— GESTAPÓ —
Offari
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 3/12/08
Hrunið er Davíð Oddsyni að kenna.

Ég var nú einn af þeim sem trúðu á Davíð á sínum tíma og þegar hrunið kom fannst mér ómaklega vegið að þessum gamla foringja sem reyndi að afmá þá pólitíski spillingu sem hér réði. Hann seldi jú bankana á sínum tíma en ég stórefst um að hann hefði gert það ef hann hefði vitað hvernig farið yrði með þá.

Ég var sammála honum að vilja ekki borga icesave skuldirnar og því ósáttur þegar Bretar settust niður við kastljósin eingöngu í þeim tilgangi að finna ástæðu til að setja hryðjuverkalögin á okkur. En fljótlega fór ég að átta mig á því að umbætur myndu ekki hefjast fyrr en Davíð stæði upp úr seðlabankastólnum.

Ég var því fylgjandi að Davíð færi frá til að ná sátt hjá þjóðini. Það þurfti bara potta og pönnur til að reka aðgerðarlausu stjórnina frá og koma að stjórn sem setti það sem forgangsmál að reka Davíð. Eitthvað gengur nýju ríkisstjórnini illa að reka karlinn enda einhver framsóknarpungur að þvælast fyrir þeim.

Ég missti af kastljósþættinum í gær og ætlaði því að horfa á hann í tölvu minni. En í miðjum þætti slökknaði á tölvuni og hún vildi ekki endurræsa sig. Talvan þoldi greinilega ekki að hafa Davíð svona lengi á skjánum. Talvan er nú hrunin og hrunið er Davíð Oddssyni að kenna.

   (29 af 52)  
3/12/08 01:02

tveir vinir

vonandi fer davíð bara í framboð aftur og þá verður gaman

3/12/08 01:02

krossgata

Greinilegt að hrynjandi fylgir Davíð.
[Glottir eins og fífl]

3/12/08 01:02

Grágrímur

Ég hef fyrir satt að það mun halastjarna lenda á jörðinni innan viku og jú það er Davíða að kenna... nafnið hans kemur einnig oft upp þegar maður skoðar leyniskjölin um morðið á JFK.

3/12/08 01:02

Bleiki ostaskerinn

Það hrundu grýlukerti af þakinu á blokkinni minni þegar ég var á leið út um dyrnar og mér krossbrá. Dabbi sá fyrir þessu ég er alveg viss um það.

3/12/08 01:02

The Shrike

Þér er nær að vera hangandi í raunheimum.

3/12/08 01:02

Offari

Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá.

3/12/08 02:00

Skabbi skrumari

Ég var einmitt í Melabúðinni í dag, þar var Davíð að teygja sig í snakk á sama tíma og ég var að skoða grænmetið... það hrundi, eins og allt sem hann kemur nálægt...

3/12/08 02:00

Var það sem sagt Davíð að kenna þegar ég féll í stærðfræðiprófi í Menntaskólanum? Bölvaður ...

3/12/08 02:00

Bleiki ostaskerinn

Alveg pottþétt.

3/12/08 02:01

Tigra

HAHA! Skabbi að skoða grænmeti? Þetta er klárlega lygasaga.

3/12/08 02:01

Skabbi skrumari

Ég var aðeins að ýkja... þetta var í Bónus, það var Geir sem var að teygja sig í klósettpappírinn og ég var að skoða kæsta hákarlinn... annars er sagan sönn...

3/12/08 02:01

Golíat

En hrun síldarstofnsins á sjöunda áratugnum, var Davíð þar að verki?

3/12/08 02:01

Offari

Ertu viss um að það hafi ekki verið Davíð sem var í Bónus og Geir í Melabúðini?

3/12/08 02:01

Grágrímur

Það hrundi dolla af jógúrt niður í mjólkurkælinum í vinnunni hjá mér í dag, veit einhver hvort Davíð er staddur í Danmörku?

3/12/08 02:01

Villimey Kalebsdóttir

Ég féll í eðlisfræði. Það er hér með Davíð að kenna en ekki mér. Mér líður betur. [ljómar]

3/12/08 02:01

Hugfreður

Davíð sendi út viðvörun fyrir mörgum mánuðum síðan að tölvan þín ætti lítið diskpláss eftir og stefndi í óefni ef þú hreinsaðir ekki eitthvað út af henni.

3/12/08 02:01

Garbo

Hver er þessi Davíð sem allir eru að tala um?

3/12/08 02:01

Grágrímur

Hann gengur einnig undir nafninu Dabbi ljóti. þú þekkir hann kannski undir því nafni.

3/12/08 02:02

Wayne Gretzky

Skák og mát.

3/12/08 02:02

Kiddi Finni

Hvernig var aftur þessi söngur: "Þegar Davið var litill drengur, á Drottins vegi hann gekk?"

3/12/08 02:02

Villimey Kalebsdóttir

Davíð felldi Golíat.

Var það ekki þannig ?

3/12/08 02:02

Garbo

Ég þekki bara fallegt fólk. [Ljómar upp]

3/12/08 02:02

Offari

Enda þekkir þú mig.[Leitar að broskallaskjóðuni]

3/12/08 02:02

Garbo

[Blikkar Offara]

3/12/08 02:02

Bleiki ostaskerinn

[Gerist blikksmiður]

3/12/08 03:00

Rattati

Ég missti einusinni af flugvél! Helvítis kallinn.....

3/12/08 03:00

Klerkur

Trúariðkun hefur aukist talsvert en Davíð sést ekki í Kirkju. Þarna er klárlega samhengi!

3/12/08 03:00

Jarmi

Er það þá Davíð að þakka að allar píurnar falla fyrir mér?

3/12/08 03:01

Offari

Mér finnst það nú full langt gengið að kenna Davíð um hvað píurnar nú til dags hafi lélegan smekk.

3/12/08 03:02

Grágrímur

Haldiði að Davíð haldi til á Bakbrotsfelli

[hlær full mikið af sínum eiginn vonda djóki]

3/12/08 03:02

Vladimir Fuckov

Er grjóthrun í Óshlíð líka Davíð að kenna ?

3/12/08 04:00

Einstein

Talvan?!

3/12/08 06:01

Huxi

Var Davíð að gramsa í skjalasafninu í Köln? Það er altént hrunið...

1/11/09 02:02

Sannleikurinn

Aðgerðalausa stjórnin fór ekkert frá. Hún einfaldlega kom þessari í staðinn og mjer finnst það tómt tal að menn tali um að aðgerðarlausa stjórnin sje farin frá.
Fyrstu breytingarnar sem fylgja munu komu aðgerðarstjórnar munu fela í sjer að aldraðir og öryrkjar fá hækkun bóta sinna áður en þessi stjórn tekur við völdum.
En jeg spái því að stuttu áður þá hafi margir þeirra sem beri ábyrgð á hruninu verið einfaldlega teknir af lífi.
Nostradamus talaði um í íslensku bókinni Nostradamus og Spádómarnir um Ísland að ´plágan sem fellur á höfuðborgina mun ekki sjatna fyrr en hefnt hefur verið fyrir blóð hinna réttlátu´.
Stuttu eftir að IceSave hneykslið varð alumtalað þá var það kallað IceSave plágan. Ef ferskeytlan reynist rétt túlkuð miða ég tilkomu fyrstu skipulögðu ríkisstjórnarinnar frá stofnun Viðeyjarstjórnarinnar í kjölfar almannaaftöku á einhverjum þeirra sem báru mesta ábyrgð á hruninu.

1/11/09 02:02

Sannleikurinn

Nostradamus og Spádómarnir um Ísland var gefin út fyrir rúmum 20 árum síðan.
Þá mátti ekki tala opinskátt um sviksamlega bankastarfsemi og þeir sem gerðu það voru kallaðir samsærissinnar og heimskingjar.
Jafnvel eftir árið 2001 hélt sá söngur áfram þar til að ljóst var að það hefðu reynst mjög alvarleg mistök að rannsaka ekki skipulagðar svikamyllur sem kynnu að hafa starfað leynt og ljóst innan ekki bara íslenska hagkerfisins heldur flestra annara hagkerfa í heiminum. Talið er að meira en tugur einstaklinga hafi framið sjálfsmorð í kjölfar IceSave hneykslisins , en að flestir þeirra hafi verið almennir skuldarar.
Sumir þeirra sem höfðu framið sjálfsmorð að sögn höfðu ábyggilega kosið einhvern þeirra stjórnmálaflokka sem voru með lykilmenn í ábyrgðarhlutverki hvað varðaði IceSave.
Allir sem urðu fyrir ógæfunni sem tengdist hruninu höfðu að einhverju leyti tengst byggingu Kárahnjúkavirkjunar og öðrum virkjunarframkvæmdum.

Offari:
  • Fæðing hér: 9/10/05 11:53
  • Síðast á ferli: 23/5/23 07:34
  • Innlegg: 25412