endar
alheimurinn ?
Skyld´ann enda,
skyld´ann enda
inn´í mér . . . ?

[Hver er sinnar...]"

(o.s.frv.)

4/12/19 21:01

Hermína

<Býður konfekt.>

Hrani:
  • Fæðing hér: 22/12/05 02:47
  • Síðast á ferli: 8/7/12 02:45
  • Innlegg: 61
Eðli:
Hef margt til málana að leggja þó að lítið fari fyrir því.
Fræðasvið:
Þekking á mörgum sviðum öðrum en hugvísindum.
Æviágrip:
Var hestur í fyrra lífi, eftir því sem indíáni sem ég hitti á Hellnum á Snæfellsnesi sagði við mig. Er enn að vinna úr því.