— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hvurslags
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/07
Bókadómur - Surely you're joking Mr. Feynman!

Ef heimurinn myndi tileinka sér brot af hugsunarhćtti eđlisfrćđingsins Richards Feynman vćri hann mun betur staddur.

Minn betri helmingur hefur oft sagt ađ nóbelsverđlaunahafar séu meira og minna nöttarar upp til hópa. Ég tók ekki mark á ţessu fyrr en ég las sjálfsćvisögu hins ţekkta vísindamanns, eđlisfrćđings og lífskúnstners Richards Feynman. Hún er reyndar skráđ af nánum vini hans Ralph Leighton eftir frásögnum hans en er ţó alltaf skrifuđ í fyrstu persónu.

Ţegar mađur flettir Feynman upp á Wikipediu kemur glćsileg grein um mann sem í fyrstu virđist hafa veriđ einn af ţessum merkilegu vísindamönnum sem gerđu jú ótal margt gagnlegt í uppgötvunum sínum; hún er hins vegar ekkert sérstaklega skemmtileg aflestrar. Ţegar mađur opnar hins vegar bókina hans, Surely you're joking Mr. Feynman! er ljóst ađ hann nennir ekki ađ eyđa orđum í einhverjar ţurrkuntulegar upptalningar.

"Ţegar ég var kringum ellefu eđa tólf ára kom ég mér upp stćrđar tilraunastofu í herberginu mínu" hefst bókin. Fyrir foreldra hans hefur ţađ veriđ töluverđ mćđa ađ eiga stjarnfrćđilega bráđgáfađ barn sem hafđi óstjórnlega ţörf fyrir ađ rífa útvörpin á heimilinu í sundur og setja ţau saman á ný. Hann fór á öskuhaugana, fann ţar ónýt útvarpstćki og lagađi ţau svo hann gćti sett upp myndarútvarpssafn heima hjá sér. Fljótlega var hann farinn ađ laga raftćkin í öllu hverfinu fyrir gosdrykki og náđi sér í aukapening međ ţví ađ magna upp móttakarann hjá sér svo hann gćti náđ útsendingu fréttatímanna frá New York (sem voru útvarpađir klukkutíma á undan) og veđjađ síđan viđ vini sína um hvađ skyldi nú gerast.

Sé Forrest Gump ađ einhverju leyti fyrirmynd raunverulegrar persónu ţá er ţađ Richard Feynman - fyrir utan ađ hann var ekki slefandi heimskur í mannlegum samskiptum. Eftir skyldunám vann hann um skeiđ viđ ađ blanda málningu viđ hin ýmsu plastefni fyrir pennaframleiđslu og náđi svo góđum árangri ađ ađalsamkeppnisnauturinn var kominn međ tugi efnafrćđinga á starfsskrá hjá sér á međan Richard Feynman fiktađi međ nokkrar málningadollur og hrćrivél á kvöldin.

Ţegar seinni heimsstyrjöldin braust út ţverneitađi hann ađ sinna venjulegri herskyldu heldur kríađi út ađstođarstarf viđ rannsóknarvinnu međ ţvílíkum árangri ađ hann var bráđum orđinn einn ađalheilinn í Los Alamos rannsóknarstöđinni sem vann ađ ţróun kjarnorkusprengjunnar! Ţar vann hann sleitulaust í nokkur ár í samstarfi viđ t.d. Einstein, Niels Bohr, Oppenheimer og fleiri. Hann ţótti alltaf skrýtni náunginn á svćđinu, til dćmis komst hann yfir bongótrommur og fór oft út í skóg á kvöldin til ađ spila á ţćr einn síns liđs og humma eitthvađ. Einnig fékk hann sjúklegan áhuga á dulkóđun og ýmiss konar ţrautum; međ nćstum ţví einhverfri vinnusemi og forvitni var hann fljótt farinn ađ geta opnađ hvern einasta talnalás á svćđinu og komast yfir strangleynilegar upplýsingar bara til ţess ađ stríđa félögum sínum og sýna fram á hversu brothćtt öryggiskerfiđ hjá ţeim í raun var.

Hann náđi eyrum ćđstu yfirmanna hersins á gríđarviđkvćmum tíma í stríđinu ţegar hann braust inn í ađal leynihvelfinguna í Los Alamos ţar sem fullgerđar teikningar af kjarnorkusprengjunni voru geymdar - í gegnum sjö harđlćstar stálhurđir međ fullkomnum öryggisbúnađi ţar sem hann skrifađi á spássíu blue-printsins: "Ég myndi nú passa ađeins betur upp á sprengjuna okkar. Kv. Feynman".

Eftir stríđiđ var Feynman óţreytandi ađ benda samstarfsmönnum sínum á ađ kjarnorka gćti veriđ gagnleg í ýmis konar hluti ađra en sprengjur; til dćmis loftför, ísskápa, eldflaugar o.s.frv. Hann var nógu grćnn til ađ selja einkaleyfiđ á ţessum hugmyndum til bandarískra yfirvalda fyrir einn dollara!

Lífshlaup Feynmans varđ ekki síđur skrautlegt eftir stríđiđ. Hann varđ ţekktur kvennabósi og sat oft á nektarbúllu rétt hjá Caltech háskóla (ţar sem hann gegndi prófessorstöđu) og vann ađ eđlisfrćđiútreikningum. Hann fékk gríđarlegan áhuga á spćnsku og síđan portúgölsku og fór til Brasilíu í nokkur ár ţar sem hann setti brasilíska menntakerfiđ í uppnám međ afar harđri gagnrýni á skilning nemenda ţar í landi á eđlisfrćđi - ásamt ţví ađ taka reglulega ţátt í karnivalinu í Rio de Janeiro ţar sem hann spilađi ađ sjálfsögđu á bongótrommur.

Hann fékk sjúklegan áhuga á teiknilist og međ ţrotlausum ćfingum náđi hann ađ koma sér upp ágćtis listamannaferli undir dulnefninu "Ofey" (ţar sem hann vildi ekki fá óverđskuldađ kredit fyrir vísindalegar uppgötvanir sínar). Nokkur málverk eftir Feynman hanga uppi á ólíklegustu stöđum í dag, bílaverkstćđum, hótelum o.fl. ţar sem fćstir vita eftir hvern ţau eru annan en hinn dularfulla Ofey.

Í bókinni minnist hann í raun minnst á sínar merkilegustu uppgötvanir, s.s. byltingakenndar hugmyndir um nanótćkni, gagngerar breytingar á hugmyndum manna um hvernig ljós og efni samtvinnast ofl. Hann talar ekki sérstaklega um nóbelsverđlaunin sín öđruvísi en ađ gera stólpagrín ađ seremóníuvitleysunni hjá sćnska kónginum og hvađ allir hagi sér eins og ţeir séu međ prik uppi í rassgatinu ţegar hann fékk ekki ađ bjóđa nágranna sínum í veisluna.

Feynman var ađ sjálfsögđu dellukarl á lokastigi sjúkdómsins. Ţegar hann var ađ ferđast um Suđur-Ameríku fór hann ađ skođa ritmál Maya sem á ţeim tíma var ađ miklu leyti ranglega leyst. Hann lokađi sig af inni í herbergi og vann ađ ritmálinu eins og krossgátu og eftir nokkra daga hafđi hann fengiđ miklu rökréttari niđurstöđu sem varđ til ţess ađ breyta ţurfti ófáum frćđi- og kennslubókum auk ţess sem ţekking sagnfrćđinga á Maya-fólkinu jókst til mikilla muna!

Feynman ţoldi ekki uppgerđ eđa gervimennsku og var óhrćddur ađ láta í sér heyra ţegar honum fannst sér misbođiđ eđa ţegar honum fannst einhverjir hafa órökréttar skođanir. Níels Bohr sagđi ađ sér hefđi fundist langbest ađ vinna međ Feynman í Manhattan verkefninu ţví hann mótmćlti alltaf harđlega ţegar honum fannst Bohr geta haft rangt fyrir sér. Einnig gagnrýndi hann harđlega gervivísindi og ónákvćm vinnubrögđ í vísindaheiminum og var efasemdarmađur fram í fingurgóma.

Surely you're joking Mr. Feynman er leifrandi bók, skrifuđ um mann sem sagan mun sjálfsagt dćma jafn merkilegan og stórmenni á borđ viđ Isaac Newton, Marie Curie og Leonardo daVinci. Fyrir alla ţá sem hafa áhuga á vísindum eđa skemmilegum persónum yfir höfuđ ţá mćli ég sterklega međ ţessari bók; hún er á engan hátt haldin rykföllnum frćđimannastíl ţótt hún sé nákvćm í alla stađi heldur er hver kafli eins og nýtt ćvintýri í lífshlaupi manns ţar sem meira gerđist á tíu árum heldur en í allri ćvi okkar flestra.

   (17 af 51)  
31/10/07 22:02

hvurslags

Hvernig í dauđanum laga ég ţessa mynd?

31/10/07 22:02

Wayne Gretzky

Eitthvađ rugl međ myndbirtingu. Ég veit ekkert af hverju ţetta er svona. Enter veit kannski.

31/10/07 22:02

Skabbi skrumari

Djöfull líst mér vel á ţessa bók... [Setur hana á jólabókalistann].

31/10/07 22:02

Huxi

Ţetta finnst mér skemmtileg lesning. Ţó vil ég benda ţér á meinlega villu ţar sem ţú talar um ađ Mr. Feynman hafi magnađ upp sendinn hjá sér. Ţarna hlýtur ađ vera átt viđ loftnet og móttökubúnađ ţ.e. hann var ađ taka á móti útvarpssendingum en ekki senda. En ţetta er fínt félaxrit.

31/10/07 22:02

Vladimir Fuckov

Ţarna er greinilega á ferđinni eitthvađ sem vjer ţurfum ađ lesa...skál !

31/10/07 22:02

Kífinn

Ţakka ţér fyrir prýđisgóđan lestur, [setur hana líka á bókalistann] skál!

31/10/07 22:02

Jóakim Ađalönd

Áhugavert. Ég mun ekki henda ţessari bók ólesinni í arineldinn, fái ég hana í jólagjöf...

31/10/07 23:00

Lopi

Langt og skemmtilegt. Takk.

31/10/07 23:01

Golíat

Komin á leslistann.

31/10/07 23:01

Ţarfagreinir

Ég hef lesiđ ţessa bók. [Ljómar stoltur upp]

31/10/07 23:02

Kargur

Nú langar mig ađ lesa ţessa bók.

1/11/07 00:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Vel ritađ. Takk fyrir ţessa skemmtilegu umfjöllun.

1/11/07 03:01

Andţór

Áhugavert!

1/11/07 03:01

GerviSlembir

Frábćr umfjöllun, takk fyrir ţetta.
Ég fékk áhuga á verkum Feynmans og Feynman sjálfum ţegar ég lćrđi kenningar hans og uppgötvanir í eđlisfrćđi í Háskóla Íslands, kjarneđlisfrćđi, skammtarafsegulfrćđi og fleira.
Ţegar mađur lćrir ţađ sem ţessir menn uppgötvuđu ţá sér mađur hve gríđarlega gáfađir ţeir voru. Meira en orđ fá lýst.
Ég fer beint á amazon og kaupi bókina.

8/12/10 04:01

Grágrímur

Ég er ad lesa Ţessa bók Ţessa daganna og sá eina villu í Ţessari annars ágćtu grein, hann var ekki nógu grćnn til ad selja hernum einkaleyfin fyrir einn dollar, herinn lét alla sem fengu hugmynd um hvernig vćri hćgt ad nota kjarnorku skrifa undir skjal Ţar sem sagt var ad sá adili fengi borgadann einn dollar fyrir einkaleyfid, en Ţad var adeins formsaridi og enginn fékk í raun borgad fyrr en Feynmann hreinlega heimtadi ad fá sinn dollar og endadi Ţad med ad umsjónarmadur einkaleyfanna borgadi dolarinn úr eiginn vasa. Feynmann fór og keypti sćlgćti og smákökur og gaf öllum á deildinni sinni og sagdist hafa fengid borgad og Ţá fóru náttúrulega allir hinir og heimtudu sinn dollar og umsjónarmadur fór nćstum á hausinn.

Feynmann var alger snilllingur og Ţessi bók er algert gull.

hvurslags:
  • Fćđing hér: 21/8/03 19:36
  • Síđast á ferli: 31/7/14 16:38
  • Innlegg: 7684
Eđli:
Frćđasviđ:
Ég er nú sosum ágćtur ađ bakka međ kerru.
Ćviágrip:
Ţađ rćttist bćrilega úr okfrumunni.