— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 9/12/06
Frábær óreiða

Skipulagt eða óskipulagt kaos ?

Efni af gamla Gestapóinu (2003-2006) og það efni sem varð til á hinu sk. 'nýja Gestapói' (2006-2007) sem var tómt eftir opnun í fyrra hefur nú runnið saman hjer í einn allsherjar hrærigraut. Í mörgum tilvikum koma þræðir með sama nafn fyrir tvisvar því þeir voru til á báðum Gestapóunum og jafnvel eru til tóm 'aukaeintök' af þráðunum því eitthvað fór lítillega úrskeiðis er allt gamla efnið var sett hjer inn. Þannig höfum vjer t.d. rekist á þráðinn friðargæslutennis á a.m.k. fjórum stöðum og eru öll 'eintökin' tóm nema eitt: Hið eina sanna. Sumir eða jafnvel margir þræðir eru á vitlausum svæðum. Það er t.d. eitthvað af þráðum á Næturgeltinum er augljóslega ættu að vera á leikjasvæðunum. Þetta veldur því að sumir þræðir eru á hinum undarlegustu stöðum, t.d. var leikhús Billa bilaða týnt fyrstu dagana en fannst svo í einhverju skúmaskoti. Hjer er því allt í óreiðu og nóg af verkefnum fyrir áhugasama friðargæsluliða. Sumt má eflaust flytja í sorpminjasafnið en þar eru þræðirnir eigi flokkaðir þannig að þar er óreiðan enn meiri.

En allt er þetta frábær óreiða ‹Ljómar upp›. Allt gamla efnið leynist að því er virðist hjer, m.a. ógrynni af kveðskap. Vjer höfum velt fyrir oss hvort hjer kunni að vera til stærsta safn af íslensku efni í bundnu máli á Netinu. Gæði þess eru að vísu afar misjöfn. Svo eru allir gömlu þræðirnir hjer og er þar á ferðinni sannkölluð gullnáma, a.m.k. fyrir grúskara. Fyrir algjöra tilviljun rákumst vjer t.d. á eftirfarandi þráð í dag:

http://www.baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?t=1247

Upphafsinnleggið er að áliti voru með frægustu innleggjum Gestapósögunnar ‹Ljómar upp›. Grúskarar geta síðan haft upp á brúðkaupi Mikils Hákonar og Frelsishetjunnar, stórskemmtilegum umræðum kvöldið fyrir árshátíð í fyrra, undarlegum aðferðum við móttöku nýliða o.m.fl. - listinn er nánast endalaus. Sumir gamlir þræðir hafa lifnað við á ný, nýir verið stofnaðir o.s.frv. Svo má ekki gleyma því að fyrsti þráðurinn í sögu Gestapósins er á ný til hjer. Upphafsinnleggið þar er hið fyrsta í sögu Gestapósins í u.þ.b. núverandi mynd og er áhugavert að sjá hvað fylgt hefur í kjölfar orða Enters, Jæja. Skrifið eitthvað!. Hjer er að sjálfsögðu átt við þráðinn Velkomin, lömbin mín:

http://www.baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?t=15

Gleðilega Gestapóopnun og skál ! ‹Sýpur á fagurbláum drykk og fer að grúska›

   (16 af 102)  
9/12/06 10:02

Nermal

Þetta er ótrúlega mikil óreiða. Vonandi kemst þetta í lag.

9/12/06 10:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Tær snild

9/12/06 10:02

Hexia de Trix

Mér finnst þessi óreiða vera tilvalinn vettvangur fyrir
a) bókmenntafræðinga að grúska í kvæðum, sögum og súrrealisma
b) mannfræðinga að grúska í þróun netsamfélags og áhrifum þess á íbúa - sem og gesti og gangandi
c) bókasafns- og upplýsingafræðinga að skipuleggja og miðla, svo hinir hóparnir finni nú alveg örugglega allt sem þeir þurfa fyrir rannsóknir sínar

og síðast en ekki síst:
d) laumupúka (sem þó verða að gæta þess að laumast ekki svo rosalega að þeir týni sjálfum sér. Þar til hjálpar gæti liður c komið).

[Ljómar upp]

9/12/06 10:02

Þarfagreinir

Það er æðislegt að geta aftur grúskað í tveggja ára gömum þráðum, og þaðan af eldri. Sumt finnst mér eins og hafi gerst nánast í gær.

9/12/06 10:02

krossgata

og ...
e) sagnfræðifíklar munu geta svalað fíkn sinni í langan tíma.
[Ljómar líka upp]

9/12/06 10:02

Hvæsi

Þá er bara að koma þessu í Dewey flokkunarkerfið, eða hvað það nú hét.

En snilldar lesning Herra forseti.
Skál.

9/12/06 10:02

Hexia de Trix

Uss, nei, Dewey á ekki við hér. Það verður að finna upp sér bagglýskt flokkunarkerfi, annað væri nú bara ekki viðeigandi! [Glottir]

9/12/06 10:02

Hakuchi

Ánægjulegt í alla staði. Svo virðist sem sjaldan hafi skipun verið framfylgt eins dyggilega og þegar Enter ritaði þessa meitluðu setningu í árdaga Gestapós.

Ég er viss um að hann sjái eftir þessu öllu saman.

9/12/06 10:02

Carrie

Ég er áttavillt. Rata einvörðungu í Hefur þú og Hlerunarstofnunina. Fann að vísu: Hvað voruð þér að gera-þráðinn í fyrradag en það var eingöngu vegna þess að Hakuchi minntist á herra Lynch. Annars hefði sé þráður einnig farið fram hjá mér.
Þetta er semsagt stórfínt allt saman. {Ljómar upp}

9/12/06 10:02

Billi bilaði

Einu áhyggjur mínar eru að komast ekki yfir þetta allt áður en lokar á næsta ári. (Það lokar ekki fyrr en á næsta ári aftur? Er það nokkuð? [Fær fyrirtíðaspennukast)

9/12/06 11:00

Vladimir Fuckov

Það væri gaman að flokka þetta allt eftir einhverju kerfi eins og nefnt var að ofan [Ljómar upp].

Vjer erum síðan sammála flestu hjá Hexiu og krossgötu að ofan, sjer í lagi atriðum (c) og (d) hjá Hexiu (varðandi (d) höfum vjer veitt vaxandi laumupúkun vissra Gestapóa athygli) og (e) hjá krossgötu.

Eftir að vjer rituðum fjelagsritið uppgötvuðum vjer hinsvegar að það getur verið mjög erfitt að finna gamla þræði því leitin hjer á Gestapóinu virkar ekki rjett. Vjer reyndum að finna þráð þar sem vjer mundum að tiltekið sjaldsjeð orð hafði komið fyrir en leitin fann hann eigi. Sem betur fer mundum vjer hver hafði notað orðið þannig að vjer fundum þráðinn því höfundurinn er sjaldsjeður og því auðvelt að finna þetta með því að leita að öllum innleggjum hans.

Þessi villa í leitinni gæti t.d. verið skýringin á að Billi bilaði fann eigi leikhúsið sitt heldur fannst það seinna fyrir tilviljun.

9/12/06 11:01

Billi bilaði

Það gæti verið rétt - en - ég átti afrit af innleggjum allra í leikhúsinu, og leitaði í innleggjasafni nokkurra gestapóa, en viðkomandi leikhúsinnlegg voru ekki til staðar.
Ritstjórn hlýtur að hafa gert dauðaleit að þessu fyrir mig og skellt þessu inn. <Ljómar upp>

9/12/06 11:01

Skabbi skrumari

Þetta er allt mjög sniðugt... en eitt sem ég er í vafa um. Það er hvort rétt sé að leyfa fólki að halda áfram umræðu á þráðum sem eru löngu búnir, t.d. gæti þráður misst gildi sitt ef þar eru háalvarlegar umræður um tímaferðalög og svo kemur einhver nýliði 2-3 árum síðar og skrifar eitthvað um ostrur og tengsl þeirra við útrýmisferðalög milli lífstjarna... það væri vissulega áhugavert að lesa það, en þeir sem voru upphaflega að ræða um tímaferðalög yrðu fæstir til andsvara... bara að spekúlera...

9/12/06 11:02

Skabbi skrumari

Þögn er sama og samþykki... ég veit bara ekki hvað var samþykkt... [klórar sér í beran skallann]

9/12/06 11:02

Hakuchi

Ég styð þessa samþykkt Skabbi minn.

9/12/06 11:02

Skabbi skrumari

Við styðjum sem sagt umræður um ostrur og tengsl þeirra við útrýmisferðalöm milli lífstjarna .. ef þær eru á nýjum þráðum...

9/12/06 11:02

Billi bilaði

Það vantar fornleifaleyfismálaráðherra til að gefa út leyfi til að breyta gömlum þráðum...

9/12/06 12:01

Offari

Ætli hægt sé að finna þarna gömul kuml ef maður grefur nógu djúpt?

9/12/06 12:01

Vestfirðingur

Er þetta ný mynd hjá þér offari? Þú líkist ölóðri glyðru.

9/12/06 12:01

Grýta

Ég kann betur við gömlu myndina af Skabba og um leið kann ég vel við nýju myndina af sænsku bræðrunum.

9/12/06 12:02

Offari

Ég hef alltaf verið svona myndarlegur.

9/12/06 13:00

Skabbi skrumari

Það er þá gott að ég valdi að taka aftur upp gömlu myndina... Skál...

9/12/06 14:01

Heiðglyrnir

Jú hér kennir ýmisa grasa....Gaman að fá þetta allt aftur.

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.