— GESTAPÓ —
Nördinn
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/05
GSM símar, peningasóun, óþarfi og tímaeyðsla?

GSM símarnir komu fyrst á markað fyrir um það bil tveimur áratugum. Kostuðu þeir þá háar fjárhæðir en voru samt þó mjög ófullkomnir, þungir og fyrirferðamiklir.
Með árunum hafa þeir þó þróast. Hefur tækni þeirra stórbatnað og geta þessir símar nánast allt. Einnig hafa símarnir minnkað til muna og er því ekki næstum eins fyrirferðar miklir og forverar þeirra. Að þessum sökum hafa gemsarnir náð miklum vinsældum síðasta áratuginn.

Flestir eiga nú eitt stykki farsíma og enn aðrir eiga tvo eða fleiri, þ.e. sími til persónulegra afnota og máski vinnusíma. Börn frá fimm ára aldri til jafnvel níræðna gamalmenna eiga nú GSM síma.
En margur hefur velt því fyrir sér hvort þessi þróun sé til góðs. Sumir segja símana óþarfa og tímaeyðslu, öðrum finnst þeir vera einungis peningaeyðsla og til er fólk sem heldur því fram að karlmönnum stafi hætta af því að verða ófrjóir af þeirra völdum. En það er nú alls ekki búið að sanna.

Fyrir mitt leiti þá er koma þessara síma einungis til góðs. Þægilegir eru þeir mjög og einn aðal kosturinn er sá að geta hringt eitthvert án þess að þurfa vera nálægt byggðu bóli, engin vandkvæði eru bundin því nema þá að fjöll eða önnur há náttúrufyrirbæri eða mannvirki standi í vegi fyrir því að GSM síminn þinn nái sambandi við stjórnstöð. Með það að leiðarljósi er því ekki hægt að segja að GSM símarnir séu algjörlega óþarfir.

Eins og ég minntist á hér fyrr þá halda því margir fram að þessir símar séu hin mesta tímaeyðsla. Ekki er ég nú sammála þessu fólki. Auðvitað er til öfgafólk sem eyðir heilu dögunum í það að tala við vini og vandamenn í gegnum GSM síma, en er það gemsunum að kenna? Svarið er nei, ef ekki værir fyrir gemsana þá myndi þetta fólk nota heimilssímana í staðinn.

Það leiðir okkur að fjármununum í þessu máli. Af hverju er eiginlega dýrara að hringja úr gemsa heldur en venjulegum heimasíma. Nú þetta er bara enn eitt dæmið um gróðafíkn símafyrirtækjanna. Það ætti að vera löngu búið að setja lög á þessi gjöld sem símafyrirtækin er búin að vera að rukka okkur í allt of langan tíma. Samkvæmt mínum heimildum þá kostar ekkert meira tæknilega séð að nota símamöstrin sem senda bylgjurnar til GSM símana heldur en að notast við landlínuna. Þannig jú, það er frekar dýrt að hringja úr gemsa en fólk verður einfaldlega að kunna sér hóf.

Nú hef ég fjallað stuttlega um kosti og galla GSM símanna og vona að þú sért nú fróðari um þessi mál. Peningasóun, óþarfi og tímaeyðsla? Nei ég get nú fullyrt að GSM símarnir falli ekki undir neitt af þessu þrennu nema þá kannski með peningana sem ætti að lagast með lagasetningu af einhverju tagi sem leyfir símafyrirtækjunum ekki að okra á svona símagjöldunum. GSM símar eru því fyrir mér bara til góðs, í hófi! Ég vona nú að þú sért á sama máli.

   (1 af 4)  
1/11/05 10:01

Tigra

Ég bara get ekki séð hverjum dettur í hug að þetta sé tímaeyðsla.
Þetta er miklu frekar tímasparnaður, ef maður þarf nauðsynlega að ná í einhvern, þá þarf maður ekki að rjúka heim eða finna símaklefa... auk þess sem maður þarf ekki að bíða eftir því að manneskjan sem maður þarf að ná í sé heima hjá sér eða við einhvern síma sem maður kann númerið á.
Enn fremur þarf maður ekki að vera að læra utanbókar símanúmer eða gramsa í símaskránni í hvert skipti sem hringja á símtal.

Ég tala nú ekki um nauðsyn þess að hafa gsm ef maður lendir í óhappi, slysi eða einhverri hættu einhverstaðar fjarri mannabyggð.

Dýrt?
Þeim er þá andskotans nær að blaðra í símann allan daginn í stað þess að hittast eins og skynsamlegt fólk og tala saman þar.
Þetta bætir líka úr því að fólk sem áður sat heima og blaðraði í símann allan daginn getur allavega farið út og keypt í matinn og gert aðrar nauðsynjar án þess að eiga það á hættu að missa af einhverju spennandi.

Já og svo er það það... ef þú átt von á mikilvægu símtali sem þú mátt alls ekki missa af, þá þarftu ekki að sitja heima og biða eftir því.

1/11/05 10:01

Nermal

GSM er frábær tækni. Ég nota minn mjög lítið að vísu en það er svakalega gott að vita af honum í vasanum. Mikið og gott öryggistæki.

1/11/05 10:01

Nördinn

Til Tigru, jú þetta er ákveðiðn pæling en eins og segi, fullyrðingarnar sem voru í fyrirsögninni, með þessari stuttu umfjöllun vildi ég reyna að afsanna þessar fullyrðingar, þannig að ég hef akkurat ekkert á móti farsímum vor.

1/11/05 10:01

Tina St.Sebastian

"Þá þarf maður ekki að rjúka heim eðafinna símaklefa"

Hvað varð eiginlega um tíkallasímana? Nú er ekki hægt að stökkva inn á Lækjartorg og hringja, ef gemsinn er rafmagnslaus, neeeeiiii, þú þarf a fara á Hlemm!

1/11/05 10:02

Lopi

Farsímar hafa verið mjög til bóta. Mikil þægindi og að maður tali ekki um öryggi.

Sá nýlega myndina Woodstock. Það var ungur maður sem skipulagði hátíðina og ég sá fyrir mér að hann væri alltaf í GSM símanum sínum að redda öllu þegar allt fór í vitleysu með fjölda gesta. En allt í einu PÚFF Það voru ekki til GSM símar á þessum tíma!!!!!

Svona er maður nú fljótur að venjast nýjum tímum og nýjungum og gleyma hvernig þetta var í gamla daga.

1/11/05 11:00

Jóakim Aðalönd

GSM-símar eru verkfæri djöfulsins.

1/11/05 11:00

Lopi

Obb-bobb-bobb. Einu sinni varst þú að skamma mig fyrir að rökstyðja ekki álit mitt á einhverju máli.

1/11/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Já, ég geri það á sama hátt og þú: Ég trúi þessu bara.

[Snýr upp á sig]

1/11/05 11:00

Finngálkn

Ég á Sonyericsson W810i - Ne, ne, ne, ne - NEEE!!!!!! - Helvítis ammlóðar og sveitaómagar með ykkar aumkunarverðu nokið dótasíma!

1/11/05 11:01

Nördinn

Hvað meinaru eiginlega?

1/11/05 11:01

Litli Múi

Ég man nú þann tíma þegar gemsar voru ekki á hverju strái, þá þurfti maður ekkert að ná svona mikið í fólk og vera endalaust kjaftandi í þennan fjárans síma.

1/11/05 11:01

Lopi

Já, síminn er verstur fyrir tlagjarnt fólk. Það getur bara talað við sjálft sig í einrúmi.

1/11/05 13:01

Tanngarður

Bönnum GSM síma og tökum upp gamla góða sveitasímann

Nördinn:
  • Fæðing hér: 6/10/05 20:38
  • Síðast á ferli: 6/10/08 19:09
  • Innlegg: 11
Eðli:
Ég er nördi.
Fræðasvið:
Allt sem við kemur nördum.
Æviágrip:
Nörd.....