— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 31/10/05
Göng til Eyja STRAX !

Hin fullkomna aðferð við gerð þeirra er fundin

Vjer, Vladimir Vasilievich Fuckov, forseti Baggalútíu, kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu, kunngjörum að hin fullkomna aðferð til að grafa jarðgöng til Vestmannaeyja (*) er fundin. Aðferðin er ættuð frá þjóð er þekkt er fyrir stór og mikil mannvirki, þ.e. píramída, og er því augljóslega um tímamótaaðferð fyrir risamannvirki að ræða. Þessi nýja egypska aðferð gengur auðveldlega upp og hefur þann stóra kost að Vestmannaeyingar geta sjálfir sjeð um að grafa göngin með engum tilkostnaði. Aðferðin hefur m.a. verið notuð til að grafa göng til Evrópusambandsins.

Með því að endurbæta upprunalegu aðferðina lítillega má hraða framkvæmdum enn frekar. Endurbætta aðferðin byggist á því að nota sjerstaklega styrkt kóbaltskóhorn þar sem m.a. hefur verið bætt plútóníum fremst á skóhornið til að eftir þörfum sje unnt að bræða berg. Bráðna bergið má síðan nota til að stækka hraunið er rann 1973 og loka þannig innsiglingunni til Eyja. Í framhaldinu er unnt að búa til nýja, endurbætta innsiglingu með því að grafa önnur göng gegnum Heimaklett.

Þar með eru öll vandamál Vestmannaeyinga (**) úr sögunni.

Þess ber að geta að upphafsmenn aðferðarinnar munu hljóta sjerstaka viðurkenningu (e.k. ígildi Nóbelsverðlauna) baggalútíska heimsveldisins fyrir mikilsvert framlag til mannvirkjagerðar. Það var falsmiðillinn mbl.is er fyrstur skýrði frá aðferðinni (sjá http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1219932 ). Þó um falsmiðil sje að ræða var í þessu tilviki augljóst að aldrei þessu vant hlyti að vera um sannleika að ræða. Slíkt var augljóst af innihaldi frjettarinnar.

(*) Með hefðbundnum fyrirvara um að Vestmannaeyjar sjeu í raun og veru til
(**) Með hefðbundnum fyrirvara um að Vestmannaeyingar sjeu í raun og veru til

   (22 af 102)  
31/10/05 16:01

Sundlaugur Vatne

Því er ekki að leyna að hér er á ferðinni ein eitursnjallasta hugmynd í sögu heimsveldisins, kæri forseti.
Ég leyfi mér þó að setja fram eina spurningu: Gefum okkur að sk. Vestmannaeyjar og þá einnig Vestmannaeyingar séu til, hví skyldum við þá vilja grafa göng til þeirra? Ég hef heyrt að ekkert sé til þessara skerja að sækja og varla kærum við okkur um að okkar yndislega land fyllist af svokölluðum Vestmannaeyingum.

31/10/05 16:01

Offari

Er ekki hægt að bora eftir eldgosi og byggja þannig brúarstólpa?

31/10/05 16:01

Þarfagreinir

Þetta er stórsniðugt. Með þessu móti þarf ekki að ferja innrásarherinn yfir sjó eða loft.

31/10/05 16:01

Úlfamaðurinn

Huldufólkið myndi aldrei vilja göng til Vestmanna-eyja. Allir muna eftir því þegar átti að leggja rafalinn til Skotlands sem aldrei varð af. Huldu-fólkið í Skotlandi gerði allt sem það gat til að eyðileggja allar tilraunir með rafal, eða rafmagns-línu, og eftir það kom upp umræða um hvort væri huldufólk í Skotlandi. Mér fannst umræðan svo fáránleg að ég skil ekki hvernig viti borið, fullorðið fólk gat efast um hvað var að gerast í Skotlandi.
Huldufólkið í Skotlandi átti að sjá m.a. um að umhverfið í kringum hafsbotninn þar yrði hluti af helgidómi þeirra landvætta sem verja Skotland. Ég finn strax á mér að skelfileg slys muni gerast ef að göng verða lögð til Eyja, ekki ósvipuð þeim sem eru alltaf að gerast í Hvalfjarðagöngunum þar sem hver bíllinn rekst á annan þar til fólk gerir sér grein fyrir því hver á göngin og hver ekki.
Staðreyndin er sú að hér á landi eru engin lög til sem vernda eignarrétt huldufólks, og þau þarf að staðfesta. Allar tilraunir til að gera göng til Vestmannaeyja eru dæmdar til að mistakast. Lærum af mistökunum áður en þau gerast og förum eftir þeim leiðum sem okkur er leyft að fara, í þessu tilfelli sjóleiðinni. Í framtíðinni munu kynslóðir afkomenda okkar lýta til baka og virða eignarétt huldufólks yfir landi, sjó og öðrum svæðum sem tilheyra þeim, og spyrjast leyfis hvert megi ferðast, hvernig og með hvaða hætti. Alltaf mun farið sjó - og flugleiðina til Eyja, og enga aðra leið. Alla vega mun ég ekki fara til Eyja í bíl, það er sko öruggt mál.

31/10/05 16:01

Don De Vito

Ég spyr engan leyfis um eitt né neitt. Ég geri bara það sem ég vil!

Vladimir, stórgóð hugdetta þarna á ferðinni. Ég er til í að láta verða af þessu.

31/10/05 16:01

Grágrítið

Athygglisverð grein... þegar búið er að bræða bergið má dæla því upp í hitaþolnum leiðslum úr Tungstenkóbaltsblöndu (patent pending)

31/10/05 16:01

Siggi

Góð hugmynd ef maður er SNARGEÐVEIKUR!!!

31/10/05 16:01

ÁTVB

Góð hugmynd. Ef allir væru svona hugmyndaríkir hér væri mun skemmtilegra að vera hér.

31/10/05 16:01

Haraldur Austmann

Þetta gengur ekki upp Vlad. Þú gleymir einni mikilvægri forsendu. Skóhorn eru Vestmannaeyingum alveg framandi því þeir ganga allir í gúmmístígvélum. Það mun taka alltof langan tíma að kenna þeim á skóhorn.

31/10/05 16:01

Nermal

Til hvers að auðvelda Vestmanneyingum að komast uppá land? Eru þeir ekki best geymdir út í eyju með Árna Lundaserði?

31/10/05 16:01

Heiðglyrnir

Athygliverð hugmynd kæri Forzeti...Hmmm...Skál.

31/10/05 16:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er stórfín hugmynd. Þá fá fleiri Eyjamenn uppreist æru; ekki bara Árni.

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.