— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Sloppur
Heiðursgestur.
Saga - 2/12/06
Þrautaganga Gæzlunnar!

Eins og fram kom í þarsíðasta Fjélagsriti voru, var Gæzlan á sjúkrahúsi eftir að tímareimin slitnaði.

Góðir hálsar (sem og hnakkar).

Eftir mikla mæðu og enn meiri bið er Gæzlan loksins komin á götuna, tæplega 7 mánuðum eftir innritun á sjúkrahús!

Í hálft ár barðist jég við fyrri eiganda um þátttöku hans í lækniskostnaði, en án árangurs. Á endanum gafst jég upp og ákvað að borga allan sjúkrahúskostnað sjálfur, en reikningurinn hljóðaði upp á rjétt tæpann 300.000 kall.

Svo fyrir rúmri viku, þegar jég mætti til að semja um greiðslur fyrir viðgerðinni, var mjér tjáð að hún væri útlimalaus. Kom jég af fjöllum og spurði hvort búið væri að tilkynna dekkjastuldinn, fjékk jég það svar að svo væri. Ákvað jég að líta á djásnið og sjé þá að einnig hefir verið brotist inn í bílinn og hreinsa þaðan það sem hægt var, svo sem; græjurnar, talstöðina og GPS tækið (jég tek það þó alfarið á mig að hafa ekki passað það betur og að hafa ekki tekið þetta burt strax, en það gleymdist).
Hringdi jég strax í yfirvaldið og tilkynnti um innbrotið og sagðist ætla að bæta því á skýrslu sjúkrahússins um dekkjastuldinn. Kom þá í ljós að aldrei hafði verið tilkynnt um þann stuld, þannig að jég varð að búa til nýja skýrslu, þar sem allt kom fram!

S.l. mánudag, fór jég svo til míns Tryggingafjélags, til að vita hve mikið af þessu þau bættu. Var mjér þar tjáð að þau bættu mjér þetta ekki, þar sem jég var eigi með Gæzluna Kaskótryggða, sem mjér fannst afskaplega furðulegt, þar sem mjér var tjáð þegar jég tryggði helvítið upprunalega að þau Kaskótryggðu ekki svona gamla bíla. Spurði jég þá hvort umrætt sjúkrahús væri ekki bótaskylt fyrir svona, kom í ljós að svo er ekki, ábyrgðin væri öll mín og mjér bæri að fylgjast betur með eigum mínum!

Fórum vjér að því töluðu, beint til lögfræðings vors hjá FÍB og spurðum þar ráða. Fannst þar smuga í lögum um þjónustukaup, en svo lítil að varla yrði þess virði að reyna að smjúga þar í gegn. Létum vjér þó á það reyna og ljétum sjúkrahúsið vita hvernig málin stæðu og urðu þar uppi fótur og fit og starfsmenn, sem og eigendur hata mig í dag, en stóðu þó, statt og stöðugt við það að þeim beri ekki að bæta mjér þann skaða, er jég varð fyrir.
En svo daginn eftir, þ.e. á fimmtudaginn fjékk jég símhringingu frá umræddu sjúkrahúsi, þess efnis að einn eigendanna hefði ákveðið að gefa mjér slitin dekk á felgum í sárabætur (svo jég færi ekki í mál), svo jég gæti nú fjarlægt helvítið burt af þeirra lóð!
Fóru því öll mín laun, bæði þennan mánuðinn, sem og þann síðasta í greiðslu sjúkrahússkostnaðar og leita jég nú að öðrum dekkjum undir bílinn minn!

Munið bara að ef þið þurfið að fara með bíla ykkar á sjúkrahús, passið ykkur á því að hreinsa ALLT úr þeim og helst dekkin líka!

Kveðja - Sloppur ‹á ekki fimmeyring með gati›

   (4 af 20)  
2/12/06 04:02

Salka

Fussum svei.
Það borgar sig greinilega að kaupa rándýra kaskótryggingu á gamla bílinn sinn.

2/12/06 04:02

Herbjörn Hafralóns

Það er ansi hart að geta aldrei skilið nein verðmæti eftir í bílunum yfir nótt, hvort sem það er heima eða annars staðar.
Sjálfur tek ég öll tæki úr mínum fjallajeppa og set þau aðeins í þegar ég fer í ferðir.
Sloppur á samúð mína alla.

2/12/06 04:02

Offari

Þetta er hörmung að heyra frændi, en svona lagað á ekki að líðast það ætti að skylda verkstæði og bílasölur til að vera með tryggingar gagnvart svona tjónum. Vonandi finnurðu dekk á skikkanlegu verði. Ég mæli með að þú fylgist með auglýsingum á f4x4.is

2/12/06 04:02

Lopi

Bílar geta verið martröð. Þetta er mögnuð listgrein að eiga bíl. Má ekki vera of dýr eða of mikið keyrður en ekki of lítill eða óþægilegur í akstri.

2/12/06 04:02

Nermal

Já... vont er fólk í heimi hér.

2/12/06 04:02

Kondensatorinn

Þetta eru ill tíðindi. Ljóti ruslaralýðurinn sem stundar svona glæpaverk.

Megi bílar þeirra bila.

2/12/06 05:02

Nermal

Er ekki hægt að rekja staðsettningu GPS tækisins? Þannig fundust einhverjir imbar sem stálu GPS tækjum einhversstaðar erlendis!

Sloppur:
  • Fæðing hér: 10/10/05 02:09
  • Síðast á ferli: 12/7/16 21:36
  • Innlegg: 2546
Eðli:
Ferðasloppur sem aldrei getur setið lengi kyrr!
Fræðasvið:
Er nokkuð víðlesinn, en þó einna helst á Ísfólkið! Hef lagt stund á klæðafræði og klæðaleysisfræði! Er með Doktors- og Mastersgráðu í klæðum og afklæðum!
Æviágrip:
Fæddist fyrst sem grenitré á Steinöld hinni síðari, sem til að koma í veg fyrir allan misskilning síðar var kölluð Steinsmuga. Var látinn vaxa í 12 ár og var þá höggvinn niður og notaður í klósettpappír.
Önnur tilvistarkreppan var árið 1885 f.Kr og fæddist þá sem gömul, sjúkdómasjúk mjólkurfata. Lést árið 1884 f.Kr. eftir að fjósamaðurinn reyndi að fleka geldneytið. Kramdist undir fjósamanninum.
Hannyrðingurinn Aristóteles kom með snið til föður míns og bað hann að hanna á sig eitthvað annað en þennan bévaða kufl sem faðir minn hannaði svo eftirminnilega árið áður. Hann vildi fá eitthvað sem hægt væri reyra jafnt að sér, sem og að losa um eftir miklar máltíðir.
Afraksturinn varð ég. Ég er allra fyrsti sloppurinn í mannheimum!