— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 1/11/03
Örstutt um þjeringar

Eigi er ávallt rjett þjerað hjer á Gestapó

Að undanförnu hefur það hefur vakið nokkra athygli vora að líklega er eigi til neinn sá staður í gjörvallri veröldinni þar sem jafn mikið er um þjeringar og hjer á Gestapó. Væri þetta líklega svo jafnvel þó vjer værum eigi hjer. Hvort einhverjir eru hjer að herma eftir oss skal ósagt látið en veitt höfum vjer því athygli að eigi kunna allir þeir er (stundum) þjera hjer á Gestapó að gera slíkt á rjettan hátt. Er pistlingur þessi tilraun til að bœta þar úr.

Eins og flestum er kunnugt kemur 'vjer' í stað 'jeg' og 'þjer' í stað 'þú' er þjerað er:

Nf. Vjer
Þf. Oss
Þgf. Oss
Ef. Vor

Nf. Þjer
Þf. Yður
Þgf. Yður
Ef. Yðar

Nauðsynlegt er að átta sig á að persónufornöfnin (vjer og þjer) eru hjer fleirtölumyndir og stjórnast notkun þeirra af því. Þannig er t.d. sagt "þjer eruð glaðir" en eigi "þjer eruð glaður". Að sama skapi er sagt "vjer erum glaðir" en eigi "vjer erum glaður". Skapar þetta stundum viss vandræði, t.d. er eigi ávallt augljóst hvort vjer (Vladimir) erum eingöngu að tala um oss (Vladimir) eða hvort vjer (þeir gestir Gestapó er nota þjeringar) erum að tala um oss (þá gesti Gestapó er nota þjeringar).

Eignarfornöfnin eru síðan sem hjer segir (vjer látum nafnorð fylgja með til að gera þetta augljósara):

Nf. Pistlingur vor
Þf. Pistling vorn
Þgf. Pistlingi vorum
Ef. Pistlings vors

Nf. Baun vor
Þf. Baun vora
Þgf. Baun vorri
Ef. Baunar vorrar

Nf. Innlegg vort
Þf. Innlegg vort
Þgf. Innleggi voru
Ef. Innleggs vors

Nf. Pistlingar vorir
Þf. Pistlinga vora
Þgf. Pistlingum vorum
Ef. Pistlinga vorra

Nf. Baunir vorar
Þf. Baunir vorar
Þgf. Baunum vorum
Ef. Bauna vorra

Nf. Innlegg vor
Þf. Innlegg vor
Þgf. Innleggjum vorum
Ef. Innleggja vorra

Að lokum ber þess að geta að langt er síðan vjer lærðum málfrœði í skóla en vjer reyndum eftir beztu getu að fela þá staðreynd í pistlingi þessum. Vonum vjer að þrátt fyrir þennan langa tíma er liðinn er sje framsetning vor á þessu í lagi. Til öryggis svindluðum vjer reyndar lítillega og notfœrðum oss svokallaðan veraldarvef til að sannreyna nokkur atriði.

Látum vjer þá ritverki þessu hjer með lokið og vonum að einhver hafi gagn og gaman af.

   (59 af 102)  
1/11/03 05:00

Skabbi skrumari

Félagsrit yðar, hefur innblásið oss... var þetta rétt?

1/11/03 05:00

Vladimir Fuckov

Já, þetta var hárrjett [Ljómar upp]

1/11/03 05:00

Hildisþorsti

Oss þyrstir í meiri fróðleik frá yður.

1/11/03 05:00

Glúmur

Þér eruð snillingur Vladimir, sjaldan hef ég lesið jafn þarft félagsrit enda varla nokkur maður sem hefur fyrir því að þéra nú orðið. Erum vér sjálfur einmitt tilheyrandi téðum hópi.

1/11/03 05:00

Fíflagangur

Hahahahahahaa Glúmur náði 66% árangri í þérun og beygingarfeil aukreitis.

1/11/03 05:00

Fíflagangur

En hann er samt góður

1/11/03 05:00

Vímus

Tilfinningar vorar eru þess eðlis að þjer séuð snillingar. Það gleður oss einnig að vita að vjer erum eigi vangefnir. Vjer berum ótakmarkaða virðingu fyrir yður og yðar merka málfari. Hvernig hljómaði þetta í yðar huga?

1/11/03 05:00

Lómagnúpur

Elsku Vladimir, þetta er rangt hjá yður. Þéruð önnur persóna stýrir ekki fleirtölu, eða eins og einhver myndi segja, þér eruð glámskyggn. Margur hefur fallið flatt á þessu, því þarna er efinn. Um þérun í fyrstu persónu gegnir öðru máli, en hún er yfirleitt notuð um hóp manna. Vér mótmælum allir. Að þéra sjálfan sig með yðar hætti þykir hins vegar merki um dramb og látalæti enda er slíkt aðeins háttur konunga og annara fílabeinsturnbúa.

1/11/03 05:00

Vímus

Sammála Lómagnúpi. Það stemmir ekki að segja við eina persónu. Þér eruð snillingar

1/11/03 05:00

Corazon

Það er sitthvað þéranir og véranir. Þéranir voru notaðar í tali ókunnugra manna sem 'voru ekki dús' frameftir síðustu öld. Véranir voru hins vegar lítt eða aldrei notaðar í mæltu eða rituðu máli þegar mælt var fyrir munn eins, þetta er gamla fleirtalan (fleiri en tveir) á meðan 'við' var tvítala og merking 'vér' er slík, þ.e. talað fyrir hóp manna á hátíðlega vísu; vér Íslendingar. Hugsanlega má finna tilvik í seðlasafninu einhvern tímann frá síðustu öld sem virðast benda á annað en það sýnir bara að misskilningur er gamall.

1/11/03 05:01

Nafni

Vér erum samsinna yður allra.

1/11/03 05:01

Vladimir Fuckov

Hehe, skemmtilegt að sjá einmitt svona mál vekja svona miklar deilur/umræður en aftast í pistlingnum gaf ég reyndar í skyn að hann væri líklega ekki óaðfinnanlegur. Dæmi hefðu þurft að vera fleiri/betri, "þér eruð snillingar" (NB nafnorð aftast) hljómar vægast sagt undarlega.

PS Lifa ekki annars allir ráðamenn Baggalútíu í fílabeinsturni ?

1/11/03 05:01

Lómagnúpur

Nei sko, Corazon dúkkaður upp. Maður lifandi!

1/11/03 06:01

Ívar Sívertsen

ö... örstutt??? þetta var bara helvíti langt!

1/11/03 06:02

EyjaSkjeggur

þetta er fróðleikur í lagi.

1/11/03 10:02

Fergesji

Vér viljum bæta við að orðin "vér" og "þér" eru upphaflega tvítöluorð og því skal ávallt hafa fleirtölulýsingarorð meðfylgjandi, ef nokkur eru.

1/11/03 10:02

Mosa frænka

Það eru 'við' og 'þið' sem voru tvítöluorð. Um það er ég nokkuð viss.

1/11/03 12:01

Vladimir Fuckov

Rétt, 'við' og 'þið' voru tvítöluorð, sbr. t.d. þennan pistling Hlégests:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=525&a mp;n=1326

1/11/03 12:01

Fergesji

Afsakið, vér höfum vísazt farið með rangt mál þarna áðan.

8/12/04 09:01

Pangúr Ban

Annars er það líka til siðs að þúa sjálfan sig þótt aðrir séu þéraðir, ég segi yður satt. Sumir taka þó Loðvík fjórtánda á'etta og beita "pluralis majestatis". Það mælist þó misvel fyrir.

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.