— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 1/11/02
Misskilin umræða

Ranghugmyndir um umræðurnar á GESTAPÓ

05.11.2003
Alveg er makalaus sú tilhneiging margra að misskilja umræður þær er fram fara hjer á GESTAPÓ. Ýmist er kvartað yfir skorti á húmor ellegar þeirri fráleitu vitleysu haldið fram að flest það er hjer birtist sje einhver vitleysa. Svei ! Það er kominn tími til að fólk geri sjer almennt grein fyrir því að þar sem saman koma afburða sálmaskáld og ýmiskonar fræðimenn getur umræðan stundum orðið dálítið alvarleg og háfleyg. Slíkt er ekki nema eðlilegt sökum eðlis þeirra viðfangsefna er um er fjallað og því eigi ástæða til að vera sífellt að furða sig á slíku. Og vonum vjer að eðli umræðnanna hjer sje hjer með öllum ljóst.

   (101 af 102)  
2/12/06 03:00

Billi bilaði

Amen (í laumi).

2/12/06 03:01

Regína

Hæ Billi bilaði. [ljómar upp].

2/12/06 01:01

Vladimir Fuckov

Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

2/12/06 01:01

Offari

Ekki ólíklegt að finna einhverja Laumupúka hér.

2/12/06 12:02

krossgata

Liðast.... nei, laumast um þráðinn.

3/12/06 07:01

B. Ewing

Aha! Númer tvö í dag! [Ljómar enn meira upp]

3/12/06 09:00

krossgata

Ég er búin að fá mér laumuþráðabókhald og hætti með heimilisbókhaldið.

3/12/06 09:00

Billi bilaði

Nei sko. Ég hef þá startað laumupúkaþræði! [Ljómar upp]
Skál!

3/12/06 09:02

krossgata

Ja, þú sagðir svo skal verða "í laumi". Það er nóg fyrir mig og greinilega fleiri.

4/12/06 06:00

Billi bilaði

Enn finn ég ekki það sem ég leita að.

4/12/06 07:02

krossgata

Þolinmæðin þrautir vinnur allar.
.
Hmmmm, hefur málsháttalaumupúkaþráður aldrei verið stofnaður?

5/12/06 06:01

Hvæsi

<Laumast til að mála allt bleikt hérna inni>

5/12/06 08:00

krossgata

[Málar skrattann á vegginn]

1/12/07 12:01

Álfelgur

Fyrst árið 2008!!

3/12/07 09:01

krossgata

[Misskilur umræðuna]

4/12/07 04:00

Álfelgur

Hvað erum við að tala um?

10/12/07 06:01

Wayne Gretzky

iimmiitt

31/10/07 11:02

Geimveran

iimmiitt? Hvað ert þú eiginlega drengur?

8/12/17 21:01

Hvæsi

Laumupúkaþráður settur! Ég er yfirsigurvegari hér!

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.