— GESTAPÓ —
Günther Zimmermann
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/12/08
Hugvekja

Ég veit um land í veröldu
sem vaknað hefur loksins.
Þar hímdi föst í hrímköldu
hugarfari flokksins
þjóð sem fálkans þekkir tak
á þegna hennar frelsi,
áður okkar breiða bak
bar hans ok og helsi.
Kastað höfum Flokksins fugli
og fegin göngum jöfn!
Höfnum núna rætnu rugli,
ríkis- setjum -stjórn á söfn!
Borgarar! í eigin efnum
eigum við að þekkja rétt.
Hvassast áfram hugrökk stefnum
hægri, vinstri lægri stétt,
óháð fornum flokkaböndum
fæðum okkar þing á ný!
Framfaranna vinnu vöndum,
virðum fólkið æ og sí.

   (8 af 25)  
1/12/08 11:00

Finngálkn

zZz... Farið nú að hætta þessu væli og gera eitthvað í málunum eins og framhaldsskóla krakkarnir sem halda uppi þeim litla heiðri sem þessi skitna þjóð á eftir...

1/12/08 11:00

Regína

Glæsilegt! Vekjandi!

1/12/08 11:00

Andþór

Góður.

1/12/08 11:01

hvurslags

Með því besta sem frá þér hefur komið.

1/12/08 11:01

Huxi

Það er komið fram nýtt byltingarskáld... Gunter rokkar...

1/12/08 11:01

The Shrike

"Lýðveldið Ísland II" strax, takk.

1/12/08 11:01

Garbo

Lifi byltingin!

1/12/08 11:01

Kífinn

Þakka þér fyrir. Glæsilegt.

1/12/08 11:01

krossgata

Skemmtilegt en... Svo verður maður að nýta atkvæðið og um hvað er að velja? Liðið sem flokkarnir velja sjálfir á lista og hefur verið þarna, er og mun verða. Vakandi þegnar með kröfuspjöld breyta engu fyrr en þeir bera fólkið úr flokkunum og setjast þar að sjálfir.

1/12/08 11:01

Günther Zimmermann

Þú vilt sumsé frekar sitja með hendur í skauti og játa þig sigraða fyrirfram? Hvernig væri þá að stofna sjálf flokk, eða skrá þig í einn af þeim sem fyrir er starfandi til að hafa áhrif á stefnuna innanfrá? Eða lýsa yfir stuðningi við hugmyndir manna á borð við Njörð P. Njarðvík sem vilja stofna nýtt lýðveldi á Íslandi, með nýja stjórnarskrá. Allt sem þarf fyrir hið illa til að grasserast er að gott fólk geri ekkert. Hvert mótmælaspjald gegn Flokknum telur.

1/12/08 11:01

krossgata

[Glottir]
Hvað veistu nema ég sé búin að því? Þessi ummæli mín voru bara leið til að koma því á framfæri að vakna er ekki alveg nóg... í mínum augum.

1/12/08 11:02

Günther Zimmermann

Prýðilegt. Þá erum við sammála.

1/12/08 13:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Verulega gott. Skál !

Günther Zimmermann:
  • Fæðing hér: 13/11/05 22:34
  • Síðast á ferli: 6/10/16 10:53
  • Innlegg: 2105
Eðli:
Fróðleiksfús fáráðlingur.
Fræðasvið:
Breytingar á hæð og breidd bókstafsins t í bakstöðu eins og specimenið lítur út komið úr penna skrifarans Jóns Bjarnasonar frá Hvammi í mið-Múlasýslu frá maí mánuði 1623 til sumarloka 1624.
Æviágrip:
Fæddur á síðustu öld. Hefur alið aldur sinn í faðmi Fjallkonunnar og Germaníu en gistir Dannebrog í Babýlón við Eyrarsund nú um stundir.