— GESTAPÓ —
Salka
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/14
Forsíðu - pistlingur.

Birtist full skapaður og skrifaður daginn sem Gestapó verður lokað yfir sumarið.<br />

Sýnið smá biðlund!
Ég er bara að tryggja mér sæti á forsíðunni og leggja drög að ódauðlegu félagsriti, sem ég birti rétt fyrir sumarlokun Gestapó.
Þar verður veturinn gerður upp, eða kannski bara eitthvað allt annað sett í orð.

Á meðan getið þið notað tækifærið og ... gert það sem þið viljið.

Vetraruppgjör frá mínu sjónarhorni. Kemur smátt og smátt....


Dula og dramatíkin áttu svæðið síðastliðinna daga.
Skrabbi fékk ekki að njóta sín, hann varð brottrækur af flestum, eftir að Dulua eyddi öllum ritum sínum, sem Skrabbi hafði misnotað meira eða minna í allan vetur.
Nöfnin sem koma mér fyrst í huga þegar ég hugsa um liðinn vetur...
Eru...
Herbjörn minn, kæri kóngsinn
Dula, Skabbi og Huxi Þið öll hafið sett ykkar svip á Lútinn, hvert með sínu móti.
Offari er alltaf ofanlega í mínum huga
Jóakim, hann er svo dularfullur
Texi hin margbrotni og þó heill
krossgata og Regína, Eru báðar jafn flotttar konur og mér þykir samt leitt að ég ruglast enn á hvor er hvað.
Lopi, Því hann er alltaf svo ljúfur og sætur
lappi er uppáhald, en er því miður bara virkur í kveðskapnum.
Ég man líka vel eftir Vladimir pottaræningja, honum verður hugsanlega fyrirgefið einhvern daginn.
Upprifinn
Garbo og
hvurslags er fólk sem ég kann mjög vel við.
Galdrameistarinn drekkur blút og mallar sér mat
GEH er dramari sem býr í Svíjaríki og mér þykir vænt um þó ég þekki hann ekki neitt nema héðan og hér hefur hann kynnt sig vel og komið með smellin innlegg og flott ljóð og rit.
Andþór, Tigra og Einn gamall og nettur eru þau sem lífga lútinn við og eru virkilega virðingarverðar persónur, sem mig langar til að kynnast.
Nermal og Næturdrottningin eru yndislega ástfangin, svo að ást þeirra hreina og tæra ljómar um allan Lútinn.- Þau bæði minna okkur á hvað lífið og ástin er dásamleg.
B.Ewing, Nornin og bebe hef ég því miður ekki náð að kynnast vel. En ég veit þó að þau eru hamingjusöm fjölskylda og ég óska þeim alls hins besta.
albin er flottur, kannski veit hann af því og kannski ekki, en flottur er hann.
og líka
Jarmi Ótrúlea sjarmerandi, með orðum sínum, hugmyndum og hugsunum.
Aulinn Er flott, Fyrst í stað átti ég virkilega erfitt með að sætta mig við hana og meta hana að verðleikum.
Núna les ég félagsrit hennar og hún er meiriháttar góður penni og örugglega jafn flott raunheimapersóna eins og Gestapópersóna.
Hvæsi er einfaldlega flottastur þegar hann kom útúr skápnum, bleikur.
Kargur og Útvarpsstjóri eru bræðurnir sem allir eru stoltir af að þekkja.
Hexia og Ívar eru hjónin sem gefa okkur kakó án skilyrða og senda okkur orð í gegnum síma í leyniförum sínum.
Billi bilaði og
Þarfagreinir Þið eruð svo sjálfsagðir heimamenn hér að Lúturinn væri lítils virði og jafnvel einskins virði án ykkar.
Billi þú með þín ljúfu ljóð og Þarfagreinir með þína visku, sem mætti þó vera virkar á þráðum , synd hvað þú heldur þig til hlés.
Skabbi skrumari er sá sem hefur alltaf verið efst í ástfangishuga mínum.
Rattati er sá sem virðist lifa mest spennandi raunheimalífi okkar allara, samt gefur hann sér tíma til að leka og spjalla við okkur.

Þessi Gestapónöfn og persónur komu fyrst upp í huga minn þegar ég rifjaði upp veturinn.....
Ég er samt viss um að ég á eftir að vakna upp við vondan skrekk í fyrramálið vegna þess að ég gleymdi að minnast á þá Gestapóa sem mér eru næstir og kærastir.....

Jamm og já þessi vetur var virkilega áhugaverður og margbrotinn... Svo voraði.

   (3 af 8)  
6/12/07 12:02

Herbjörn Hafralóns

Viltu ekki birta ritið strax svo ég missi nú örugglega ekki af því?

6/12/07 12:02

Salka

<Flissar stelpulega>
Ertu að fara eitthvað í burtu kæri kóngsi?

6/12/07 12:02

Herbjörn Hafralóns

Nei, en kannski lokar Enter áður en ég næ að lesa félagsritið.

6/12/07 12:02

Salka

Það birtist, það birtist.. <Glottir eins og gelgja>

6/12/07 12:02

Regína

Hvað er Salka nú að bralla?

6/12/07 12:02

Herbjörn Hafralóns

Vonandi verða þetta ekki einhverjar uppljóstranir úr dyngju Teningahallarinnar. [Roðnar]

6/12/07 12:02

Regína

Eða kannski bara tveim sexum? [lítur í aðra átt]

6/12/07 12:02

Herbjörn Hafralóns

[Sér að Regína verður óvenju græn]

6/12/07 12:02

Galdrameistarinn

Er þetta að verða eitthvða hópsex?

6/12/07 13:00

Jóakim Aðalönd

Ekki bjóst ég við að orðið sem notað yrði um mig væri ,,dularfullur". ,,Skapvondur", ,,óþolandi", ,,skemmdarvargur" eða eitthvað í þeim dúr kannske, en ekki ,,dularfullur"...

6/12/07 13:00

Jóakim Aðalönd

Er ég þá fullur af Dulu?

[Asnar eins og hlær]

6/12/07 13:00

Regína

Hvernig í ósköpunum er hægt að rugla okkur krossu saman? Hún er ekki græn.

6/12/07 13:00

Huxi

Takk fyrir að huxa til okkar svona hlýlega. Það hefur verið mjög gaman að kynnast þér hér í vetur og vona bara að raunheimaleikarinn þinn gleymi þér ekki alveg í sumarfríinu ógurlega.
Kimi: Það er þó skárra en að Dula sé full af þér... Því þá hefði hún haft andarsteik í matinn.
[Glottir upp í hársrætur að eigin fyndni]

6/12/07 13:00

krossgata

Hvernig er hægt að rugla okkur Regínu saman? Hún er ekki gul!
[Glottir eins og fífl]

6/12/07 13:00

Texi Everto

Ég ruglast stundum á mér líka.

6/12/07 13:00

Jóakim Aðalönd

[Hlær sig máttlausan af innleggi Huxa]

6/12/07 13:00

Skabbi skrumari

Takk fyrir veturinn... Skál og gleðilegt sumar...

6/12/07 13:01

Dexxa

Ég verð að vera virkari næsta vetur, það er alveg á hreinu.. En takk fyrir veturinn, það var mjög gaman að lesa rit ykkar allra, eins og alltaf.. [brosir út að eyrum]

6/12/07 13:01

Einn gamall en nettur

Ef ég væri nú eitthvað virkari þá ætti ég á hættu að fá heilablóðfall segir hjúkkan mér.

6/12/07 13:01

Billi bilaði

Mér sýnist neðsta myndin vera af mér. <Ljómar upp>

6/12/07 13:01

Kiddi Finni

Gleðilegt sumar. Flottar myndir.

6/12/07 13:01

Herbjörn Hafralóns

Takk fyrir að hafa mig efst á listanum. [Ljómar upp]

6/12/07 13:02

Salka

Gleðilegt sumar elskuleg! Sérstaklega Dexxa og Kiddi Finni.

Auðvitað besti og kærasti kóngsi minn ert þú númer eitt!

Skál allri!

6/12/07 15:02

Tigra

Knús!

6/12/07 16:00

Lopi

Þetta var nú fallega sagt af þér Salka mín.

6/12/07 16:01

Jarmi

Takk fyrir hlý orð í minn garð. Maður hálf roðnar bara.

6/12/07 16:02

Salka

<Þakkar öllum fyrir sumarið og árið með tárin í augunum>

Salka:
  • Fæðing hér: 27/10/05 01:44
  • Síðast á ferli: 4/1/18 20:58
  • Innlegg: 5970