— GESTAPÓ —
Salka
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/12/05
Stikluvik II

Kæru Gestapóar. <br /> Hér eru Stikluvik-vísurnar, sem ég var búin að lofa að birta við gott tækifæri, sem er akkúrat núna.

Grefur kátur glóða-fen
glímunni til heiðurs.
Flotti Ívar Sívertsen
setur á Hexíu men.

Gáfumanna góðu ljóð
Gísla, Eiríks, Helga
Dáist mjög og roðna rjóð
rómantíkin í Svíþjóð.

Hnoðdal nefnist herra Leir
hnyttinn mjög og skarpur
Örugglega mjúkur, meyr
magnað ef þeir væru tveir.

Offari með orðspor gott
ofurslingur penni.
Ritin semur furðu flott
fúlt, ef hlaupa vill á brott.

Mjákvikindið malar oft
mætti ég því strjúka
Virkilega sætt og soft
sólin kemur hátt á loft.

Mjási fær mitt lof og prís
meistari góðra ljóða
Þykist samt um flest, fávís
fagra, elskar hann víst dís.

   (5 af 8)  
1/12/05 20:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Elsku besta Salka Það fer nú ekki mikið fyrir vitinu í mér .Gæti auðveldlega troðið því í eldspítnaöskju og hefði þó nóg að plássi fyrir eldfærinn sem kveyktu roða vangans eftir lestur
sálms þíns.

1/12/05 20:00

Salka

Gísli þú ert yndislegur!
Kemur mér alltaf skemmtilega og ánægjulega á óvart með orðum þínum og ekki síður með ljóðum þínum.

1/12/05 20:00

Offari

Þakka kærlega fyrir mig.

1/12/05 20:00

Mjákvikindi

Vá, ég á ekki til orð. Kærar þakkir fyrir mig.

1/12/05 20:01

Bölverkur

Mjög flott Salka. Eitt þó:

Mjási fær mitt lof og prís

mætti vera: Mjási lof fær mitt og prís

1/12/05 20:01

Skabbi skrumari

Flott, veldur ekki vonbrigðum (bjartasta vonin)... Skál.

1/12/05 20:01

Sæmi Fróði

Glæsilegt.

1/12/05 21:02

Salka

Kærar þakkir fyrir viðbrögð ykkar! [Hneigir sig.]

Einmitt Bölverkur, verða að passa hákveðu og lágkveðu! Takk fyrir ábendinguna.

1/12/05 22:00

Jóakim Aðalönd

Jamm, en mjög flott hjá þér mín kæra engu að síður.

2/12/05 00:00

dordingull

Verð að fara að lesa fræðin svo ég sitji ekki eftir meðan þú og fleiri verða betri og betri.

Salka:
  • Fæðing hér: 27/10/05 01:44
  • Síðast á ferli: 4/1/18 20:58
  • Innlegg: 5970