— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hvurslags
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 31/10/07
Plötudómur: Beck - Midnite Vultures

Útgáfutími: 23. nóvember 1999. Útgáfufyrirtćki: DGC.

Platan Midnite Vultures međ tónlistarmanninum Beck er ein af ţessum plötum sem fá sćmilega dóma stuttu eftir útáfu hennar, en eftir ţví sem árin líđa nýtur ć meiri viđurkenningar og rís hćrra í verkaröđ tónlistarmannsins. Á mínu heimili hefur ţessi diskur veriđ gatspilađur allt síđan áriđ 2000 og ađrar plötur međ Beck hafa aldrei veriđ í viđlíka uppáhaldi.

Fyrsta lagiđ, Sexx laws, naut mikilla vinsćlda og var (og er) spilađ í ófáum partíum og böllum. Til er kostulegt myndband viđ lagiđ ţar sem sjá má húsgögn hamast hvert ofan á öđru, og Sexx Laws gefur mjög ákveđinn og einkennandi greddu- og partítón sem endist út alla plötuna. Beck tekst snilldarlega ađ glćđa hana einstökum anda sem samsvarar sig ađ nokkru leyti viđ plötuframhliđina; hún angar einhvern veginn af leđri, bjór og öđru áfengi og sveittu partíi međ öllu tilheyrandi. Hann gerir stólpagrín ađ sjálfskipađri elítu sem flýgur um á einkaţotum og sniffar kókaín um helgar međ einstökum textum sem afhjúpa yfirborđsmennskuna viđ ţann lífsstíl; hiđ kaldhćđna er ađ mađur getur ekki annađ en hrifist međ glansmyndinni, sérstaklega ţegar tónlistin er einstaklega vel gerđ.

Hér er viđ hćfi ađ nefna lykillög eins og "Mixed Bizness"(ţar sem hann verslar mestmegnis međ leđur), Hollywood Freaks(sem býr yfir stórkostlegum satírutexta á firringu hins ofţeytta rjóma) og ađ sjálfsögđu Debra, síđasta (og ađ mínu mati besta) lag plötunnar ţar sem Beck lýsir ţví yfir viđ ónefnda stúlku ađ hann sé alveg til í ađ komast í rúmiđ hjá henni, nú eđa systurinni sem hann minnir ađ heiti Debra. Lagiđ býr yfir sjóđandi kynţokka án ţess ađ hiđ minnsta korn af vćmni nái ađ eyđileggja húmorblönduna.

Ţótt níu ár séu frá útgáfu plötunnar hefur hún elst gríđarlega vel og í raun engin leiđ ađ sjá ađ hún gćti ekki hafa veriđ gefin út í gćr. Öll vinnubrögđ hvađ frágang hennar varđar eru óađfinnanleg og ţađ er skrýtiđ hvađ Odelay diskurinn hefur alltaf fengiđ athyglina sem hans ađalverk ţegar mér finnst ţessi eiga miklu frekar ţann heiđur skilinn. Eftir um ţrjátíu ár held ég ađ ekki leiki vafi á ţví hvađa plötu verđur hampađ sem hans magnum opus - hinn brjálćđislegi 80' kokteill er endurblandađur áriđ 1999 međ Beck sem barţjón og mikiđ djöfull bragđast hann vel.

   (18 af 51)  
31/10/07 13:02

Andţór

Ţessa á ég meira ađ segja. [Ljómar upp montinn]
Man samt ekki hvar hún er.

31/10/07 13:02

Skabbi skrumari

Mađur verđur greinilega ađ kíkja á gripinn viđ tćkifćri... Skál

31/10/07 13:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Vel til fundin gagnrýni; góđ lesning svona í kre..ehah...
ah-ahaa..[Sýpur hveljur & hnerrar ógurlega] -tzhjúh !
En já, hann Beck karlinn verđur sannarlega seint ofspilađur. Ég hef t.d. alltaf veriđ frekar hrifinn af músíkinni hans, en samt lítiđ sem ekkert hlustađ á hana. E.t.v. vćri ráđ ađ bćta fljótlega úr ţví...

31/10/07 13:02

Huxi

Alveg drullufín plata. Beck Hansen er snilli.

31/10/07 13:02

hvurslags

Sem tónlistarmađur já, án nokkurs vafa. Hins vegar er hrćđilegt ađ hann sé dottinn í ţađ stórhćttulega og snarbilađa batterí sem vísindakirkjan er...

31/10/07 14:01

Nornin

Ég er mjög sammála ţessu.
Midnite Vultures er einn af mínum eftirlćtis diskum og orđiđ gatspilađur á mjög vel viđ mitt eintak.

Nicotine and gravy er mitt uppáhalds á disknum.

Svo hef ég ţađ eftir tónlistarnördi ađ sum lagana séu međ yfir 100 rásir og ţess vegna eru öll ţessi aukahljóđ svo einstök og hljómi svo sterk.

hvurslags:
  • Fćđing hér: 21/8/03 19:36
  • Síđast á ferli: 31/7/14 16:38
  • Innlegg: 7684
Eđli:
Frćđasviđ:
Ég er nú sosum ágćtur ađ bakka međ kerru.
Ćviágrip:
Ţađ rćttist bćrilega úr okfrumunni.