— GESTAPÓ —
Offari
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 31/10/07
Enter blessi land vort.

Á neyðartímum verðum við að læra að treysta og trúa. Við verðum að læra að trúa þeim bankastjórum sem segja að sinn banki standi vel 6 tímum áður en þeir fara á hausinn. Þeir vissu ekki betur. Við verðum að trúa þeim ráðherrum sem segja að engum bankastarfsmönnum verði sagt upp deginum áður en 500 bankastarfsmönnum er sagt upp. Þeir vissu ekki betur.

Við verðum að læra að trúa forsetisráðherra sem segir við samstarfsmann sinn að Helgi Seljan sé bæði fífl og dóni. Hann bara veit ekki betur. Við verðum að læra að treysta forsetanum sem klipti á borða hjá útrásarvíkingunum. Þann vissi ekki betur.

Baráttan við kreppuna er skelfileg það sem virðist vera í lagi að degi fellur að kveldi. Þetta eru hlutir sem engin gat vitað, utanaðkomand vantraust er að setja þjóð vora á hausinn. Ef við missum líka traustið endar þetta með skelfingu. Allt illt umtal veldur glundroða og vantrú á að mögulegt sé að leysa vandan.

Því segi ég svei við fjölmiðla sem reyna að slíta þessari stjórn þegar svona er ástatt. Ég segi svei við Steingrím J sem vill skipta um lið þegar svona er ástatt. Ég segi líka svei við bresk stjórnvöld og fjölmiðla þar þegar þeir lísa yfir stríði við Ísland. Muna þeir ekki eftir því að Íslenska þjóðin fæddi þá á í seinni heimstyrjöldinni?

Allt sem ég sveija skapar óróa og pirringi. Hroki forsetisráðherrans stafar ekki af lítilsvirðingu við þjóðina hann er að vinna fyrir þjóðina eftir bestu getu leitar ráða hjá þeim sem hann treystir og getur ekki giskað á óvæntar breytingar á stöðu mála. Að skipta um kaptein í brúnni núna gerir illt verra því það veit akkúrat enginn hvert þjóðarskútan er að sigla.

Því treysti ég ríkisstjórn íslands til að gera sitt besta í því ástandi sem nú blasir við. Ég vona að henni takist að forða þjóð okkar frá þeim hörmungum sem útlit er fyrir. Takist það ekki verður alla vega ekki hægt að segja að þeir hafi ekki reynt að bjarga skútunni frá strandi.

Enter blessi land vort.

   (45 af 52)  
31/10/07 10:00

Mikki mús

Þetta krepputal er það farið að snerta marga aðra en hlutafjáreigendur bankanna?
Trúir á landið sitt en ekki eins vel á þjóðina.

31/10/07 10:00

Hugsanlegur arftaki

Geir nefndi aldrei nafn Helga - enda hafði Helgi greyið ekkert til saka unnið:
GEIR HAARDE VAR AÐ SJÁLFSÖGÐU AÐ VÍSA TIL BRESKA FORSETISRÁÐHERRANS, GORDON BROWN, AÐ HANN VÆRI FÍFL OG DÓNI!
Geir er leiðtogi, maður sjálfstæður, lætur engan skipa sér fyrir. Hraður og snarpur í hugsun, fljótur að taka ákvarðanir og fastur fyrir eins og aumingja Gordon Brown hefur fengið að reyna. Áfram Ísland!

31/10/07 10:00

hvurslags

Já það eiga allir að slíðra sverðin í ástandi eins og þessu. (Síðan má spyrja sig hvar þessi Guð var þegar allt fór í steik - varla er hann að "refsa" okkur?)

31/10/07 10:00

krossgata

Í ástandi sem þessu er að sjálfsögðu best að sparka í og níðast á þeim sem liggur á vellinum í dauðateygjunum. Það gæti verið blóðdropi eftir til að kreista út og það gæti verið ónýtt tækifæri til háðs og spotts. Það er nefnilega ekkert hægt að eiga við þá stærri, svo best er að reyna að kreista út úr litla feita stráknum, úti í horni, fyrir brúsanum. (Ef mikið liggur við geta stóru strákarnir sagt þeir hafi fengið blessun Guðs til þess).

31/10/07 10:00

hlewagastiR

Þar lá að - að blanda þessum lánlausu feðgum, Gussa og Gálgná , í málið. Eins og þeir andans feðgar, Davíð og Jónas séu ekki búinir að skemma nóg.

31/10/07 10:01

Offari

Hugsanlegur arftaki það er rétt hjá þér að Geir nefndi aldrei Helga í þessu máli heldur voru það fjölmiðlar. Þetta var hinsvegar einkasamtal sem óvart náðist á band og okkur kemur ekkert við hvaða álit hann hefur á hinum og þessum enda vöru þessi orð ekki ætluð þjóðinni. Fjölmiðlum fanst þetta hinsvegar allveg sjálfsagt að birta þetta til þess að eitra ástandið enn meir.

31/10/07 10:01

Garbo

Hvað halda menn að guð geti gert fyrir okkur?! Við þurfum að sýna að okkur sé alvara með að breyta ástandinu. Það verður að efna til kosninga eins fljótt og auðið er og ef þjóðin kýs enn og aftur Sjálfstæðisflokkinn yfir sig þá á hún líklega ekkert betra skilið.

31/10/07 10:01

Billi bilaði

<Guðar á gluggann>

31/10/07 10:02

Pjásugott

gvuð er ekki til.
Gunnar Í krossinum er hommi.

31/10/07 11:00

Jóakim Aðalönd

Svo ég vitni í eina Guðinn sem ég trúi á (Enter): ,,Þið getið troðið þessum guðum upp í franska hornið á ykkur."

31/10/07 11:02

Offari

Ég hef leiðrétt þessa innsláttarvillu.

31/10/07 11:02

hlewagastiR

Það var til stórbóta. Betur líst mér á Vendihnapp en Krosslaf og kó.

31/10/07 12:00

Jóakim Aðalönd

Jamm, hlebbi orðaði þetta snilldarvel og engu við það að bæta.

31/10/07 12:01

Lokka Lokbrá

Þú ert skemmtilega háðskur Offari með graf alverlegum undirtón.
Þetta rit finnst mér gott.

31/10/07 12:01

Huxi

Það er aldrei sniðugt að breyta félaxritum eftirá. En í þessu tilfellli var það algjör nauðsyn.

Offari:
  • Fæðing hér: 9/10/05 11:53
  • Síðast á ferli: 23/5/23 07:34
  • Innlegg: 25412