— GESTAPÓ —
Wiglihi
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/11/04
Selfoss á ferðalagi?

Mælumst við hér með að Selfyssingar og nærsveitungar verði settir í farbann innanlands, en að sjálfsögðu alltaf velkomnir til að skreppa til fjarlægra landa. (allt í gamni gert og ekki verið að reyna að særa neina Selfyssinga með þessum pistli)

Jú þannig er að Wiglihi þurfti að bregða sér norður yfir heiðar um síðastliðna helgi til að taka þátt í smá íþróttaiðkun er handknattleikur kallast.

Sem undir venjulegum kringumstæðum væri ekki í frásögur færandi nema vegna skammdegisins, en ég ók af stað norður um kl. 10:30 um morgunin og sóttist ferðin vel og komið var á áfangastað rétt rúmlega 14:00. síðan voru leiknir 2 leikir síðdegis sem fóru misvel en verður ekki tíundað hér.

Heimferðin var öllu skrautlegri en ekið var áleiðis heim um hálf sjö að kveldi og því orðið almyrkvað, en þá sá ég að eitthvað ættarmót, vindskeiða og spoilerkit sýning hlýtur að hafa verið á Akureyri þar sem að aragrúi af Selfyssingum sem maður mætti var gersamlega að gera mann blindann. Ég skil ekki hvernig fólki dettur í hug þegar þú ert úti á þjóðvegum landsins og mætir bíl og ert með háu ljósin á að það breyti einhverju máli að þú lækkir ljósin ef þú ert með 39 halogen kastara framan á bílnum hvort eð er!
Trekk í trekk var maður við það að verða gersamlega staurblindur er Subaru Loftpressur og álíka austanfjalls bílar koma á siglingunni og lækka ljósin 15 metrum áður en þeir mæta manni og tryggja að þeir blindi mann örugglega þar sem maður var hvort eð er að venjast háu ljósunum þá verða þeir að breyta þeim þannig að líkurnar á útafakstri hækka stórlega.

Mælist ég þar með til að við akstur á þjóðvegum landsins að næturlagi verði þessi kastara flóra hreinlega bönnuð.

Með Kveðju
Vel Upplýstur Wiglihi

Selfyssingur á ferð hér?:

   (1 af 3)  
2/11/04 14:01

Anna Panna

Þetta er hrikalegt ástand, er ekki hægt að reisa girðingu í kringum bæinn til að koma í veg fyrir þetta?!

2/11/04 14:01

Sæmi Fróði

Gleraugun mín dökkna við aukna birtu, sjálfsagt hefðu þau orðið svört við þessa lífsreynslu.

2/11/04 14:01

albin

Ég legg til að Selfoss fari í ferðalag. Best væri að flytja Selfoss t.d. til Vestamannaeyja

2/11/04 14:01

Wiglihi

Já ég tek undir það með þér kæri albin, en er þá ekki hægt að útfæra það í saminingu með Önnu Pönnu og reisa þá girðinguna bara kringum eyjuna?

2/11/04 14:01

dordingull

Öruggast er að nota göreyðingarvopn. Hringdu í Vladimír.

2/11/04 14:01

albin

Flytja þá fyrst, girða og gjöreyða svo. Hvernig hljómar það?

2/11/04 14:01

Vladimir Fuckov

Öruggast er að gjöreyða strax.

Einnig væri hugsanlega hægt að breyta hugmynd Önnu Pönnu örlítið og reisa girðingu kringum kastarana. Það er mun minna mál en að reisa girðingu umhverfis heilan bæ.

2/11/04 14:01

Wiglihi

Tek undir með albin. Gefur einnig Vladimir tækifæri á að prófa ný vopn sem hann án efa er með í handraðanum.

2/11/04 14:01

Jarmi

Látið ekki svona, það er fínt að hafa Selfoss. Maður veit alltaf á meðan hverjir eru neðstir á totem-pole.

2/11/04 14:01

Ívar Sívertsen

Hvernig væri að pína þá aðeins fyrst, kaupa mikið af háreyðingarkremi og hreinsa aflitaða lubbann af þeim öllum...

2/11/04 14:01

Hvæsi

[Rogast inn með 400 lyftiduftssprengjur, skóflu og fötu]
Ég er til í hugmynd albin, Til vestmannaeyja með selfoss. [brunar á selfoss og byrjar að grafa]

2/11/04 14:01

Günther Zimmermann

Það má alveg athuga að flytja Selfoss í öruggt skjól fyrir hálfvitunum sem segja: til Selfossar. Reyndar er slatti af hnakkafíflunum sem nota þessa ,,skemmtilegu" eignarfallsendingu.

En væri ekki ráð að pína hnakkana soldið og loka öllum bílasölum á Selfossi og hækka bílprófsaldurinn uppí sextugt, afturvirkt?

2/11/04 14:01

Offari

Ég er svo heppinn að eiga góða konu þegar við mætum svona bílum, argar hún og bölvar svo hátt að ljósin falla í skuggann af blótsyrðum hennar.
Takk fyrir.

2/11/04 14:02

Jóakim Aðalönd

Fá menn skoðun á svona ljósabúnað? Mér finnst þá að það ætti að flytja bifreiðaskoðunina til Kolbeinseyjar.

2/11/04 14:02

Hildisþorsti

Er Selfoss ekki á Suðurlandi?

2/11/04 15:00

Lopi

Nei Selfoss er á Akureyri

2/11/04 15:00

Hildisþorsti

Ó.
[Snýr sér við]

Wiglihi:
  • Fæðing hér: 20/10/05 17:27
  • Síðast á ferli: 14/12/18 13:14
  • Innlegg: 2