— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 5/12/04
Burt með tímabeltin !

Þau eru út í hött

Hvaða svefnvana svartfuglsunga datt eiginlega í hug að skipta jörðinni upp í tímabelti í stað þess að klukkan væri það sama allsstaðar og sumir jarðarbúar svæfu þar með á daginn ? Hið alþekkta fyrirbæri flugþreyta (er vjer þjáumst af um þessar mundir) orsakar gífurlegt framleiðni- og tekjutap í formi syfju er kemur niður á vinnuafköstum auk þess sem hætta á hverskyns mistökum stóreykst. Væri fróðlegt reikningsdæmi að leggja saman tap og tjón á heimsvísu af völdum flugþreytu.

Nei, leggjum niður tímabelti. Betra er að klukkan sje það sama allsstaðar. Það þýðir að einhverjir jarðarbúar þurfa að sofa á daginn en einungis einhverjir morgunhanar munu líta á slíkt sem ókost. Alkunna er að margir (m.a. vjer) teljast til nátthrafna og með þessu fyrirkomulegi gætu nátthrafnar sofið á daginn með góðri samvisku [Ljómar upp] svo fremi að þeir velji sjer búsetustað á heppilegum stað á jarðarkringlunni.

Tímabeltunum getum vjer í samræmi við undanfarandi texta ei gefið eina einustu stjörnu.

Burt með tímabeltin ! [Geispar]

   (43 af 102)  
5/12/04 03:01

Júlía

Afbragðs tillaga. Af þessu yrði mikið hagræði og sparnaður.

5/12/04 03:01

Isak Dinesen

Þetta er hugmynd sem mér hefur nú flogið í hug. Þessu tengt er þó eitt vandamál sem ég sé í fljótu bragði - en það er kannski ekki hagrænt. Hvernig væri t.d. að lesa skáldsögu ef þessi væri staðan? "Ég vaknaði klukkan 15:30 eldhress og...". Þá hugsa ég - bíðum við, hvað á skáldið við? Af hverju klukkan 15:30, er það snemma eða seint? Arghh!

Fleiri slík vandamál myndu vafalaust koma upp. Ég legg til að þetta verði grandskoðað áður en byltingin verður gerð.

5/12/04 03:01

Þarfagreinir

Lyktar þetta samt ekki dálítið af for-Einsteinískri eðlisfræði?

5/12/04 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Öll skáld sofa klukkan 15:30

5/12/04 03:01

Isak Dinesen

GEH: Ekki ef þetta kerfi verður tekið upp.

5/12/04 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

annars finst nú eithvað sem heitir Greenwich
og Esperantó er til líka það hár mér þó
Isak minn þegar ég lifi tveimur tímum á undan þér og við höfum miðnætur spjöllin okkar um miðja nótt hjá mér

5/12/04 03:02

Kynjólfur úr Keri

Ertu að meina... bíddu... vakið þið á daginn?

5/12/04 03:02

Hexia de Trix

[Geispar Vladimir til samlætis]

5/12/04 03:02

Steinríkur

Er ekki bara betra að klukkan sé alltaf það sama?
Korter í þrjú - allan daginn, allt árið um heim allan!

5/12/04 03:02

Smábaggi

Segjum frekar ellefu á föstudags-/laugardagskvöldi,

5/12/04 04:01

Haraldur Austmann

Undarlegur andskoti. Það sem á ensku kallast time zone, köllum við tímabelti. En það sem þeir nefna Time belt, köllum við tímareim. Um hvort fyrirbrigðið er þessi gagnrýni?

5/12/04 04:01

Vladimir Fuckov

Oss minnir að um sje að ræða time zone en sökum syfju, jafnt nú sem í gær, erum vjer eigi vissir...

4/12/10 19:02

Fergesji

Gríska orðið zona merkir belti, og notuðu konur slík til að halda að sér sínum kyrtlum.

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.