— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 7/12/03
Óskiljanleiki ruslsins

Stundum er eigi unnt að skilja hugsanagang annarra

04.07.2004

Líkt og margir aðrir erum vér að drukkna í því óþolandi fyrirbrigði er ruslpóstur (spam) nefnist. Eitt sinn fengum vér nær 100 skeyti á einum sólarhring en 20-30 er algengara.

Einn góðan veðurdag komumst vér því eigi hjá því að velta vöngum yfir hverskonar viðundur sendendur þessa ófögnuðar hljóti að halda að móttakandi sé:

(1) Móttakandi á sér þann draum æðstan að láta stækka á sér ónefndan líkamshluta (hlýtur að gilda um kvenkyns móttakendur líka því allir notendur tölvupósts fá þetta óháð kyni).
(2) Móttakandi vill bæta við sig háskólagráðum án þess að læra neitt. Yrði vægast sagt vandræðalegt ef svo væri farið að vinna á viðkomandi sviði og minnir oss dálítið á er einhver hóf innflutning á gerfifarsímum (!!!) í árdaga farsímavæðingar þegar um dýra lúxusvöru var að ræða.
(3) Móttakanda er boðið að fá bandarískt húsnæðislán (hvað í grænköflóttum gleraugnaslöngum hafa Íslendingar er eigi hyggja á flutning til USA með slíkt að gera ?)
(4) Móttakandi vill sanka að sér sjóræningjahugbúnaði (það eru til auðveldari leiðir til þess en viðskipti við braskara)
(5) Móttakandi vill stunda persónunjósnir með hjálp hugbúnaðar en reyndar er oss eigi ljóst hvað vér eigum að græða á að njósna um Bandaríkjamenn (og svo virkar það örugglega eigi).
(6) Móttakandi vill hagnast á hlutabréfabraski. Frá hvaða plánetu er sendandinn eiginlega að koma ? Hlutabréfaæðinu lauk um síðustu aldamót.
(7) Móttakandi er áhugamaður um valíum, xanax, cyalis o.s.frv. Vér mælum frekar með lyfjameðferð fyrir sendanda. Helst kvalafullri.
(8) Móttakandi vill fá sjóræningjaafruglara (fleiri horfa of mikið á imbakassann en of lítið).

Niðurstaða vor er sú að það er sendandinn sem er eitthvert viðundur.

Síðast en eigi síst er oss með öllu óskiljanlegt hvernig sendanda dettur í hug að einhver reyni að kaupa vöru er auglýst er á eftirfarandi "virðulega" hátt:

Subject: I firgured, It aint d rocking, itz d size.

Women R -( bout thR luvRz Pns size. U cn surely change dat nw
grO 3 inches plus withn wkz & it wont cost U an arm & leg.
Specal 2day.

http//www.ver_neitum_ad_auglysa_rusl.post

polka palm loy prominent stenography calm malleable basil indelible binocular originate vietnam comatose elinor illumine aquinas proficient dolores aeneid shutoff akin net himalaya dumb byrne cup dahlia .

Nooooo mooooooreeeee meeessaageeeeeees heeeeeereeeeee

Einhverjir láta þó ávallt blekkjast þó oss sé það illskiljanlegt. Líka hérlendis. Er skemmst að minnast hins kostulega Costgo-máls. Það snerist reyndar eigi um ruslpóst en átti það sameiginlegt með honum að vera svindl. Þó ótrúlegt megi virðast létu einhverjir blekkjast. Vér minnumst þess hinsvegar að vér héldum niðri í oss hlátrinum yfir morgunfréttum útvarpsins er rætt var við þann er að þessu stóð daginn eftir að fyrstu auglýsingar birtust. Og aftur yfir öðrum fréttatíma er fréttir komu af ávísunum er skrifað hafði verið á með bleki er hvarf nokkru síðar o.fl.

Látum vér þessum allt of langa pistlingi hér með lokið.

   (74 af 102)  
Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.