— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/11/04
Byggðina burt !

Hin fullkomna lausn á bæði ofþenslu efnahagslífsins og svokölluðu flugvallarmáli er fundin

Umræður í þræði nokkrum hjer á Gestapó vöktu oss til umhugsunar um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í kjölfarið fylgdi sannkölluð hugljómun. Varð oss skyndilega ljóst að í stað þess að flytja flugvöllinn er miklu einfaldara að flytja alla byggð á höfuðborgarsvæðinu burt. Þá losnar gífurlegt landrými er nýta má undir alþjóðaflugvöll, stjörnusambandsstöð á/í/við Öskjuhlíð, kóbalt- og plútóníumvinnslu o.m.fl. Augljóst er að allir þeir peningar er yrðu til við þessar framkvæmdir og flutninga myndu gera miklu meira en að borga allan kostnað er þessu myndi fylgja.

Þar að auki fá stjórnvöld þarna í hendur prýðilegt hagstjórnartæki verði þess gætt að flytja bæði íbúa og byggð á höfuðborgarsvæðinu varanlega sem lengst í burtu (helst til útlanda). Þá verður nefnilega nánast engin umferð um flugvöllinn. Í fljótu bragði kann að virðast sem hjer sje þversögn og vitleysa á ferð en eigi er það svo. Sje skyggnst aðeins undir yfirborðið kemur í ljós að þetta er mikill kostur því þá verður aldrei ofþensla í efnahagslífinu því á þenslutímum má einfaldlega stöðva alla starfsemi flugvallarins til að draga úr þenslunni. Þetta má gera án þess að lama um leið allar samgöngur því engin umferð er sem fyrr segir um flugvöllinn. Á samdráttartímum er hins vegar hægt að fá fram gífurlegan hagvöxt og aukningu í þjóðarframleiðslu með framkvæmdum við stækkun flugvallarins, vinnu við ýmsar breytingar, uppsetningu og uppfærslu ýmissa hátækniöryggiskerfa til að fylgjast með óvinum ríkisins (það er alkunna að þessháttar lýður hreinlega elskar flugvelli) og afar flóknu skipuriti er sífellt þarfnast endurskoðunar þar sem einstakar deildir og/eða skipulagseiningar eru í sífelldri vinnu hvor fyrir aðra, einkum við að halda utan um kostnað og magn þeirrar vinnu er þær vinna í sífellu fyrir aðrar einingar innan þessa risafyrirtækis.

Það er því ljóst að lykillinn að eilífum hagvexti og ævintýralegri aukningu þjóðarframleiðsu án tillits til hvernig árar í efnahagslífinu og án þess að ofþensla í efnahagslífinu verði einhverntíma vandamál er fundinn:

Byggðina burt !

   (31 af 102)  
2/11/04 07:01

Þarfagreinir

Þetta er stórgóð hugmynd. Mætti ekki líka byggja geimskutlustöð í leiðinni, svo að hægt verði að skroppa í helgarferðir til tunglsins? Þenslan ætti örugglega að standa undir slíku.

2/11/04 07:01

Leir Hnoðdal

Þetta hafði mér aldrei dottið í hug. Hafa Alfredo og Steinunn verið látin vita af þessu ?

2/11/04 07:01

Þarfagreinir

P.S. Ég sé að ég hef misritað orð í fyrri athugasemd, en ég ákvað að láta það standa sem nýyrði - 'skroppa', sem er nokkurs konar samblanda af 'skreppa' og 'skoppa'.

2/11/04 07:01

Offari

Þrefalt húrra"húrra"húrra.
Forsetinn er snillingur á því er enginn vafi

2/11/04 07:01

Herbjörn Hafralóns

Það var mikið að einhver kom með raunhæfa tillögu í flugvallarmálinu. Heill forseta vorum.

2/11/04 07:01

Litli Múi

Já ég er sammála, burt með þetta allt saman við getum bara flutt aftur í sveitina.

2/11/04 07:02

Nermal

Þetta er hin príðilegasta hugmynd... Flytja alla byggðina uppá Langjökul.

2/11/04 07:02

Hakuchi

Þetta er athyglisverð tillaga. Ennfremur væri tilvalið að flytja alla íbúa landsinstil Selfoss svo það yrði einungis ein flugleið, til einföldunar og sparnaðar. Afgangurinn af landinu yrði síðan lagður niður. Hægt væri að flytja helstu náttúruperlur landsins á Suðurland, þeim yrði hrúgað í kringum Þingvelli. Afgangurinn af landinu yrði síðan gerður að grjótnámu hvers afurðir yrðu seldar til uppbyggingar í Kína ásamt því að reistur verði kílómeters háan múr í kringum Ísland (sem væri komið niður í stærð SV-hornsins og Suðurlands) til varnar gegn væntanlegum gróðurhúsaáhrifum en eins og allir vita aukast þau með expónentíal krafti af því að regnskógar heimsins eru að hverfa út af linnulausri th-notkun enskumælandi fólks.

2/11/04 07:02

Kvartan S. Áran

Ég vil að forseti vor fái Nóbelinn fyrir þessa byltingarkenndu hagstjórnalausn.
þetta er svo fáránlega einfalt og rökrétt þegar maður hugsar út í það.
En svona virkar hugur stórmenna, þeim er lagið að sjá það einfalda í umhverfinu og útskýra það á mannamáli.
Nóbelinn til Baggalútíu

2/11/04 08:01

Jóakim Aðalönd

Stórkostleg hugmynd hjá þér kæri forseti. Þrefalt húrra fyrir því!

2/11/04 09:02

Heiðglyrnir

[gerir kröfuspjöld] -Ísland á Selfoss - Borgin burt-

5/12/07 20:01

Regína

Þetta er sú besta hugmynd sem ég hef séð um þetta vandamál!
Af hverju er ekki búið að framkvæma hana?

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.