— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Andrinn
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 31/10/04
Yngri Kynslóðin

Ég er orðinn hundleiður á endalausum hávaða og stælum í yngri kynslóðinni.
Þessir krakkadjöflar halda að þeir eigi heiminn, brúka munn við eldra fólk og hlusta á þetta væl sem á að kallast rapp, samt eru nú þónokkrir sem að hlusta á gamla rokkið.

Þau Ganga um með þessa blessuðu ipoda sína og monta sig af öllu og reyna að halda við í tískuna, fólk ætti bara að vera það sjálft.
Krakkar og bara allmennt fólk eru heilaþvegin af bíómyndum og tískublöðum sem að er nú bara hið hreinasta rugl og vitleysa, stelpur á unga aldri eru strax farnar að meika sig og læti en nei ekki fyrir strákana heldur bara því að sjónvarpið segir það.
T.d. ég var að labba heim úr skólanum um daginn og viti menn 5 krakkandskotar gengu að mér og byrjuðu með stæla eins og "blessaður marr, er eitthvað í gangi" síðan var einn sem að kallaði "auli" og hljóp í burtu og faldi sig, það munaði engu að ég hefði tekið hann að mér og alið þetta meindýr upp sjálfur því að það er eins og pabbar og mömmur nú til dags séu allveg eyðilögð í uppeldinu.

   (1 af 1)  
31/10/04 23:00

Lopi

Unglingar eru rannsóknarefni félagsfræðinga og síðast en ekki síst markaðsfræðinga.

31/10/04 23:01

hlewagastiR

Aðeins yngri kynslóðinn hefur mannsnöfn með áföstum greini. Aðeins fólk undir tvítugu getur tekið sér í munn ónefni eins og "Andrinn".

31/10/04 23:01

hlewagastiR

Krakkadjöfull.

31/10/04 23:01

Hundslappadrífa í neðra

Já eftir síðasta félagsrit Andrans finnst mér þetta svoldið fyndið... En miklu betra þó, smá rökstuðningur og meira en ein setning. Batnandi Öndrum er best að lifa. Hann mannast kannski hérna inni.

31/10/04 23:01

Nermal

Það er nú undarleg tískan hjá sumu yngra fólkinu. T.d hártískan. Maður er ekki alltaf alveg viss hvors kyns sum kvikindin eru sem maður sér.

31/10/04 23:01

Hóras

Kæri Nermal, þú hlýtur nú að hafa smá vit á almennri anatómíu til að geta greint í sundur

31/10/04 23:02

albin

Þetta lærist með aldrinum...

31/10/04 23:02

Furðuvera

Æi þegiðu þarna.

1/11/04 00:00

B. Ewing

Passaðu þig á alhæfingunum Andri. Annars er þetta stórstíg framför frá fyrra "riti" skulum við segja. Gangi þér vel að bæta heiminn.

1/11/04 01:00

Aulinn

Er slæmt að vera kallaður auli?

1/11/04 01:02

Svefnburkur

Fyrir 2000, 3000 árum sagði Sókrates sjálfur að unglingar "nú til dags" sýndu enga virðingu, og væru gjörsamlega virðingarlausir gagnvart foreldrum sínum.

Tíminn endurtekur sig. Þessir "krakkadjöflar" eiga eftir að eldast, og verða þá líklega næsta kynslóðin sem gagnrýnir unglinga.
Þannig að "unglingar nú til dags" hefur gjörsamlega enga þýðingu.

1/11/04 02:01

Narfi

Jú í dag hefur hún það.

Andrinn:
  • Fæðing hér: 19/10/05 22:16
  • Síðast á ferli: 12/11/05 13:02
  • Innlegg: 0