— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hvurslags
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 3/12/06
Til látinnar vinkonu

Ég lá í dimmum draumförum
viđ drungann var ađ kljást
og hóf ţá viđ ađ hugsa um
horfna bernskuást.
Í draumi leit ég laskađ fley
sem lá ţar upp viđ sand,
ţví sumir bátar endast ei,
og ađrir sigla í strand.

Ţín ćvi reyndist ekki löng
ung ţú fórst frá mér
og röddin létt sem lögin söng
löngu hljóđnuđ er.
Ţađ finnast engin orđ í bók
yfir mitt tregabál
er Dauđinn grimmi til sín tók
tuttugu vetra sál.

Blíđleg varstu viđ mig ţar
í vorsins hlýja ţey
Í draumnum ćtíđ dagur var
og dimman ţekktist ei.
En feigđarbođi fljótt kom ţá
sem fölan gerđi mig:
Heljar svartan hund ég sá
hátt hann gelti á ţig.

Ţá lyftist maran loksins af
međ látum hrökk ég viđ
en úti regniđ ýrđi í kaf
og ekkert sólskiniđ.
Ég minnist ţeirrar ţjáningar
sem ţetta jarđlíf er;

-á hafsins botni bylgjurnar
blíđlega vagga ţér.

   (30 af 51)  
3/12/06 15:00

Dula

Átakanlega sorglegt og snilldarlega ort hjá ţér, Samhryggist innilega.

3/12/06 15:00

Vímus

Svei mér ef ţetta var ekki tár sem trítlađi niđur vanga minn. Ja ţađ segir eigilega allt. Stórgott.

3/12/06 15:00

krossgata

Átakanlegt. Ţađ hríslađist gćsahúđ niđur bakiđ og handleggina. Afar gott.

3/12/06 15:01

Billi bilađi

Takk fyrir.

3/12/06 15:01

Rattati

Virkilega fallegt.

3/12/06 15:01

Skabbi skrumari

Magnađ... takk fyrir ţetta...

3/12/06 15:01

Lopi

Gćsahúđabragur. Takk.

3/12/06 15:01

B. Ewing

Ćgileg lífsreynsla og fallega kveđiđ.

3/12/06 15:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Sterkt kvćđi um stóra sorg. - Alúđarkveđjur -

3/12/06 15:01

Grágrímur

fallegt ljóđ - samhryggist innilega.

3/12/06 15:02

Mjási

Hjartnćmt.

3/12/06 15:02

Isak Dinesen

Mjög gott.

3/12/06 16:00

Hakuchi

Fagurt. Samúđ.

3/12/06 16:01

Ţarfagreinir

Alveg hreint ótrúlegt.

3/12/06 16:01

hvurslags

Ég ţakka hrósiđ. Ţetta er liđur í átakinu mínu um ađ ná ađ yrkja sem flest ljóđ áđur en ég verđ tvítugur.

3/12/06 16:01

Salka

Ćgifagurt kvćđi og átakanlegt.
Innilegar samúđarkveđjur.

3/12/06 16:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Stórfínt ! Enn afhverju hćtta um tvítugt

3/12/06 16:01

hundinginn

Ćgi öldungis fagurt! Brilliant, ţó leitt ţykir mjer tilefniđ vinur.

hvurslags:
  • Fćđing hér: 21/8/03 19:36
  • Síđast á ferli: 31/7/14 16:38
  • Innlegg: 7684
Eđli:
Frćđasviđ:
Ég er nú sosum ágćtur ađ bakka međ kerru.
Ćviágrip:
Ţađ rćttist bćrilega úr okfrumunni.