— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Pistlingur - 31/10/03
Byrjandabragur

Hvatning til gesta er telja kveđskap ofar sinni getu en hafa samt áhuga

23.7.2004

Um mánađamót júní/júlí datt oss skyndilega í hug sú nýlunda ađ reyna fyrir oss í kveđskap hér á Baggalúti. Reyndar höfđum vér áđur prófađ ţađ einstaka sinnum en ţar var á ferđinni skelfilegur leirburđur ţví bragfrćđi höfđum vér eigi kynnt oss. Helstu tilefni ţess ađ vér ákváđum ađ prófa voru pistlingur Skabba (sjá http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile& amp;u=90&n=717 [tengill] hér [/tengill]) og svar Enters viđ fyrirspurn, sjá http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=2569 [tengill] hér [/tengill]).

Hér á eftir kemur lausleg lýsing á hvernig ţetta hefur gengiđ hjá oss ef verđa skyldi öđrum byrjendum til hvatningar og gagns og ef einhverjum er eigi hefur reynt fyrir sér dytti í hug ađ prófa ţetta. Vér ákváđum ađ lýsa reynslu vorri af ţessu núna međan vér höfum sjónarhorn byrjanda á ţetta; eftir nokkra mánuđi er eigi ólíklegt ađ vér verđum búnir ađ gleyma ţessu ađ verulegu leyti. Og svo ţađ sé á hreinu ţá teljum vér oss enn óralangt frá ţví ađ vera fullnuma á ţessu sviđi en ţađ erfiđasta kann ađ vera ađ baki.

Fyrsta skrefiđ hjá oss var ađ kynna oss bragfrćđi á
http://rimur.is/?i=4 [tengill] http://rimur.is/?i=4 [/tengill] og á
http://www.heimskringla.net/bragur/Default.asp [tengill] http://www.heimskringla.net/bragur/Default.asp [/tengill]

Vér kynntum oss fyrst einungis einföldustu grundvallarreglur um stuđla, höfuđstafi og rím enda eigi á dagskrá ađ gera eitthvađ virkilega flott eđa flókiđ í byrjun (ţađ hefđi misheppnast). Síđan fórum vér ađ senda frá oss kveđskap, yfirleitt a.m.k. einu sinni á dag, til ađ komast í ćfingu. Ţetta gekk afar brösuglega í byrjun, ađallega ţví vér vildum hafa kveđskapinn bragfrćđilega réttan (sem eftir á ađ hyggja tókst eigi alltaf). Tók oss ţví yfirleitt mjög langan tíma ađ hnođa saman stöku (oft hálftíma eđa meira, metiđ er um 3 klst. en ţar var reyndar á ferđ nokkuđ flókinn kveđskapur). Óttuđumst vér m.a.s. í byrjun ađ um vćri ađ rćđa međfćddan hćfileika er einungis útvaldir hefđu en vér eigi. Brátt skánađi ţó kveđskapurinn heldur og hrađinn jókst lítillega. Allt gerđist ţetta međ ađstođ blađs og blýants ţví blađlaust getum vér ţetta eigi, a.m.k. eigi enn sem komiđ er. Einnig fórum vér ađ koma oss upp ýmsum ađferđum/vinnubrögđum viđ kveđskapinn er oss datt í hug ađ nota, t.d. sú sannkallađa 'brute force' ađferđ ađ renna hreinlega í gegnum allt stafrófiđ frá A til Ö í huganum í leit ađ rímorđum í stađ óskipulegri ađferđa. Nokkuđ hliđstćđa ađferđ notum vér stundum líka í tengslum viđ stuđla og höfuđstafi til ađ finna heppileg orđ. Allar ţessar ađferđir urđum vér ađ 'finna upp' ţví hvergi höfum vér rekist á umfjöllun um hvernig sé best ađ gera svona nokkuđ - vér höfum einungis séđ umfjöllun um bragfrćđi.

8. júlí sl. hittust nokkrir Baggalýtingar er Haraldur Austmann kom í bćinn en hann er hagmćltur vel. Urđu ţá m.a. fróđlegar umrćđur um kveđskap og reyndist sumt af ţví oss gagnlegt. Ţar kom oss nokkuđ á óvart ađ sú ađ oss fannst frumstćđa ađferđ ađ fara gegnum allt stafrófiđ í huganum í leit ađ (rím)orđum er líklega algeng. Einnig var ţađ oss hálfgerđ opinberun ađ ţađ geti veriđ gott ađ byrja á ađ ákveđa hvernig síđasta línan á ađ vera í stađ ţess ađ byrja á fyrstu línunni. Er á ţann hátt auđveldara ađ koma saman hnyttnum kveđskap en í slíkum kveđskap er einmitt sérlega mikilvćgt ađ síđasta línan sé vel heppnuđ (hinar hámenningarlegu samkomur Baggalýtinga geta semsagt veriđ hiđ mesta ţarfaţing og leggjum vér hér međ opinberlega til ađ ţćr verđi fleiri - spurning međ e.k. 'skáldskaparkvöld' kannski ?!).

Nćstu daga eftir ţetta notfćrđum vér oss m.a. ţessa nýju vitneskju til ađ reyna ađ bćta heldur gćđi kveđskaparins en ţó sérstaklega til ađ auka hrađann. Breytingar voru ţó fremur hćgar ţar til hrađinn skyndilega margfaldađist á tímabilinu 17-19. júlí. Varđ ţá skyndilega all algengt ađ vér ţyrftum innan viđ 5 mínútur (alloft mun minna) á hverja stöku í stađ hálftíma eđa meira í byrjun. Auk ţess grunar oss ađ kveđskapur vor hafi jafnframt í heild orđiđ minna 'stirđbusalegur' ţó ađrir verđi eiginlega ađ dćma um slíkt. Er oss eigi alveg ljóst hvađ gerđist á áđurnefndum ţremur dögum, líklega hafa áhrif 'kveđskaparćfinga' undangenginna vikna komiđ svona skyndilega fram í stađ ţess ađ gera ţađ smátt og smátt. En semsagt, rúmum 2 vikum eftir ađ vér byrjuđum var tíminn er í ţetta fór orđinn skikkanlegur (ţ.e. oft um 5 mín. í stađ hálftíma eđa meira). Ţýđir ţetta ađ vér erum núna afkastameiri sem svo vonandi ţýđir hrađari framfarir en ţađ verđur framtíđin ađ leiđa í ljós.

Til fróđleiks er hér hrađametiđ hjá oss, nýlegur botn er varđ til á um einni mínútu en fyrriparturinn er eigi eftir oss:

Ţađ ţykir gaman
ađ ţegja saman
segir sćta daman
sćl og glöđ í framan

Til samanburđar tók botninn í eftirfarandi óratíma enda varđ ţetta til í byrjun júlí. Og eigi er ţessi botn betri nema síđur sé ţrátt fyrir tímann er í hann fór:

Er veđriđ er á varđri grund
vart skal hafa í huga
Hćđum fylgir heiđríkj'um stund
hátt ţá suđar fluga

Í stuttu máli: Fyrstu vikuna tók óratíma ađ hnođa saman einhverju af viti og var útkoman oft eigi mjög góđ. Vika 2 var heldur skárri. Í upphafi viku 3 urđu síđan stórstígar framfarir, sérstaklega í hrađa. Framfarirnar verđa semsagt ekki endilega smám saman og jafnt heldur geta komiđ í stórum stökkum á mjög stuttum tíma og fátt síđan gerst milli slíkra stökka. Ţetta er ţó örugglega einstaklingsbundiđ.

Niđurstađa vor er sú ađ kveđskaparhćfileikar séu eigi međfćddir nema ađ litlu leyti, ţetta er ađallega spurning um ćfingu. Teljum vér ţví líklegt ađ flestir gestir hér er á annađ borđ hefđu áhuga á ađ prófa ţetta gćtu komist á bragđiđ. Ţađ ţarf bara dálitla ţolinmćđi í byrjun. Í tilfelli voru var ţar sérstaklega um ađ rćđa fyrstu tvćr vikurnar. Vér erum ţó langt í frá fullnuma á ţessu sviđi og stöndum ţeim bestu hér óralangt ađ baki.

Ađ lokum ber ţess ađ geta ađ ţetta hefur eigi veriđ jafn mikil vinna og e.t.v. kann ađ virđast af pistlingi ţessum. Ef ţetta virđist hafa veriđ mikil vinna stafar ţađ ađallega af ţví ađ pistlingur ţessi er nokkuđ ítarlegur (e.t.v. einum of).

   (71 af 102)  
2/12/07 06:01

Regína

Jamm, ég var ađ hugsa um ađ henda ţessu úr uppáhaldinu, en las ţađ aftur og steinhćtti viđ. Ţetta er eitthvađ svipađ minni reynslu nema ég hafđi eitthvađ meiri grunn í bragfrćđi fyrir.
En ţađ mćttu fleiri reyna ađferđ Vladimirs og ćfa sig. Ćfingin og ţekkingin er ţađ sem skapar hagyrđing.

2/12/07 06:00

Andţór

Ég lćrđi ţetta nákvćmlega eins og Vladimir.

4/12/07 13:02

hvurslags

Nákvćmlega! Gott félagsrit.

9/12/07 06:01

Wayne Gretzky

Ég líka..

Vladimir Fuckov:
  • Fćđing hér: 20/8/03 21:21
  • Síđast á ferli: 25/10/20 00:34
  • Innlegg: 19726
Eđli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiđsluráđherra og viđskiptaráđherra Baggalútíu. Ćđstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eđa hvernig sem ţađ nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörđ, slétt föt, hrein trú !
Frćđasviđ:
Rocket science, life, the universe and everything
Ćviágrip:
Vjer fćddumst í Rússlandi, ađ líkindum seint á 19.öld eđa snemma á síđustu öld en munum eigi hvenćr, vorum of ungir er ţađ gerđist til ađ muna eftir ţví. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíđar og vorum óvart nćstum búnir ađ ţurrka megniđ af Síberíu út viđ tilraunageimskot í Tunguska. Ţar vorum vjer ţó heppnir ţvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síđar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfrćđi og efna- og eđlisfrćđi kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyđingarvopnum og flúđum ađ ţví loknu land til ađ stunda tilraunir á eigin vegum víđsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urđu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svađilför mikla til Rússlands og stálum ţar gjöreyđingarvopni ţví er elipton nefnist. Er vopn ţetta núna mikilvćgur liđur í ţví ađ tryggja stöđu Baggalútíu sem stórveldis og hefur ţví stöku sinnum veriđ beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síđan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiđi.