— GESTAPÓ —
Kveldúlfur
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 5/12/07
Bagalegt.

Brotinn gluggi, bogin löm
bráđum fell í valinn.
Allt er hér á heljarţröm
hestur, kýr og smalinn.

Tómt er bitaboxiđ mitt
blásnauđur ég slóra,
mćtti ég fá mat og hitt
myndi ég lengur tóra.

Ţrćll viđ vinnu ţolir ei,
ţrautir mikiđ lengur.
Ég er vesćlt visiđ grey,
vonlaus eins og gengur.

   (16 af 18)  
5/12/07 01:02

Lopi

Alltaf góđur.

5/12/07 01:02

Kargur

Svona, svona...[klappar Kveldúlfi á bakiđ]

5/12/07 01:02

Upprifinn

Hin rafmćlislega heimsókn Kveldúlfs er alltaf ánćgjuleg.
Til lukku međ daginn.

5/12/07 01:02

hlewagastiR

Vel gert. Beinlínis baggalegt.

5/12/07 01:02

Regína

Til hamingju međ rafmćliđ. Eđa á ég ađ segja til óhamingju, ţú virđist njóta ţess ađ velta ţér upp úr einhverju böli á rafmćlisdögunum ţínum.

5/12/07 01:02

Vladimir Fuckov

Vegna tónsins í kveđskapnum óskum vjer Kveldúlfi bćđi til hamingju og óhamingju međ rafmćliđ. Skál !

5/12/07 02:00

krossgata

Til hamingju međ rafmćliđ og ţetta bjartsýna kvćđi.

5/12/07 02:00

hvurslags

Rafmćliskvćđiđ lofar bara helvíti góđu. Skál!

5/12/07 02:00

Jóakim Ađalönd

Ţetta er í senn fallegt og sorglegt. Skál og prump!

5/12/07 02:01

Garbo

Mér sýnist ađ Bólu-Hjálmar 21. aldarinnar sé fundinn.

5/12/07 02:01

Snabbi

Ef hann bćtti slatta af brennivíni í ljóđin sín, myndi ég allt eins segja hann Kristján fjallaskáld 21. aldarinnar.

5/12/07 02:01

Snabbi

Ef hann bćtti slatta af brennivíni í ljóđin sín, myndi ég allt eins segja hann Kristján fjallaskáld 21. aldarinnar.

5/12/07 03:00

Jóakim Ađalönd

Ég lifđi á Makkdónalds í ţrjú ár og mér hefur sjaldan liđiđ betur en einmitt ţá...

5/12/07 04:01

Offari

Gaman ađ sjá hrafnaskáldiđ aftur. Ţú gleymdir ađ leyfa krumma ađ vera međ í ţessu kvćđi.

Kveldúlfur:
  • Fćđing hér: 1/11/05 17:10
  • Síđast á ferli: 30/10/17 20:50
  • Innlegg: 72
Eđli:
Sjá hér kvöldar kvćđafólk
Kveldúlfur er mćttur
Í iđrum hef ég ćđamjólk
oft ég nota ljóđahólk

Vonin tel ég höfuđsynd,
heillar mig ţví ekki.
Vonin er sem vönkuđ kind
vonin hún er ljót og blind.
Frćđasviđ:
Inni er myrkur, úti er bjart andskotans ljósastaurinn. Dreg ég ţví fyrir dýrđlegt er svart djöfull sagt ţér get ég margt. Kveldúlfur er kominn inn kliđur finnst mér ţagna Bráđum lestu braginn minn ber ég létt á ţína kinn.
Ćviágrip:
Sálarranni seigur er,
sýkist ei viđ flensu,
ţó ađ kuli heitur hver
hendi ég mig útí ber.

Inni núna bitur bíđ
bragur hér er fastur
kalt er úti kuldahríđ
kannski mun ég smíđa níđ.

Törnin er mér töm viđ verk
tek ég ţá til handa
Ţegar les ég ljóđin merk
lem ég gamlan helgan klerk.