— GESTAPÓ —
Offari
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 4/12/07
Uppreisn!

Jæja nú skulum við fara í smá mafíósaleik. Það eru þrír aðilar í þessum leik Atvinnulífið, Launþegar, og Ríkissjóður. Nú bið ég ykkur um að kjósa þann sem ykkur grunar mest.

Mikið hefur borið á mótmælum gegn háu eldsneytisverði undanfarna daga. Þessi mótmæli hafa varla áhrif á heimsmarkaðsverðið en mögulegt er að ríkisvaldið muni lækka bensín og olíugjaldið um nokkra aura til þess að lægja öldurnar. Bensín og olíugjaldið var sett á til að geta fjármagnað vegagerð og viðhald á vegum.

Þetta gjald er því ekkert ósangjarnt ég hef ekkert á móti því að taka þátt í því að borga vegina sem ég nota. Vegagerðin fær hinsvegar ekki nema þriðjung þessara tekna(þetta hlutfall eru bara getgátur hjá mér en ekki öruggar heimildir) því ríkissjóður „stelur“ restinni. Ef ríkisstjórnin ákveður að þá mun það eflaust bitna á hlut vegagerðarinnar því ég efast um að ræningjarnir verði sanngjarnir og gefi eftir af sínum hlut.

Ég er ekkert klókur í þessum útreikningum mínum en veit samt að þegar ég skrepp í sjoppuna og kaupi mér „pylsu og kók“ þá veit ég að það þurfa margir að skipta þeim krónum sem ég borga fyrir þessa næringu. Það eru bóndinn kjötvinslan kókfraleiðandinn innflutnings aðilar dreyfingar aðilar og ríkisjóður. Það skemtilegasta við þetta allt saman er að ríkissjóður tekur líka af hagnaði allra annara sem græða á þessari næringu minni.

Ég veit ekki hvernig hægt er að reka ríkissjóð með tapi þegar hann fær tekjur af öllum þeim sem hagnast hér á landi. Ég veit að heilbrigiðskerfið er kostnaðarsamt en er samt hissa á því að ég sjálfur sem hef borgað skattana mína og framlagmitt til vegamála með bensíngjaldinu skuli hafa þurft að bíða í biðröð fyrir utan Oddskarðsgöng þegar ég var á heimleið frá spýtalanum.

Ég hef þurft að borga yfir 50,000 krónur í lækniskostnað á þessu ári þrátt fyrir að hafa greitt mína skatta og skyldur hér mótmælalaust. Þarna finnst mér ég hafa verið svikinn maður greiðir skatta til heilbrigðismálana og Eldsneytisgjöld til vegamálana en samt þarf maður að borga sinn lækniskostnað sjálfur og aka á handónýtum vegum.

Ef umboðsaðili selur okkur gallaða vöru þá ber honum að innkalla hana og endurgreiða vöruna. En afhverju kemst ríkissjóðu upp með það að selja okkur ónýta vegi án þess að endurgreiða okkur þá gölluðu vöru sem hún selur okkur? Er ríkissjóður eitthvað friðhelgari en aðrir hér á landi? Gaman þætti mér að heyra lögfræðilegt álit á því.

Olíugjaldið er reyndar nýlunda hér á landi áður var hér þungaskattur lagður á hvern kílómeter sem maður ók. Þungaskatturinn var svipaður og bensínbíll sem eyddi 10 lítrum á hundraði þannig að dísel fóklsbílar voru ekki vinsælir á þeim tíma. Þó gátu þeir sem óku mikið valið þann kost að borga fast gjald sem gat verið hagkvæmara ef ekið var yfir 30,000 kílómetra á ári.

Það sló mig hinsvegar þegar forsetis ráðherra okkar sagðist vera hissa á því að atvinnubílstjórar kvörtuðu því þeir fengju jú virðisaukan endurgreiddan. Það eru einmitt þeir sem henda mest af peningum til vegamála því finnst mér ekkert óeðlilegt við að þeir séu pirraðastir yfir því að kaupa þessa gölluðu vöru.

Þeir sem standa í eigin atvinnu rekstri vita þó að allur kostnaður reiknast sem tap og því ætti þessi kostanður sem þeir þurfa að leggja fram vegna allra þessara hækkanna að lækka skattana hjá þeim svo þessi hækkun bitnar minst á þeim. Verst bitnar þetta á þeim sem þurfa að sækja vinnu langt að.

Þarna finnst mér að allur sá kostnaður sem fer í að koma sér til og frá vinnu ætti að vera frádráttarbær til skatts. Þetta getur hinsvegar ekki hinn almenni launþegi ekki nýtt sér, en þeir sem hafa tekið þá áhættu að ráða sig sem verktaka hafa geta nýtt sér þennan kost. Það er spurnig hvort hinn allmenni launþegi ætti ekki bara líka að fara gera verktakasaning við sinn vinnuveitanda.

Bíllinn er okkur flestum nauðsynlegur því styð ég bæði Atvinnubílstjóra og meðlimi 4X4 klúbbsins í þessum aðgerðum. En það er spurnig hvort þeir þurfi ekki meiri hjálp við að ná fram sínum kröfum. Þeir möguleikar sem ég sé er annaðhvort alherjarverkfall eða launþegar hópist í það að gera verktakasaning við sinn vinnuveitanda.

Báðir kostirnir geta verið mjög áhrifaríkir en geta líka verið skaðlegir svo menn meiga ekki æða áfram án þess að íhuga þá hættu sem fylgir svona aðgerð. Alsherjarverkfall skaðar atvinnulífið og ekki er það þeim að kenna að ríkisjóður hefur stolið frá okkur. Verktakasamningar eru hinsvegar ekki skaðlegir atvinnulífinu það fer frekar á hinnveginn því þá fá bókhaldarar og skattrannsóknarmenn að gera.

Verktakasamningarnar skaða hinsvegar þá launþega sem ekki veja þann kost og getur líka lamað stéttarfélögin. Erum við algjörlega lömuð? Getum við ekkert gert til að stöðva þennan þjófnað? Þegar ég segi þjófnað þá á ég við að ef allar þær tekjur sem komið hafa af elldsneytisgjaldi og þungaskatti hefðu farið í vegakerfið værum við löngu hætt að þurfa að taka séns á því að aka um lífshættulega vegi.

Ég veit ekki með ykkur en mér er nóg boðið. Ég er tilbúinn til þess að taka þátt í einhverri uppreisn en veit ekki hvernig best er að hafa áhrif. Ég hef allavega sagt mína skoðun og mér finnst tímabært að við gerum eitthvað í málunum.

   (51 af 52)  
4/12/07 02:01

Offari

Ég er ekkert öruggur en mig grunar helst ríkissjóð.
‹Kýs ríkissjóð›

4/12/07 02:01

Bölverkur

Benzín er ódýrt hér miðað við mörg evrópulönd.

4/12/07 02:01

Offari

Það má vel vera enda held ég að ástand vegakerfisins þar sé líka mun betra.

4/12/07 02:01

Jarmi

Það er því miður þannig að það er dýrara að reka land með fámenna þjóð en fjölmenna. Það er líka dýrara að reka land lengst út í ballarhafi heldur en í miðri Evrópu. Svo er vissulega dýrara að reka land með fá egg og þau öll í sömu körfunni (þó svo að fiskurinn skiptir alltaf minna og minna máli (sem betur fer og því miður)).

En áður en fólk gagnrýnir Ísland of mikið ætti það að prufa að búa í öðru landi í allavegana 3 ár til að fá fullan samanburð. Grasið er ekki alltaf svo miklu grænna hinu meginn við Atlantshafið.

4/12/07 02:02

Upprifinn

Það þýðir ekkert að væla í ríkinu um að þeir megi ekki leggja skatta á bensínið. við munum áfram borga skatta hvað sem þeir heita.
hinsvegar eru olíufélögin lesist glæpafélögin alveg örugglega ekki að lækka sína álagningarprósentu og þangað ætti að beina mótmælunum.

4/12/07 03:00

Kondensatorinn

Krónuþrælarnir halda áfram að borga meira og meira fyrir lífsbjörgina.
Skrítið að í landi sem á svo mikla umhverfisvæna orku þurfi að flytja inn allt þetta eldsneyti.

4/12/07 03:00

Offari

Jarm hversvegna er dýrara að reka fámenn lönd en fjölmenn lönd? Svo var ég ekki gagnrýna Ísland heldur þessa sviksemi hjá ríkissjóð. Upprifinn eftir byltinguna þýðir ekkert fyrir ríkið að væla í okkur. Kondensator ef þú getur bent á hagkvæma aðferð til að nýta þessa umhverfisvænu orku sem eldsneyti á farartæki skaltu ekki luma á þeim upplýsingum því heimsbyggðin öll bíður eftir þeirri lausn.

4/12/07 03:01

Jarmi

Það er dýrara vegna þess að þú ert alltaf með vissan fastakostnað við rekstur landa. Fastakostnaðurinn dreifist svo yfir einstaklingana, því færri því meira á hvern. Þettað er bara alveg eins og að vera einn að leigja stóra íbúð og kaupa í matinn fyrir einn. Þeir sem hafa prufað það vita að það er talsvert ódýrara að deila kostnaðinum með því að vera í sambúð. Þannig er þetta líka með lönd. Þegar þú ert með óvenju fáa einstaklinga sem eiga að borga allan fastakostnaðinn þá endar það í hærri kostnaði á hvern.

Og þegar ég nota orðið 'Ísland' þá er ég augljóslega að meina 'kerfið á Íslandi' sem svo kemur niður á einn stað, ríkið. Ég var varla að tala um hreindýrin og Vatnajökul. Það skilja allir með góðum vilja.

4/12/07 03:01

Offari

Heldurðu að það sé mögulegt að fá hreindýrin til þess að taka þátt í byltingunni með okkur? Ég skil reyndar hvað þú ert að fara en það er vel hægt að hagræða. Tildæmis væri hagkvæmara að hafa alla skóla á Egilstöðum og alla heilsugæslu á Hvamstanga. En til þess að hægt sé að gera slíkt þarf að laga samgönguæðarnar.

4/12/07 04:00

Jóakim Aðalönd

Mig grunar launþega...

4/12/07 06:01

Hvæsi

Hví byggjum við ekki vindmyllur ? Hér er nóg af vindi og roki.

4/12/07 07:01

Glundroði

Það er alltaf talað um þennan helvítis ríkissjóð sem óseðjandi skrímsli sem hakkar í sig peninga. En börnin mín góð. Gætið að því að við erum ríkissjóður og ríkissjóður er við! Það er bara ekkert flóknara en það.

4/12/07 07:01

Offari

Eigum við þá ekki rétt á því að vita í hvað okkar sjóður fer?

Offari:
  • Fæðing hér: 9/10/05 11:53
  • Síðast á ferli: 23/5/23 07:34
  • Innlegg: 25412