— GESTAPÓ —
Hel að hurðarbaki
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 31/10/04
forjólahald

Er það afstætt hvenær hátíðahöld skulu byrja? Getur hver og einn sett sér eigin reglur þó þær stangist á við það sem samfélagið virðist hafa viðurkennt?

Opnaði dagblað um daginn og móti mér stökk auglýsing sem tilkynnti lesendum að jólin byrjuðu hjá því tiltekna fyrirtæki sem kostaði auglýsinguna. Athyglivert, hugsaði ég með mér, þetta vissi ég ekki. Ég greip í næsta dagatal til að sannreyna þessar nýfengnu upplýsingar. Og viti menn: Auglýsingin laug! Laug að mér!! Blákalt. Því öll þau dagatöl [og fólk sem ég síðar spurði] sem ég komst í tæri við tjáðu mér að jólin byrjuðu í desember. Ég fylltist heilögum pirringi, því í mínum huga er töluvert langt þar til desember mætir á svæðið. Þegar pirringurinn hafði svo að mestu leyti um garð gengið, settist ég niður og leiddi hugann að þessu : Getur verið að manni sé í sjálfvald sett hvenær jólin séu og þar af leiðandi hvenær þau hefjist? Og því, í ljósi liðinna atburða og þanka, hef ég ákveðið að mínum jólum skuli framvegis vera dreift yfir tvo mánuði; annars vegar desembermánuð og hinsvegar júlímánuð. Þessi samþykkt tekur gildi frá og með deginum í dag og því verður aðaljólahald í desember, þar sem smákökur skulu etnar, jólalög spiluð, jólakort send, gjafir keyptar (og þeim veitt viðtaka), híbýli skreytt og fleira sem tíðkast hefur hingað til. Í júlí skulu aftur á móti vera haldin litlu-jól, þar sem jólalög skulu spiluð og jólakort send út til mun þrengri hóps en á aðaljólum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um skreytingar tengdar litlu-jólum.

Hefur einhver við þetta að athuga?

   (4 af 4)  
31/10/04 16:02

Hakuchi

Ég legg til að við söfnum saman reiðum múgi, marserum að Ikea, sem fyrst illra fyrirtækja boða jólin, og brennum það niður til kaldra kola.

Nema kaffiteríuna. Það eru ágætis kjötbollur þar.

31/10/04 16:02

Nornin

Fór í rúmfó í dag. Þeir eru farnir að selja jólaskraut. Er skapi næst að kveikja í Glerártorgi!

31/10/04 16:02

Hel að hurðarbaki

Já, kannski væri ráð að safna æstum múgi og taka svo bara hringferð um landið á þetta? Svona í eitt skipti fyrir öll?

31/10/04 16:02

Hexia de Trix

[Lítur upp úr jólakössunum] Ha? Og ég sem var byrjuð að skreyta? Eru þá ekki komin jól eftir allt saman? Ég sá bara auglýsingar í öllum blöðum og dreif mig að ná í jóladótið!

31/10/04 16:02

Vladimir Fuckov

Vjer urðum fyrst varir við jólaauglýsingar í ágúst (!!) og hefur það eigi gerst áður.

Best væri að Bagglýtingar hjeldu upp á jólin á nóvember, líkt og gert var árið 2003.

31/10/04 17:00

Ívar Sívertsen

Eftirfarandi reglur um jólahald hef ég lagt til en hef ekki fengið nægilega jákvæð viðbrögð við á mínu heimili [skil bara ekki af hverju]
1) Jólaskraut á að setja upp ekki fyrr en tvær vikur fyrir jól. Nema aðventukrans og aðventuljós (ikea gyðingastjakinn)
2) Jólalög má ekki leika fyrr en tveimur vikum fyrir jól og þá einungis þau lög sem eru á allan hátt vönduð framleiðsla. Lög sem innihalda texta á borð við „Á aðfangadag klukkan átján“ skulu bönnuð með öllu og brennd á báli á gamlárs. Drungi í desember með Ragga Bjarna skal spilað mikið og oft!
3) Ekki skal farið inn í verslanir sem skreyta snemma fyrr en viku fyrir jól. (Ríkið er undantekning)
4) Jólasveinahúfur skulu ekki teknar fram fyrr en þremur dögum fyrir jól.

Hexia hefur beðið mig um að sýna umburðarlyndi og ætla ég að gera það þessi jól og sjá til hvernig gengur. En því miður þá er ég yfirleitt búinn með jólaskapið um miðjan desember ef byrjað er á hamagangnum í byrjun desember. Þetta kemur til af því að ég vann fyrir 14 árum frá september til janúar í verslun í Kringlunni... ég verð skemmdur til æviloka vegna þess!

31/10/04 17:02

Nermal

Það er nú assgoti gróft þegar út koma aukablöð um jólin í byrjun október. Ég er jólabarn hið mesta, en þetta er alveg fáránlegt

31/10/04 18:00

Sundlaugur Vatne

Ú á IKEA, ú á IKEA! Valdníðingar!

31/10/04 18:00

Bölverkur

Haltu bara þín jól. Ég held mín jól. Þau byrja 21. desember og enda 22. desember.

31/10/04 18:01

Hundslappadrífa í neðra

Bölverkur, mér líst á þig. Á að kíkja á blót eða nornajól?

Hel að hurðarbaki:
  • Fæðing hér: 16/10/05 10:36
  • Síðast á ferli: 26/2/09 17:16
  • Innlegg: 17
Eðli:
Ríkir fyrir handan. Hefur innganga til mannheima að hvers manns hurðarbaki. Rólyndismanneskja mikil, nema ógnað sé.
Fræðasvið:
Dauðraheimar og nýlendur. Varðveisla og uppstoppun.
Æviágrip:
Löngum borin og víða upp alin. Syndum hlaðin og hefur ekkert nema gott um það að segja.