— GESTAPÓ —
Offari
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 7/12/11
Garboseturshátíðin.

Þess ber að geta að talvan mín var með feisbokina opna í hjólhýsinu alla helgina en sem betur fer vissi engin af því.

Um helgina fór ég norður í Garbosetrið til að heimsækja Uppa frænda. Farið var á litla rauð enda bara einn á ferð og hafði ég frétt af því að byrjað væri að krauma í kjetsúpupottinum. Það var kannski stigið fullfast á pinnan því er ég mætti á Garbosetrið var engin kjetsúpa mætt. Uppi hafði lofað mér að ver búinn að setja hjólhýsið mitt í besta stæðið og fylla ísskápinn af flotbrauði. En þegar ég kom var hjólhýsið oní skurð og eitthvað hefur hann ruglast á uppskrift því ísskáurinn var fullur af lortbrauði.

Þurfti ég því að hefjast handa við að koma hjólhýsinu uppúr skurðinum og henda út öllu lortbrauðinu. Fékk mér svo rúgbrauð og rúllupylsu, hjá þeim Upprifinn og Garbo. Svo var farið að slá garðinn svo hægt væri að tjalda. Uppi byrjaði að tjalda en þá hafð frést að kjetsúpan væri alveg að koma. Madaman kom með kjetsúpu og einn Jóakim sem var grænn í framan. (mér skilst að aksturslag madömunar sé skýring á þessum græna lit) Madaman sveyflaði svo höndum og á augabragði var komið upp tjald. (þess ber að geta að Uppi var þá ennþá að reyna á átti sig á því hvað væri himin og hvað væri haf á sínu tjaldi) Tjald madömunar var hinsvega pínulítið að utan en heil höll að innan.

Forsetinn lét svo sjá sig á einkabíl. Teningakóngurinn kom á sínum fjallabíl, Dula og Villimey mættu seint. Drottningin kom þegar allir voru að svolgra í sig kjetsúpuna sem var bara allt í lagi og vel hægt fyrir svangt fólk að innbyrða, einhver hrísla hafði villt uppi í mývatnssveit en hægt vara að snúa henni við. Uppa tókst fyrir rest að tjalda enda ættu menna að vita að öldrykkja og tjaldreysingar fara aldrei vel saman. Enginn bauðst til að hjálpa drotninguni að tjalda en við Jókim tókum hinsvegar út verkið. Setið var á sumbli um kvöldið farið missnemma í háttinn.

Á öðrum degi Garboseturshátíðarinar vaknaði ég árla enda búið að plana sundferð og skoðunarferð. En þar sem enginn var vaknaður klukkan sjö sá ég mér leik á borði og stakk af til Akureyris. Fór þar að skoða bíla og bílalyftu. Hátíðargestir vöknuðu seint og fóru að skoða Jökulsá á fjöllum og horfðu á alla þessa ónýttu orku renna óbeyslaða til sjávar. Ég dreif mig stundvíslega til baka klukkan sjö til að mæta í kvöldmat á réttum tíma. En hátíðargestir komu hinsvegar ekki fyrr en tíu um kvöldið en þá var ég búinn að leggja mig fimm sinnum og búinn að setja í mig eyrnatappa til heyra ekki garnagaulið í mér.

Kveikt var upp í grillunum (tvo grill) Uppi dansaði kring um grillin og grillaði heilan hest meðan við biðum í biðröð eftir að okkar tími kæmi. Mjási laumaði þó nokkrum pulsum á grillið meðanUppi grillaði og þæru runnu út eins og heitar pylsur og slöktu á garnagauli. Dömurnar sáu um meðlætið og bernessósuna. Þessu var svo öllu svolgrað í sig um miðnættið. Ég held að flestir (nema Jókaim) hafi farið pakksaddir frá borðum.

Eftir matin var síðan rætt um eldun á kjeti og hvor hv og k stuðlaði saman. Spilað Bridge og drukknar nokkrar Bermudaskálar. Um klukkan sjö að morgni fóru svo allir að sofa nema öndin sem fór að spjallavið hænurnar. Þakka frábæra skemmtun og vona að Uppstaðahátín verð að árlegum sið því ég nenni sjaldan að þvælast að vetri til.

   (16 af 52)  
7/12/11 17:02

Upprifinn

Skál.

7/12/11 17:02

Regína

Þetta er skemmtilegt. Semsagt, með síðasta félagsriti áttirðu við að þú værir kominn til að fara á sumarhátíð!

7/12/11 17:02

Offari

Ég var nú eiginlega að segja í síðast félagsriti að ég væri hættur að nenna að vera hér. en svona sumarhátíð fær mann til að nenna. Og Skál frændi.

7/12/11 18:01

Dula

Takk fyrir okkur .

7/12/11 19:00

Garbo

Nokkuð gott. Takk fyrir komuna.

7/12/11 22:00

Heimskautafroskur

Mikið grefils ári hefði ég verið til í að taka þátt í þessum ólifnaði.

7/12/11 22:02

Grágrímur

Mikið grefils er ég sammála frosknum...

8/12/11 01:02

Madam Escoffier

<Lyftir höndum hátt yfir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta ákaflega fyndið.>
Hins vegar hefur Madömunni ekki enn tekist að pakka blessuðu tjaldinu saman.

8/12/11 04:01

Upprifinn

Þannig MAdammm að þegar upp er staðið er mitt tjald fljótlegra?

8/12/11 04:01

Offari

Uppi ertu búinn að pakka þínu tjaldi saman?

8/12/11 05:02

Upprifinn

Fyrir löngu síðan.

8/12/11 06:00

Grýta

Mikið svakalega hefur verið gaman! <öfundast>

8/12/11 02:01

hlewagastiR

Hv og k stuðla saman. Að minnsta kosti þarna fyrir norðan.

8/12/11 02:02

Offari

Kæri kóngur en drottningin er því ekki sammála og þú átt að vita að það að það á alltaf að samþykkja allt sem betri helmingurinn segir, tja í það minsta þegar hún heyrir til.

8/12/11 03:01

hlewagastiR

Hún heyrir ekki til. Ef hún hefði heyrn myndi hún ekki stuðla hv við h.

8/12/11 03:01

Regína

Ég hef nú einmitt verið að hlusta eftir hv framburði í kringum mig og heyri hann oft. Ungur maður á þrítugsaldri sem ég þekki vel hefur einkar fagran hv framburð, en það er kannski ekki að marka, hann er svo vel upp alinn.

8/12/11 03:01

hlewagastiR

Ég þekki einkar vandaðan mann sem er smámæltur.

8/12/11 03:01

hlewagastiR

Nei, djók, hann er ekkert vandaður.

8/12/11 03:02

Upprifinn

Ég vissi um einn einkar vandaðan sem var smámæltur en svo lærði ég að tala.

Offari:
  • Fæðing hér: 9/10/05 11:53
  • Síðast á ferli: 23/5/23 07:34
  • Innlegg: 25412