— GESTAPÓ —
Offari
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 31/10/07
Stórasta land í heimi.

Jæja svo fór sem fór nú geta ofurlaunabullararnir ekki lengur framleitt aura úr peningum sem aldrei voru til. Ég vill benda á pistil Þarfagreinis „Verðmæti“ þar bendir hann á hvað sú auðlind væri miklu gjöfulli en áliðnaðurinn en ég held að nú sé það áliðnaðurinn sem sé eini möguleiki okkar til að bjarga þjóð vorri frá þeim hörmungum sem nú eru yfirvofandi.

Enkavæðing bankana leit gífurlega vel út. Rótgrónir bankar fóru að sýna hagnaðartölur sem engan óraði fyrir. Ríkissjóður hafði meiri arð af skatttekjum bankana en ríkisbankarnir gáfu í tekjur. Því var hugmyndin ekki vitlaus þrátt fyrir að ævintýrið hafi endað illa. Útrás bankana var of hröð en þarna voru þeir að nýta tækifæri sem þeim bauðst á silfurfati.

Ég er sjálfu tækifærissinni og hefði eflaust fallið í sömu gildru ef ég hefði átt banka á þessum tíma svo ég á erfitt með að dæma þess kauða. Þó hef ég vitað það alla tíð að fjárfestingar fyrir fé sem ekki er til geta aldrei verið arðbærar. Maður einfaldlega getur ekkert gert úr engu því það vita allir sem kunna margföldunnartöfluna að það er sama hvaða tölu menn margfalda með núlli útkoman verður alltaf núll.

Nú er komið að skuldadögum og það eina sem framleiðir peninga í dag er eitthvað áþreifanlegt. Landbúnaðurinn sem hefu staðið illa segist geta fætt þessa þjóð svo þar eru sóknarfæri sem reyndar gera engva ríka en gera sjálfum sér nægja. Bílafloti Íslendinga ætti að duga næstu þrjátíu ár ef menn hætta að pressa nothæfa bíla, svo sjálfstæði landsins er í engri hættu.

Vatnajökull á fjölmörg ár eftir og því um að gera að virkja hann að fullu áður en hann rennur allur til sjávar. Þetta kallar að vís á öfluga stóryðjustefnu þar sem engum tækifærum má hafna. Áliðnaðurinn er tækifæri nútímans sem við verðum að nýta. Ljóst er að sá markaður mettast einhvertíman og eftir það verður ekki hægt að treysta endalaust á þann iðnað.

Ný tækifæri munu koma framtíðin er óráðin en við eigum að nýta þau tækifæri sem í boði eru en ekki að bíða eftir að eitthvað annað komi í staðinn. Krónan okkar er lasin núna sem gerir útflutningsgreinum okkar róðurinn léttari. Á sínum tíma var sjávarútvegurinn nánast okkar eini útflutningur en nú er álið að verða stór hluti líka.

Við vitum vel að hvort tveggja getur fallið og önnur kreppa skollið á því er betra að báðar okkar stærtst útflutnigsgreinar séu svo sterkar að ef önnur fellur geti hin fleytt okkur yfir erfiðustu tímana meðan leitað er að öðrum tækifærum. Olíuhreinsistöð á vestfjörðum er líka tækifæri sem vert er að skoða.

Stóriðjustefnan felur líka í sér fórnir, Fórna þarf dýrmætum landsvæðum undir virkjannir raflínur og stóriðju. En þess ber þó að geta að við höfum ekkert með þau landsvæði að gera þegar enginn hefur efni á að njóta þeirra. Því verðum við að leggja niður allt sem heitir umhverfismat og svoleiðis munað. Það er allt í lagi að vera með einhverja umhverfisstefnu sem passar upp á að við eyðileggjum ekki gjöfular náttúruauðlindir en við höfum ekkert efni á því að spá í sjónmengun á einhverjum stöðum sem enginn hefur efni á að sjá.

Komandi kynslóðir verða ekki til ef þessi kynslóð lifir ekki af. Styrkur Íslands felst í Orku og fiski þetta eru ekki ótakmarkaðar auðlindir því ber að passa upp á að ofveiða ekki fiskistofna sem eru breytilegir frá ári til árs. En það vatn sem rennu óvirkjað til sjávar er glötuð auðlind og ég mæli því með því að allar sprænur landsins verði virkjaðar og reist verð stóriðja við hvern fjörð sem byggilegur er.

Upp með stóriðjustefnuna og niður með umhvefiskjaftæðið. Hver veit nema að stórasta landi í heim verði nægjanlega stórt að pláss verði aftur fyrir ofurlaunabullara án þess að þeir þurfi á útrás að halda. Áfram Ísland.

   (46 af 52)  
31/10/07 08:01

Skabbi skrumari

Jamm... og allt er þetta framsóknarflokkinum að kenna... Skál

31/10/07 08:01

Offari

Heyrðu góðu þú veist vel að hér lék allt íl lyndi meðan Framsókn var í stjórn. Bankar stórgræddu og allir gátu keypt sér nýja bíla og hús...

31/10/07 08:01

Don De Vito

Með pening sem var ekki til...

31/10/07 08:01

Offari

Jæja ætlið þið svo næst að hald því fram að Framsóknarflokkurinn sé heldur ekki til? ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

31/10/07 08:01

krossgata

Sýndarflokkur = sýndarpeningar?

31/10/07 08:01

Offari

‹Strunsar aftur út af sviðinu og skellir á eftir sér›

31/10/07 08:01

Garbo

Offari minn, mér þykir leitt að þurfa að færa þér þessar fréttir en Framsóknarflokkurinn dó þegar Steingrímur Hermannsson hætti.
Því miður verð ég að segja.

31/10/07 08:01

Offari

‹Strunsar enn og aftur út af sviðinu og skellir fast á eftir sér›
Ég hlusta ekki á svona kjaftæði. Framsókn á eftir að koma sterk inn aftur. ‹Kaupir sér hlutabréf í Framsóknarflokknum›

31/10/07 08:01

Huxi

Þú ert að versla með sýndarpeningum, sýndarbréf í sýndarflokki sem hefur lifað á sýndarmennsku.
Framboðsflokkurinn er eini valkosturinn í stöðunni...

31/10/07 08:01

Nermal

Það er ekki allt unnið með að reysa grilljón álver. Ég held að ferðaiðnaðurinn eigi eftir að hjálpa okkur mikið. Svo er Frammsóknarflokkurinn dauður með sýndarfylgi.

31/10/07 08:02

Altmuligmanden

Viðurkennum að sjálfstæðisbaráttan og sjálfstæðistíminn var rugl. Bökkum aftur um 150 ár ca. Tengjum okkur við Dani eða Norðmenn. Sjálfsþurftabúskapur er málið. Dreifum þjóðinni um landið. Hver fjölskylda fær eina kú, einn hest, 10 hænur og 30 kindur og timbur til þess að refta torf og grjót.

31/10/07 08:02

Villimey Kalebsdóttir

En.. mér líður vel í borg...

31/10/07 08:02

Hugsanlegur arftaki

Þetta er sorglega ómálefnalegt. Horfum björtum augum til framtíðar. Þó að illa ári nú um stundir þá tjáir ei að drjúpa höfði. Drögum lærdóma af fortíðinni og byggjum upp og sækjum fram.

31/10/07 08:02

Wayne Gretzky

Tjah, kreppan mun einhvern tíma enda..En ég er ekki hlynntur því að henda álverum út um allt.

En já bankastjórarnir sem eyddu miklum peningum í tilgangslausa hluti bera mikla ábyrgð á þessu.

31/10/07 08:02

J.Maltus

ÚPS.. Ég hélt að Hr. Debet og Hr. Kredit væru sökudólgarnir, þeir hafi verið í kapphlaupi með band á milli sín. Hefðu báðir átt að vera jafnir, en Hr. Kredit hlaupið of hratt. Eða var það öfugt Hr. Debit hljóp of hægt....................... Skildi það víst aldrei.

31/10/07 08:02

Günther Zimmermann

Það er einmitt svo skynsamlegt að framleiða ál núna þegar ál hríðfellur í verði vegna kreppunnar, og hvar á að fást lán til slíkra framkvæmda?

31/10/07 08:02

hlewagastiR

Ál er dýrara nú en 2005. Það rauk upp í óeðlilegar hæðir eins og Olían. Hún kostar nú fjórðungi minna en í sumar. Þó borgar sig enn að framleiða olíu. Og ál. Þeir sem forsóma slík verðmæta hljóta að gera sér að góðu að eta handritin. Þau eru enn til.

31/10/07 08:02

Offari

Áliðnaðurinn er ekki byggður á lánsfé. Hann er byggður á eignum hluthafa og þrátt fyrir lækkun á markaðsverði er ennþá arðbært að framleiða ál og eftirspurnin meiri en framleiðslan. Það verður of seint að reisa álver þegar framleiðslan er komin fram úr eftirspurninni.

31/10/07 09:00

Lopi

Framsóknarflokkinn aftur í ríkisstjórn og allt mun lagast!

31/10/07 09:00

Günther Zimmermann

Var það sumsé ekki framsóknarflokkurinn sem var með íhaldinu í ríkisstjórninni sem bjó einkavæddu bönkunum þann „lagaramma“ sem þeir hafa starfað eftir undanfarin ár – og er rót þess ástands sem nú varir? Auk þess að hafa opnað fyrir 90% húsnæðislán íbúðalánasjóðs og 100% lán bankanna sem vaxa núna fólki yfir höfuð sem aldrei fyrr?
[Starir þegjandi út í loptið]

31/10/07 09:00

Offari

Heimskreppan er ekki Framsókn að kenna. Heimskreppan stafa af hræðslu sem fjölmiðlar heimsins hafa framleitt. Ofþenslan á hlutabréfamarkaðnum hlaut að eiga sín takmörk en þessu átti engin von á.

31/10/07 09:00

Jóakim Aðalönd

Alveg er ég sammála því að nú eigi ríkið að starta stórframkvæmdum til að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Orkuveitan er búin að semja við Jarðboranir um (og reyndar fjármagna líka) að bora 50 borholur á Hellisheiði og auðvitað á að nota þá orku í eitthvað sem gefur auð. Hvernig væri að reisa verksmiðju sem fullvinnur álið hér á landi? Hvað með netþjónabúin og koltrefjaverksmiðju? Allt útheimtir þetta orku og hún verður til!

Svo koma auðvitað virkjanirnar í neðri-Þjórsá sér vel í þessi verkefni, auk gufuaflsvirkjana á Þeistareykjum, Bjarnarflagi, Gjástykki og víðar á NA-landi.

31/10/07 13:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Reyndar á ég bágt með að vera 100% sammála öllu sem höfundur setur fram, en tek þó tvímælalaus ofan fyrir þessu riti.
Hér er á ferð vandaður & beinskeyttur pistill, einn af þeim betri sem hér hafa birzt.

31/10/09 02:02

Sannleikurinn

niður með gelta og úrelta og andlausa hugmyndafræði hinnar gömlu , gömlu stóriðju.

31/10/09 02:02

Sannleikurinn

stórframkvæmdir eru ekkert annað en að skemma og eyðileggja fyrir öðrum.
Hér á landi er full þörf á áframhaldandi vitundarvakningu um skynsamlega nýtingu orku í stað þess að orku sé sóað og enginn græði ekki neitt - ekki einu sinni einn eyri. Hversu mörg ykkar hafa fengið greiddan pening úr vasa Orkustofnunar eða Orkuveitu Reykjavíkur upp á síðkastið?
Það er nefnilega málið.

31/10/09 02:02

Sannleikurinn

Og að enginn græði ekki neitt er prentvilla - átti að standa ´og að enginn græði neitt´- fyrigefið prentvilluna

Offari:
  • Fæðing hér: 9/10/05 11:53
  • Síðast á ferli: 23/5/23 07:34
  • Innlegg: 25412