— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Sloppur
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/05
Hernám!

Mjög svo óreglulegar færslur úr hinni kynngimögnuðu dagbók Sloppsins... "Bandingi á Ferð"

Jæja minn kæri bandingi, nú er ég loksins kominn aftur úr hinum mikla njósnaleiðangri til Svíþjóðar!

Eitt það fyrsta sem ég komst að þarna úti, var að einhverra hluta vegna, höfðu Svíar fengið fregnir af yfirvofandi hernámi Baggalúts, en gátu einfaldlega ekki gert upp við sig hvort heyja skyldi baráttu mikla, eða hreinlega flýja land.
Notaði ég því tækifærið og gerði landið Baggalútískt áður en Svíar næðu að ákveða sig.
Reisti ég síðan múr mikinn um Álandseyjar, en það skal verða Öryggisfangelsi fyrir andspyrnuhópa!

Þegar Norðmenn komust að þessu öllu saman, gátu þeir ekki verið minni menn og buðust til að berjast fyrir "Baggalútíska Alheimsveldið" eins og þeir kölluðu það, með þeim skilyrðum að þeir fengju að halda einum Norskum fánadegi að mínu vali. Samþykkti ég það og ákvað dagsetningu, sem er 23. apríl, en það er fæðingardagur Margit Sandemo, höfundar Sögunnar um Ísfólkið!
Urðu Norðmenn svo hrifnir af þeirri ákvörðun að sem göf afhentu þeir Jan Mayen sem sumarbústað Baggalúts!

Frekari urðu landvinningarnir ekki í það skiptið. Afhendi ég hér með skýrslu þessa yfirvöldum "Baggalútíska Alheimsveldinu" og bíð eftir frekari fyrirmælum!
Er meðfylgjandi mynd tekin við stjórnarskiptin í Svíþjóð!

Sloppur - ‹á kafi›

   (16 af 20)  
2/12/05 02:01

Offari

Eru Finnarnir komnir í sjónmál?

2/12/05 02:01

U K Kekkonen

Ég tel innrás í Álandseyjar, innrás í Finnland þar sem að eyjarnar tilheyra Finnladi en ekki Svíþjóð!

2/12/05 02:01

Don De Vito

'Too many trees!' Offari, 'too many trees'...

[Beinir sér að Sloppi] Vel gert! Þessi ferð hefur greinilega hlotið fullkominn árangur! ... En er þá ekki um að gera að hefna okkur aðeins á Norðmönnum?! [Núir saman höndum]

2/12/05 02:01

Don De Vito

Það er rétt Kekkonen, þá er bara um að gera að halda áfram sókn!

2/12/05 02:01

Sloppur

Kekkonen: Engu máli skiptir hverjum Álanseyjar tilheyra, því þetta mun hvort eð er allt til heyra okkur fljótlega!

2/12/05 03:01

fagri

Verð að segja að sem sumarbústaður sýgur Jan Mayen feitann gölt.. ja og líka sem vetrarbústaður.

Sloppur:
  • Fæðing hér: 10/10/05 02:09
  • Síðast á ferli: 12/7/16 21:36
  • Innlegg: 2546
Eðli:
Ferðasloppur sem aldrei getur setið lengi kyrr!
Fræðasvið:
Er nokkuð víðlesinn, en þó einna helst á Ísfólkið! Hef lagt stund á klæðafræði og klæðaleysisfræði! Er með Doktors- og Mastersgráðu í klæðum og afklæðum!
Æviágrip:
Fæddist fyrst sem grenitré á Steinöld hinni síðari, sem til að koma í veg fyrir allan misskilning síðar var kölluð Steinsmuga. Var látinn vaxa í 12 ár og var þá höggvinn niður og notaður í klósettpappír.
Önnur tilvistarkreppan var árið 1885 f.Kr og fæddist þá sem gömul, sjúkdómasjúk mjólkurfata. Lést árið 1884 f.Kr. eftir að fjósamaðurinn reyndi að fleka geldneytið. Kramdist undir fjósamanninum.
Hannyrðingurinn Aristóteles kom með snið til föður míns og bað hann að hanna á sig eitthvað annað en þennan bévaða kufl sem faðir minn hannaði svo eftirminnilega árið áður. Hann vildi fá eitthvað sem hægt væri reyra jafnt að sér, sem og að losa um eftir miklar máltíðir.
Afraksturinn varð ég. Ég er allra fyrsti sloppurinn í mannheimum!