— GESTAPÓ —
fagri
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/12/05
Er ég góður vinur?

Ég á kunningja sem ég kýs að kalla Jón, okkar kunningsskapur gengur helst útá að hrekkja hvor annan með saklausu gríni og góðlegu sprelli, en nú nýverið dróst saklaus þriðji aðili inní grínið, nefnilega öldruð móðir Jóns. Þetta byrjaði með því að Jón byrlaði mér bjúgtöflur móður sinnar útí kaffið mitt þannig að ég var í fullu starfi daginn þann við þvaglát enda bjúgtöflur ræsandi mjög.
Hrekkur þessi var að sjálfsögðu geymdur en ekki gleymdur og beið ég færis á að koma fram hefndum. Síðan einn laugardag nýverið rann stund hefndarinnar upp. Við félagarnir höfðum kneyfað öl ótæpilega og skipti engum togum að Jón fékk heiftarlega gereitrun og mátti glöggt heyra frá baðherberginu að Jón var að kasta upp ölinu dýra. Svona fyrir siðasakir kalla ég og spyr hvort ekki sé allt í lagi með hann, þá opnast dyrnar og hann horfir á mig tárvotum, brostnum og rauðum augum og segir "jú, jú".
Eftir stutta stund er Jón sofnaður á klósettgólfinu, ber að ofan og umkringdur klósettpappír, eyrnapinnum og kremdollum móður sinnar.
Á þeirri stundu sé ég að stund sannleikans og hefndarinnar er runnin upp og ég gríp myndavél móður hans og smelli af þremur myndum til að vera viss um að a.m.k. ein komi vel út. Reyndar komu þær allar vel út.
Ég hefði gefið næstum hvað sem er til að sjá svipin á þeim þegar hún kom með myndirnar úr framköllun, þrútin af bjúg.
Var þetta of langt gengið? Er ég siðblindur?
Þó að ég vorkenni móður Jóns örlítið þá gleðst mitt hundshjarta yfir velheppnuðum hrekk. Maður sem gefur höggstað á sér má búast við höggi. Jafnvel mamma hans líka.

   (1 af 4)  
2/12/05 10:01

Haraldur Austmann

Tja...maður þarf ekki óvini með vini eins og þig.

2/12/05 10:01

Galdrameistarinn

Skepnan þín.
Mamma fékk nærri slag þegar hún sá myndirnar.
Hún vissi ekki að ég drykki áfengi.
[Hleypur grenjandi heim til mömmu]

2/12/05 10:02

blóðugt

Hahahaha! Öss!

2/12/05 10:02

Kargur

Hrein snilld. Þú ert hér með tilnefndur til hinnar Íslensku Fálkaorðu fyrir hreinan kvikindisskap.

2/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Össs...

fagri:
  • Fæðing hér: 18/11/05 12:15
  • Síðast á ferli: 15/12/23 20:44
  • Innlegg: 0
Eðli:
Trúi því og treysti að hinir fögru muni lifa. Beiskur og langrækinn.
Fræðasvið:
Skammtastökkshraðalslegar geðflækjur anglosaxnesks útfrymis á barmi siðferðisbrests. Rokgjarnir þungmálmar.
Æviágrip:
Borinn og uppalinn á Íslandi norður af hægriöfgasinnuðum foreldrum. Var snemma innrætt að allt sem að sunnan kæmi
væri vont og erlendis frá enn verra. Vitkaðist þó með árunum
og gekk mammoni á hönd.
Síðan þá hefur það verið einn dagur í einu.