— GESTAPÓ —
Hermundur Frotté
Fastagestur með  ritstíflu.
Pistlingur - 3/12/07
Þýðingar á erlend tungumál.

Ég hef um dagana rekist á margt merkilegt á netinu en sjaldan skemmt mér jafn vel og þegar ég rakst á þýðingarapparat sem meðal annars getur þýtt... ja getur... úr íslensku á erlend tungumál. Ég læt þjóðsöng Íslendinga fylgja hér sem dæmi.

Íslenski textinn að þjóðsöngnum er eftirfarandi:

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
:; Íslands þúsund ár, ;:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Þetta ágæta þýðingarapparat tók sig til að þýddi þennan texta á eftirfarandi hátt:

Ouch , Supreme Being spring fever national! Ouch , national spring fever Supreme Being!

We lofum yours cerebral , cerebral name!
Fara fram úr solar system tunica tie your wreath
þínir great number , temporal collection.
Pay lip service to your is single day whom thousand year
and thousand year day ei more : eitt hundrað dollarar immortelle floret with vibratory tot ,
whom worship Supreme Being time and deyr.
:; Lceland thousand year ,;:
eitt hundrað dollarar immortelle floret with vibratory tot ,
whom worship Supreme Being time and deyr.

Fallegt, ekki satt?

http://www.translation-guide.com/free_online_translators.php?
Neðarlega á þessari síðu má finna glugga til að setja þetta inn í . Þarna hafði ég líka látið þýða forsíðuna á Gestapó. Lengra fór ég ekki því ég varð fársjúkur af hlátri.

   (2 af 2)  
3/12/07 04:01

Kiddi Finni

'eg er alveg dolfallinn fyrir framan þessa fyrirbæri. Nú liggja öll tungumál heims innan seilingar, maður klikkar bara á réttum stöðum og lætur tölvuna þýða! Jiihaa!

3/12/07 04:01

krossgata

[Grætur af hlátri]

3/12/07 04:01

Hermundur Frotté

Ég hjó eftir því að Kveðist á verður að Greeting River og Gísli Eiríkur og Helgi veðrur að Hostage Eiríkur and Weekend...

3/12/07 04:01

Hermundur Frotté

Já og Billi bilaði verður car broken down

3/12/07 04:01

Texi Everto

Hostage Eiríkur and Weekend... [Grípur um kvið sér og svo framvegis]

3/12/07 04:01

Vigdís

Þetta er magnað.

3/12/07 04:01

Salka

Bráðfyndið!
Er ekki tilvalið Hermundur að stofna þráð þar sem við getum leikið okkur að þýða hinar ýmsu setningar og kvæði.
"sidesplitting
Is not tilvalið Hermundur snuggle up to found reticulum where accustom impotent skilful us snuggle up to translate hinar ýmsu typesetting and rune."

3/12/07 04:01

Vladimir Fuckov

Þessi þýðingarapparöt geta verið ótrúlega fyndin. Vjer höfum sjerstaklega tekið eftir að þau eru undarlega hrifin af að þýða ótrúlegustu hluti sem snuggle up to og pay lip service to.

Einhverntíma í fortíðinni var til þráður hjer á Gestapóinu með ýmsum svona þýðingum.

3/12/07 04:01

Vambi Vöðvafjall

Gargandi snilld... My name is Wombat muscleman

3/12/07 04:01

Nermal

Gamann að skella ínn sígildum frösum. Ég setti inn frasann Afi þinn er rugludallur, það var þýtt svo skemmtinlega... Grandsire thy is rattlebrain

3/12/07 04:01

Upprifinn

þetta er bara dásamlegt.
Exuberant

3/12/07 04:01

U K Kekkonen

HIN FÖGRU & Renowned

Jólasveinarnir Þvörusleikir (93) and Pottaskefill (89) duttu spicy into there river Next bar into previously time pay lip service to jólavertíðina.

Humm, einhvervegin skildi ég þetta öðruvísi...

3/12/07 01:02

Skreppur seiðkarl

Hot spring river this book?

3/12/07 02:01

Wonko the Sane

Hvernig getur or'ðið "Fyrir" orðið að "Pay lip service to" og hvernig getur "Eitt eilífðar" orðið "eitt hundrað dollarar immortelle"
Hvaðan kemur oðið Hundrað.
Bráðsniðugt apparat.

3/12/07 03:02

albin

Já, það kom að því að til yrði óaðfinnanleg þýðingarvél.

"Hrafn bóndi á Á á son sem heitir Björn og er frekar líkur móðir sinni Mjöll."

"Raven husbandman river RIVER river son whom name Bear and is before similar mother disposition Snow."

Feginn er ég að eiga ekki niðja í Bandaríkjahreppi sem þarf að skrifast á við og lýsa hinum úmsu fjölskyldumynstrum og ætternum.

3/12/07 04:01

Gaz

Sumir leikfangabúð ert réttlátur of mikill gaman til leika sér við. This þýðandi fyrir dæmi. Allt ÉG setja í gegnum það verða bölvaður kostulegur!

3/12/07 04:01

Snabbi

This is completely superb wisecrack!

3/12/07 05:01

Skreppur seiðkarl

Hrafn bóndi á Á á á sem á sitt eigið hey.

Hermundur Frotté:
  • Fæðing hér: 9/11/05 23:17
  • Síðast á ferli: 5/10/12 13:46
  • Innlegg: 398
Eðli:
Hermundur Frotté, höfðingi Frotté ættarinnar.
Fræðasvið:
B.A. í brókmenntafræði frá Red-Light háskólanum í AmsterdamB.S. í ólíkindareikningi frá háskólanum í ImminghamDr. í læknisfræði með sérhæfingu á sviði Fullaflensu (timburmanna)frá Budvar-háskólanum í Prag.
Æviágrip:
Saga Hermundar er óljós en þó hefur spurst að hann sé fæddur í skipi á leið frá Frakklandi til Íslands. Foreldrar Hermundar voru ævintýrafólk sem kaus að gera hlutina allt öðru vísi en allir aðrir gera. Faðir hans var fransmaður en móðirin íslensk.Tilurð ættarnafnsins Frotté er æði skondin. Frotté fólkið er upphaflega komið af Paté ættinni í Frakklandi en seint á átjándu öld eignaðist ættfaðir Paté ættarinnar barn með enskri konu sem bar eftirnafnið Frogs. Ekki þótti höfðingjum sæmandi á þeim tíma að eiga barn utan hjónabands frekar en það er í dag. Finna varð ættarnafn á barnið sem hvorki vísaði á hina virtu Paté ætt né á lávarðaættina Frogs í Englandi. Ákveðið var þó að bendla barnið óbeint við báðar ættir og varð niðurstaðan Frotté. Hugmyndin Pags féll í mjög grýttan jarðveg. Hermundur Frotté erfði stórar vínekrur í Bordeaux héraði í Frakklandi. Í viðskiptum var Hermundur annálaður fyrir óheppni og eitt sinn ákvað hann að skipta á vínekrunum og hlutabréfum í líftæknifyrirtæki. Fyrirtækið heitir Íslensk Erfðagreining og gerir út á þann markað að tapa sem mestum peningum á því að krukka í torkennilegum vökvum í tilraunaglösum og vita í raun aldrei hvað er í þeim.