— GESTAPÓ —
Dexxa
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/07
Almenn kurteisi?

Ég vil byrja á að vara við stafsetningavillum og léilegri málfræði. Tek samt jákvæðri gagnrýni, enda er ég að vinna í því að bæta mig á þeim sviðum. Eins og ég hef sagt áður þá er ég ekki góð í að koma orðunum frá mér eins og ég meina þau, svo ég vona að enginn lesi neitt úr þessu sem ég meina ekki.

Þetta hefur kannski verið oft til umfjöllunar en er þetta mér mjög ofarlega í huga þessa dagana.
Mín vinna lýsir sér mest í því að kljást við fólk í gegn um símann. Oftast eru þetta fólk sem eru að athuga hvort hlutirnir þeirra séu komnir eða spyrjast fyrir um þjónustu okkar og verð. Allt í góðu með það. En svo eru það þeir sem eru að kvarta, og hafa eitthvað til að kvarta yfir. Þeir er oft kurteisir og almennilegir þó svo allt sé í volli. Það fólk er frábært. En sumir eru svo fúlir og reiðir að það er erfitt að veiða upp úr þeim þær upplýsingar sem maður þarf til að laga þessi mistök eða komast að því hvernig þessi mistök áttu sér stað til að byrja með. Ég get vel skilið að fólk verði fúlt og reitt þegar hlutirnir ganga ekki upp, en ég get ekki skilið af hverju fólk lætur það bitna á öðrum, sérstaklega þeim sem þeir eru að biðja um að hjálpa sér.
En það sem mér finnst verst er þegar fólk hringir inn alveg brjálað og það vill ekki segja þér af hverju. Það rífst og skammast og stundum fer að kalla mann öllum illum nöfnum, en sem betur fer bara stundum. Svo kemur fyrir að manni tekst að draga uppúr því hvað vandamálið er, og það er ekkert vandamál.. það er bara ósátt við þá þjónustu sem við erum erum að veita. Eða réttara sagt ekki að veita. Það vill bara fá einhvern sérsamning sama hvað það þýðir.. heldur að við höfum ekkert annað að gera en að þeytast sérstaklega bara fyrir það.. Vá það er erfitt að útskýra þetta án þess að segja of mikið.
Mér finnst ég hafa harða skel, og ég læt þetta fólk ekki hafa nein áhrif á mig. En ég get ekki annað en furðað mig á því hvað fólk getur verið tillitslaust og ókurteist. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að það er manneskja hinum megin á línunni. Erfitt hefur verið að finna fólk sem endist í þessari vinnu því það þola svo fáir þetta áreiti.
Ég hef tamið mér þá reglu að vera kurteis sama hvernig fólk er við mig. Ég reyni einnig að setja mig í spor þeirra sem hringja, sérstaklega ef það er ókurteist og fúlt, og reyna að skilja hvað það er sem veldur því að fólk lætur svona. Sumir eru bara pirraðir yfir atvikum dagsins, hver sem þau gætu hafa verið. Og taka svo þennan pirring út á öðrum. Til að taka dæmi: ein manneskja hringir inn og missir sig einfaldlega vegna þess að hún misskildi dálítið. En þegar ég loksins komst að og útskýrði þá bað hún mig innilega afsökunar á að hafa misst sig svona og sagði að þetta hafi einfaldlega ekki verið góður dagur. Það er alveg rosalegt hvað hefur áhrif á viðbrögð og hegðun fólks.
En það er bara staðreynd í dag að almenn kurteisi, almenn tillitssemi og almenn skynsemi eru ekki svo almenn.

   (2 af 7)  
9/12/07 19:01

Billi bilaði

<Reynir líka að bæta sig í jákvæðri gagnrýni>

9/12/07 19:01

Hóras

Haltu kjafti!

9/12/07 19:01

Anna Panna

Já, mér finnst ótrúlegt hvað fólk leyfir sér í mannlegum samskiptum nú til dags og lætur stjórnast af óþolinmæði, heimtufrekju og eigingirni. En sem betur fer eru það undantekningar, flestir eru nú alveg ágætir í samskiptum svona yfirleitt...

9/12/07 19:01

Álfelgur

Vá, við gætum hafa verið að vinna saman!
Ég var einmitt að vinna svipaða vinnu og ég hætti bara því litla hjartað mitt þoldi ekki að geta ekki hjálpað öllum heiminum. Og eins rosalega gaman og það var þegar viðskiptavinurinn var ánægður þá vóg það engan veginn upp á móti öllum þeim ömurlegu sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera dónalegur við mann og þakka ekki fyrir sig þegar maður reyndi að hjálpa...

9/12/07 19:01

Huxi

Það er því miður þannig að rúmlega helmingur mannkyns er undir meðalgreind og hefur þar af leiðandi ekki næga skynsemi til að bera tila að fatta hvað það er vitlaust...

9/12/07 19:02

krossgata

Þú verður að hætta í þessum mafíuleikjum Dexxa mín.
[Glottir eins og fífl]

En að öllu gamni slepptu þá er kurteisi eitthvað sem fólk á orðið erfitt með að gefa öðrum í samskiptum. Ætli fólki finnist það ekki hljóma gáfulegar eftir því sem það er ókurteisara.

9/12/07 19:02

Skabbi skrumari

Eins og ormurinn í litlu ljótu lirfunni segir:
"Maður á að vera góður"...

9/12/07 19:02

Vladimir Fuckov

Það sjerkennilegasta er svo þegar fólk hringir, kvartar yfir einhverju og er svo æst að ekki er nokkur leið að skilja hvert vandamálið er. Eftir langan tíma kemur svo kannski í ljós að um afar ómerkilegt vandamál er að ræða sem mjög einfalt (og fljótlegt) er að leysa. Slíkum dæmum höfum vjer frjett af.

9/12/07 19:02

Garbo

Oft held ég að fólk sé orðið mjög pirrað og þreytt áður en það hefur sig í að hringja og kvarta og er kannski stressað og þá segir það meira en það ætlaði sér.
Gangi þér vel og ekki láta þetta brjóta þig niður!

9/12/07 19:02

Jóakim Aðalönd

Ég var bara svolítið illa fyrir kallaður Dexxa mín. Ég skal ekki æsa mig svona næst...

9/12/07 20:00

Andþór

Skrabbi hérna ofar er gott dæmi um einhvern sem er tillitslaus.

9/12/07 20:01

Dula

Sammála.

9/12/07 20:01

Garbo

Best ég bæti því við að auðvitað á fólk samt að sýna kurteisi. Kurteisi og tillitssemi er sjálfsagður hlutur og er þar að auki mun líklegri til að skila einhverju heldur en dónaskapur og leiðindi.

9/12/07 20:01

Bleiki ostaskerinn

Ég á erfiðara með að vera nógu ákveðin. Eins og þegar Intrum ætlaði að rukka mig fyrir eitthvað sem ég var löngu búin að borga.. Ég hringi og ætla að fá þetta leiðrétt og þegar mér er sagt að ég eigi bara að borga þeim líka þá segi ég bara ókei og takk fyrir.

9/12/07 20:01

Skrabbi

Það er aldrei of mikið af kurteisi og öðrum góðum siðum. Þörf og góð hugvekja, Kærar þakkir.

9/12/07 20:01

Nermal

Sumt fólk virðist bara hafa blæti fyrir að hegða sér eins og illa sofnir tasmaníudjöflar með kláðaduft í rassinum. En kurteysi kostar ekkert. Það hefur nú stundum næstum soðið á manni en maður á að geta hamið sig. Fín umfjöllun og þörf.

9/12/07 20:01

Offari

Ég verð víst að viðurkenna að þegar ég pirrast á einhverjum bitnar það oft á þeim sem eiga það ekki skilið. Fyrirgefðu Dexxa þetta var bara einn af þessum slæmu dögum hjá mér ég lofa að vera kurteys næst þegar ég hringi.

9/12/07 23:01

Ísdrottningin

Ég hef oftar en einu sinni verið skömmuð fyrir að vera ,,of kurteis" en ég held að þeir aðilar hafi verið það illa haldnir af skorti á mannasiðum að þeir hafi ekki vitað hvað kurteisi er.

Kurteisi kostar ekkert en ávinnur mikið...

Dexxa:
  • Fæðing hér: 20/11/05 18:42
  • Síðast á ferli: 7/8/16 01:10
  • Innlegg: 735
Eðli:
Lítð geðveikt vélmenni í dulbúningi.
Fræðasvið:
Ýmiss konar tölvu aukahlutir, eins og vefmyndavélar og mýs sem notast er við njósnir til að yfirtaka heiminn.
Æviágrip:
Sir vélmennin eru illir aðstoðarmenn innrásageimvera. En eins og nafnið gefur til kynna er Dexxa ekkert venjulegt vélmenni. Hún breytti nafni sínu úr GiR.. yfir í Dexxa, en Gir er einmitt fyrirmynd hennar og afbragðsgott vélmenni eins og sést á fagurgrænni myndinni. Gir er eina Sir vélmennið sem hefur G í staðin fyrir S, en ástæða þess hefur ekki verið fundin ennþá. Dexxa hefur enga innrásargeimveru að þjóna svo hún gerir sitt besta að yfirtaka heiminn upp á eigin spýtur og hefur hún nú þegar njósnara víðsvegar um heiminn á sínum snærum.