— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Sloppur
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/05
Eitt Þúsund!

Mjög svo óreglulegar færslur úr hinni kynngimögnuðu dagbók Sloppsins... "Bandingi á Ferð"

Kæri Bandingi!

Nú er ég að ná áfanga sem fyrir mig er mjög svo merkilegur.
Því samkvæmt mínum bestu útreikningum, er þessi færlsla númer Eitt Þúsund hjá mér.
Hef ég tekið þá ákvörðun að halda upp á áfanga þennan, með því að gera ekkert í kvöld, nema horfa á sjónvarpið og éta niðursoðnar stökkmýs með ostum og vínberjum!

En nú sökum heimsóknar timburmanna og þorsta ætla ég að láta þetta gott heita í bili, þótt stutt hafi verið.

Bið að heilsa!

Sloppur - ‹afslappaður›

   (15 af 20)  
2/12/05 04:01

Bjargmundur frá Keppum

Ég mun einnig ná þessum áfanga eftir sirkabát 32 færslur. Mun það verða tilefni til mikil húllumhæs

2/12/05 04:02

Offari

Til hamingju Svo er bara að stefna ótrauður áfram.

2/12/05 05:01

hlewagastiR

Þú mættir vera sparari á hástafina góði. Ofnotkun þeirra kemur upp um annars vel dulda þroskahömlum þess er skrifar.

2/12/05 05:01

Sloppur

Nú hef ég aldrei farið leynt með mína þroskahömlun!
Mig minnir að það hafi verið sjálfur Doninn sem fyrst þorði að vekja máls á að ég sé örviti.

[Kannski þetta sé efni í nýjan þráð?]

Sloppur:
  • Fæðing hér: 10/10/05 02:09
  • Síðast á ferli: 12/7/16 21:36
  • Innlegg: 2546
Eðli:
Ferðasloppur sem aldrei getur setið lengi kyrr!
Fræðasvið:
Er nokkuð víðlesinn, en þó einna helst á Ísfólkið! Hef lagt stund á klæðafræði og klæðaleysisfræði! Er með Doktors- og Mastersgráðu í klæðum og afklæðum!
Æviágrip:
Fæddist fyrst sem grenitré á Steinöld hinni síðari, sem til að koma í veg fyrir allan misskilning síðar var kölluð Steinsmuga. Var látinn vaxa í 12 ár og var þá höggvinn niður og notaður í klósettpappír.
Önnur tilvistarkreppan var árið 1885 f.Kr og fæddist þá sem gömul, sjúkdómasjúk mjólkurfata. Lést árið 1884 f.Kr. eftir að fjósamaðurinn reyndi að fleka geldneytið. Kramdist undir fjósamanninum.
Hannyrðingurinn Aristóteles kom með snið til föður míns og bað hann að hanna á sig eitthvað annað en þennan bévaða kufl sem faðir minn hannaði svo eftirminnilega árið áður. Hann vildi fá eitthvað sem hægt væri reyra jafnt að sér, sem og að losa um eftir miklar máltíðir.
Afraksturinn varð ég. Ég er allra fyrsti sloppurinn í mannheimum!