— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 6/12/05
Óvinur kuldabola #1

Eigi er það einungis kóbalt sem er gagnlegt

Gagnsemi kóbalts hefur komið fram hjá oss í bundnu máli:

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=176&n=1882

En eigi er það einungis kóbalt sem er gagnlegt í Baggalútíu. Plútóníum er næstum jafn gagnlegt. Það má nota í gjöreyðingarvopn til baráttu gegn óvinum ríkisins, sem orkugjafa o.m.fl. Í tilefni mikilla snjóþyngsla fyrir norðan (sumsstaðar er 50-80 (!) cm jafnfallinn snjór nú seint í maí) er og nauðsyn að rifja upp gagnsemi plútóníums við slíkar aðstæður en um hana var fjallað í fjelagsriti fyrir rúmu ári:

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=176&n=2219 .

Urðu því erindi þessi tvö en eigi eitt eins og upphaflega stóð til.

Ögnum geislar gegnum
gler í orkuveri.
Í Plútós höfuð heitir
hitar bjarmi varma.
Orku atóms virkjum
engu þyrmir sprengja,
óvin hrellum illan
alla vonda kalla.

Rok og kuldi ríkir
rýkur sjór og fýkur,
beljur blikks í flokkum
beyglast, seiglu skortir.
Svelli eyðum öllu
æði mikið bræðum.
Nýtum plútóníum
nagar ísa- hiti -lag.

   (26 af 102)  
6/12/05 00:02

Heiðglyrnir

Klappar!.. já Forzetanum okkar er sko ekki alls varnað. Hörku sálmur. Þakka þér herra minn.

6/12/05 00:02

B. Ewing

[Sleppir því að telja niður og ýtir strax á rauða takkann]

6/12/05 00:02

Skabbi skrumari

Stórglæsilegt... salút...

6/12/05 01:00

Mosa frænka

Atómljóð verða aldrei eins.

6/12/05 01:00

Anna Panna

[Klappar forseta vorum lof í lófa] Frábært!

6/12/05 02:00

dordingull

Plútóníumeldhús gæti lækkað rafmagnsreikninginn á
Kaffi-Blút verulega.
Hið stórgóða ATOM-ljóð er vel við hæfi enda kom annað form vart til greina.

6/12/05 03:01

Jóakim Aðalönd

Skál fyrir yður og mælsku yðar, virðulegi forseti!

31/10/07 09:01

Wayne Gretzky

Frábært!

31/10/07 09:01

Wayne Gretzky

ÞEtta er ekki atóm!

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.