— GESTAPÓ —
Carrie
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/05
Rómantík á aðventunni

Um ástina og krumma.

Ég fór á kaffihús ekki fyrir löngu síðan; Eymundsson í Austurstræti. Kaffið var gott en borið fram í pappamálum sem kom ekki að sök, en mér þykir þó betra að drekka kaffi úr öðru eins og til að mynda mávastelli.
Ég sat ásamt vinkonu minni sem er ekki Gestapói en góð kona engu að síður. Við ræddum stjórnmál, skemmtun gærdagsins og um komandi jól. Á næsta borði við okkur sátu maður og kona á stefnumóti. Þau þögðu og horfðust í augu og hann kyssti á hönd hennar. Svo þögðu þau meira og töluðu ekki neitt og horfðust bara í augu.
Ég bað góðan Guð í hljóði að ég myndi aldrei fara á svona stefnumót. Við vinkonu mína sagði ég að ég vildi frekar deyja en fara á svona stefnumót, henni fannst það heldur dramatískt hjá mér. Sem er rétt - ég myndi kannski ekki frekar vilja deyja en ég myndi allavega ekki staldra lengi við á stefnumótinu.

Annars sá ég krumma í morgun þegar ég var að ganga heim, hann stóð metra frá mér. Hann krunkaði og flaug svo burtu. Hann var svartur og hann var fuglinn minn.

   (5 af 5)  
2/11/05 13:01

B. Ewing

Ja svei, [hrökklast upp og rennur á rassgatið] ertu gerilsneydd allri rómantík? Þau þurfa ekki að segja neitt. Að halda háfleygar ræður um ágæti hvors annars er alger vitleysa. [Roðnar niður í tær og lætur sig bráðna ofan í holuna á gólfinu.]

2/11/05 13:01

Dula

Það er nú aldeilis fínt ef fólk getur haldið sér saman í stað þess að skemma andrúmsloftið með einhverju jarmi um ekki neitt. Þögnin er gulls ígildi.

2/11/05 13:01

Finngálkn

Ein öfundsjúk!!! - Þú finnur aldrei svona ást!

2/11/05 13:01

Lopi

Já, ég hélt að þetta væri það sem allir þrá; ást og engar málalengingar!

2/11/05 13:01

krossgata

Ást og engar málalengingar vil ég hafa á hagkvæmari stað en kaffihúsi, t.d. svefnherberginu. Mér verður flökurt af tilhugsuninni um svona stefnumót. Krummi er fallegur fugl.

2/11/05 13:01

Regína

Vertu bara róleg Carrie, þú átt aldrei eftir að lenda á svona stefnumóti. Þú átt eftir að bulla einhverja vitleysu til að hafa afsökun til að geta starað í augun á elskunni þinni. Mér finnst nú reyndar bara gott hjá þeim að sleppa þvaðrinu og halda sig við aðalatriðið, svona í blábyrjun.

2/11/05 13:01

Þarfagreinir

Ekki Gestapói? Góð kona engu að síður?

Does not compute

2/11/05 13:01

Offari

Stefnumótið endaði upp á hóteli og þar fór vel á með okkur en við gleymdum okkur í allri þessari þögn og unaði, hinsvegar hefðum við mátt spurja hvort annað að nafni svo víð gætum hringt til að geta endurtekið leikinn.

2/11/05 13:01

B. Ewing

[Flettir Símaskránni]Offari, gleymdiru nokkuð að skrá þig í Símaskrána? [Flettir meira en finnur engan Offara]

2/11/05 13:01

albin

Ég get sagt þér fimmaurabrandara, þögnin verði ekki of mikil.
Hvenær er mæting? Já og hvar?

2/11/05 13:01

Golíat

Ef fólk getur þagað saman, þá er allt í góðu. Allir geta talað saman en þögnin er erfiðari. Ég öfunda þetta fólk líka, en úr hæfilegri fjarlægð.
Hrafninn er hinsvegar hálfgerð óskepna og fátt gott um hann að segja. Um það geta margar ær, sem afvelta hafa farið, vitnað.

2/11/05 13:01

Hakuchi

Ég gef þessu þrjár vikur. Svona væmni og tilfinningasemi er óásættanleg og vísbending um hollywoodvæðingu samfélagsins.

Þögn er sannarlega gulls ígildi en hún á að koma eftir 30 ára samband þar sem bæði hafa fengið nóg af hvoru öðru og hafa ekkert við hvort annað að segja.

Horfa-í-augu-þögn er bara tjahh...svo...amerískt.

2/11/05 13:01

Hakuchi

Já og lifi hrafninn.

2/11/05 13:01

Altmuligmanden

Hann krunkaði alla vega einu sinni en staldraði ekkert við. Er það það sem þú þráir?

2/11/05 13:01

Nermal

Það er allt í lagi að vera væminn ef maður er ástfanginn. Verð að prufa það einhverntíma.

2/11/05 13:01

Hakuchi

Tilfinningasemi er fyrir Ítala. Lifi sönn íslensk geðdeyfð og bæling.

2/11/05 13:01

Blástakkur

Ég kalla það að vera afslappaður. Það er gott að vera afslappaður. Ástríður og tilfinningar eru þreytandi.

2/11/05 13:02

Hakuchi

Já eða það.

2/11/05 13:02

krumpa

Mér finnst þetta bara fallegt.
Einu sinni var ég á veitingastað þar sem var greinilega líka par á sínu fyrsta deiti. Í stuttu máli komst konan aldrei að því að allt kvöldið var maðurinn að telja upp fyrrverandi ástkonur sínar og hvað hefði nú verið að hverri þeirra-enda klúðruðust öll samböndin vegna þess hvað konurnar voru mislukkaðar, hver á sinn hátt. ALLT KVÖLDIÐ var hann að tala um þetta! Má ég þá frekar biðja um þögnina!

2/11/05 13:02

Carrie

Takk fyrir viðbrögð við fyrsta félagsriti mínu. Gleður mig að einhver nenni að lesa það.
Það eru greinilega skiptar skoðanir um hvort eigi að notast við horfa-í-augu-þögn eða ekki á stefnumótum. Stend enn með fyrri orðum mínum - ekki sjens ég fari á stefnumót og horfi í augu viðkomandi og dæsi meðan hann horfir dreymnum augum á mig. Þá vil ég frekar hitta krumma í morgunsárið.

2/11/05 14:00

Altmuligmanden

Carry on baby!

2/11/05 14:00

Jóakim Aðalönd

Stend með fyrri orðum mínum: Ekki séns að ég fari á stefnumót.

2/11/05 14:01

Nornin

Rómantík er æði [ljómar upp]
Ég fór á svona stefnumót um daginn, reyndar töluðum við saman líka, en slatti af tímanum fór í að horfa bara á hvort annað... og það var mjög gott.
Að loka heiminn úti og stara dreymnum augum á manninn sem situr andspænis þér, er frekar róandi, sérstaklega í öllu stressinu sem virðist hafa heltekið þjóðina.

2/11/05 14:01

kolfinnur Kvaran

Við þessa tækni er einungis hægt að notast ef viðkomandi hefur fallega ásjónu, en ef notast er við hugtakið ,,fegurðin kemur innan frá" þá tel ég þessa aðferð ekki bera vænlegan árangur.

2/11/05 14:01

B. Ewing

Hljómar eins og svakalega skemmtilegt stefnumót já ykkur Nornin, var gaman hjá ykkur?

4/12/06 01:00

Billi bilaði

Til hamingju með Rafmælið!
[Ljómar upp og skálar í asnahanastéli]

4/12/06 01:01

Hakuchi

Já til hamingju.

4/12/06 03:02

Carrie

Takk kærlega fyrir. [Skálar]

Carrie:
  • Fæðing hér: 1/10/05 02:19
  • Síðast á ferli: 15/8/12 18:11
  • Innlegg: 3034
Eðli:
Carrie er vitavörður í Baggalútíu og býr í vitanum sínum. Hún er einnig öryggiskona í Hlerunarstofnuninni.
Fræðasvið:
Vitavörður og öryggiskona.
Æviágrip:
Carrie fluttist til Baggalútíu í byrjun október 2005. Daginn eftir komuna hingað klippti illgjörn tvíburasystir hennar bremsur bíls hennar í sundur svo hún keyrði fram af klettum og slasaðist. Í eitt ár lá hún minnislaus á sjúkrahúsi í Chile. Er minnið fór að skila sér lét hún flytja sig tafarlaust aftur til Baggalútíu og hefur dvalið hér síðan.
Carrie gætir öryggis starfsfólks Hlerunarstofnunarinnar. Einnig er hún vitavörður.