— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hvurslags
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 9/12/06
Til Ellýar

Fullur harmi finnst mér rétt ađ setja
fáeinar línur ţér til minningar.
Sćrđ til bana falliđ hefur hetja
sem hávćrt syrgja moggabloggarar.

Í fyrstu hóf hún sína raust upp roggin
og ritađi á stafrćnt kálfaskinn
af sannleiksţrá (ţví sjaldan lýgur Mogginn
og síst af öllu almannarómurinn.)

Međ tímanum ţađ vakti feikna furđu
hve fagurt stílform okkur birtist ţar.
Sögur ţessar ódauđlegar urđu
undir styrkri leiđslu Ellýar.

En hversu sem hún kann ađ vera fögur
ţín kćra dagbók, full af orđagnótt
ţá sjá menn í henni klúrar kynlífssögur
af kvenmönnum međ dulda brókarsótt.

Já, öfundin er illgjörn vél á hjólum
sem orđspor manna í rústir leggur enn;
Í internetsins ystu skálkaskjólum
skulu ćtíđ ţrífast vondir menn.

Í hljóđi biđ ég sjálfan Guđ ađ senda
ţeim samúđ, fyrir náđ og miskunn hans
svo ţessar sögur ţyrftu ekki ađ enda
undir bláum öldum ljósvakans.

En veslings Ellý, hvađ ćtli varđ um hana?
Ćttum viđ ađ fella nokkuđ tár?
Nei, sko, hún hefur skipt í gamlan vana
og skrifar núna í Moggann stjörnuspár.

   (25 af 51)  
9/12/06 05:01

Offari

Er Ellý hćtt ađ blogga?

9/12/06 05:01

Ţarfagreinir

"Hvađ segirđu, ertu hćtt ađ blogga?" spurđi grćnleitur vinur minn, sem stundum yrkir klúr kvćđi á netinu.

9/12/06 05:01

Offari

Ég er ekkert klúr bara stundum miskilinn af mönnum sem hugsa ţannig.

9/12/06 05:01

Anna Panna

Stórkostlegt! [Springur úr hlátri yfir a) ljóđinu og b) innleggi Ţarfa.]

9/12/06 05:01

Billi bilađi

Ég sem var ađ geyma mér ţađ ađ lesa ţetta margfrćga blogg. [Verđur feginn yfir ađ sleppa nú viđ ađ leggjast í kjöltu Ellýar]

9/12/06 05:02

krossgata

Samhryggist Hvurslags minn. Talandi um stjörnuspár, eru litaspárnar farnar ađ birtast aftur?

9/12/06 05:02

Limbri

Ef satt reynist ađ klámiđ hefur veriđ fjarlćgt af forsíđu mbl.is ţá get ég aftur hćtt mér inn á ţá heimasíđu. Mikiđ var.

-

9/12/06 05:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Spáin er góđ, semog ţetta súperfína kvćđi; fjórar stjörnur á himni.

9/12/06 08:00

Jóakim Ađalönd

Hver er ţessi Ellý?

9/12/06 08:01

Ţarfagreinir

Ellý Vilhjálms, söngkona.

9/12/06 08:01

Jóakim Ađalönd

Já, Eldey frćnka...

Var hún ađ blogga um daginn? Ekki vissi ég ţađ ađ fólk gćti bloggađ ađ handan.

[Klórar sér í höfđinu]

9/12/06 09:00

Hvćsi

Er ekki veriđ ađ tala um Elly X-Q4UFactor ?

9/12/06 09:00

hvurslags

Ha...thetta er ad sjalfsogdu um Elly Armanns, thulu og stjornuspekirausara...eg skil ekki hvernig thid hafid ruglast [klorar Joakim undir gogginum og kippir i stjelfjadrirnar]

hvurslags:
  • Fćđing hér: 21/8/03 19:36
  • Síđast á ferli: 31/7/14 16:38
  • Innlegg: 7684
Eđli:
Frćđasviđ:
Ég er nú sosum ágćtur ađ bakka međ kerru.
Ćviágrip:
Ţađ rćttist bćrilega úr okfrumunni.