— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Tímaflakkarinn
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 1/11/04
Matur

Já, þetta er skrítið firirbæri.

Nú er ég ekki búinn að vera hérna lengi í fortíðinni, bara nokkra tíma. Núna, bara rétt áðan, fékk ég mér að borða. Ég hitti eitthvað fólk og sagði að mig vantaði mat, enga næringu fengið í góðan tíma og ég held ég hafi orðið svangur í firsta skiptið í lífinu.

Ég vissi alveg hvað matur er firir, og heima, þá sem sagt í framtíðinni fáum við alveg mat. En ekki svona mat, maturinn er bara settur í pillu og það á að vera alveg nóg. Maður fær bara smá bragð í munninn af þessum pillum og einhverja orku og næringu.

En núna sem sagt borðaði ég í firsta skipti svona alvöru mat. Ég fékk fisk og kartöflur, eitthvað sem ég hafði bara séð í kvikmindunum firir. Eftir á varð maginn svona ,,þungur\'\' ef það er rétta orðið og vellíðunartilfinningin gusti ifir mig. Ég spurði hvað væri að gerast og mér var sagt ég væri sennilega bara saddur. Líka eitthvað sem ég hélt að væri bara til í bíómindunum.

Ég allavega, ætla alldrei að borða svona pillur aftur!

PS. Takk ókunnuga fólk.

   (1 af 1)  
1/11/04 02:02

Ugla

Mann setur hljóðan...

1/11/04 02:02

Don De Vito

Já, þú segir það já. Til hamingju með fyrstu máltíðina.

1/11/04 02:02

Tímaflakkarinn

Afsakið Y-leysið mitt í þessu félagsriti, ég skal reyna að bæta það í því næsta.

1/11/04 03:00

Litli Múi

Ha?

1/11/04 03:00

dordingull

Tekur þú þá y-pillu?

1/11/04 03:00

Narfi

Það var nú lítið flakkarinn minn og alltaf þykir mér nú jafngaman að hlusta á sögurnar þínar.

Tímaflakkarinn:
  • Fæðing hér: 26/10/05 16:45
  • Síðast á ferli: 28/4/09 21:33
  • Innlegg: 0