— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Saga - 2/11/06
Kennarinn

Við lestur á samnefndu riti annars Gestapóa varð mér hugsað til eins kennara míns úr grunnskóla. Ég var í skóla í litlu sjávarþorpi úti á landi og virtist vera erfitt að fá kennara þangað, svo því var tekið sem bauðst. Þetta er sönn saga en nöfnin eru uppspuni, svona djöst in keis...

Ég held að það hafi verið á skólasetningu, árið sem ég byrjaði í sjöunda bekk sem ég sá hann Hjálmar fyrst. Hann var lágvaxinn og grimmdarlegur maður, rauðbirkinn með freknur. Mér leist ekkert á hann. Mamma sagði að það væri bara rugl í mér, þetta væri örugglega ágætismaður, ég væri bara hrædd við að fá nýjan kennara. Seinna um daginn sá ég hann í kaupfélaginu með konu sinni og dóttur. Konan hans var hávaxin og falleg og dóttirin líktist greinilega móður sinni, ljóshærð og sæt, ca. fjögurra ára. Mér þótti það traustvekjandi að Hjálmar væri fjölskyldumaður og hugsaði með mér að mamma hefði kannski haft rétt fyrir sér.

Ekki ætla ég að rekja alla sjöunda bekkinn, heldur stikla á stórum afrekum Hjálmars í að afla sér haturs nemenda sinna. Við vorum þrír bekkir saman í stofu, sjötti, sjöundi og áttundi, alls fimmtán nemendur. Oft gátu verið læti eins og gengur og gerist og bregða kennarar oft á það ráð að senda einhvern fram eða færa borð í sundur og þess háttar. Aðferðir Hjálmars við að skakka leikinn voru okkur framandi. Við höfðum bara heyrt um svona í bókum eða sögum. Það var ekki óalgengt að við værum lamin með reglustiku á handarbökin, svo fast að það sveið lengi á eftir. Strákarnir voru oft látnir taka armbeygjur og stelpurnar látnar hlaupa marga hringi í kringum skóla- og íþróttahúsin. Þetta hætti þó eftir síendurteknar kvartanir sem loks voru teknar trúanlegar.

Eftir áramótin þegar við byrjuðum aftur í skólanum sagði Emma vinkona mín mér að konan hans Hjálmars hefði sofið heima hjá henni um nóttina, og litla dóttirin líka. Hafði Emma heyrt tal foreldra sinna um morguninn þar sem þau ræddu það hvernig maður það væri eiginlega sem henti konu sinni og dóttur út í hríðarbyl seint að kvöldi. Ef við vorum ekki komin með ógeð á karlinum nú þegar þá fengum við ógeð á honum þarna.

Hegðun Hjálmars fór nú stigversnandi eftir að konan hans flutti burt. Eitt laugardagskvöld gisti ég, ásamt tveim öðrum stelpum, heima hjá Soffíu vinkonu minni, en Soffía var ein heima. Hún bjó í sömu blokk og Hjálmar, Hjálmar var á þriðju hæð en Soffía á þeirri fyrstu. Eftir videogláp og almenn gelgjulæti ætluðum við að fara að sofa, en þá barst svo mikill hávaði niður að okkur var ómögulegt að sofna. Í fyrstu fannst okkur bara fyndið að Hjálmar kennari væri með partý og við urðum að sjálfsögðu forvitnar um það hver vildi eiginlega koma í partý til hans! Eftir nokkra andvöku ákváðum við að laumast upp og kíkja, en við heyrðum að það var opið fram á gang hjá Hjálmari. Við höfðum hugsað okkur að læðast í myrkrinu upp á aðra hæð og vita hvort við sæjum einhvern uppi, voða spæjaralegt allt saman. Við fórum tvær upp og komumst alla leið upp á þriðju hæð, því þó það væri opið inn til hans þá var enginn frammi á ganginum. Vorum við búnar að ákveða að biðja um að hurðinni yrði lokað. Við þorðum hinsvegar aldrei að vekja athygli á okkur því það sem við sáum innan við dyrnar var of hræðilegt fyrir þrettán ára stelpur. Í stofusófanum sátu þrír karlmenn og fróuðu sér yfir svæsinni klámmynd. Við fórum niður og þorðum ekki fram aftur. Þetta kom svo sem ekki skólanum við en við höfðum samt séð þetta og vorum enn hræddari við karlinn fyrir vikið.

Eitt sinn fengum við tvær stúlkur leyfi til að fara í tölvustofuna og leika okkur í pacman. Við ruddumst blaðskellandi inn í stofuna þar sem, okkur að óvörum, Hjálmar sat og var að vinna í tölvunni. Hann var þó bara að vinna í tölvunni með annarri hendi því í hinni hélt hann á lóknum á sér og stundaði sömu iðju og við höfðum séð um kvöldið í blokkinni. Ég þarf ekki að taka það fram að við fórum ekki að leika okkur í pacman.

Þegar ég var yngri var ég með barnaexem sem hrjáði mig þó aðallega þegar kalt og rakt var úti. Ég var iðulega með varaþurrk og hafði því alltaf með mér einhvern varasalva sem ég þurfti að bera á mig oft á dag. Stundum var ég líka bara með vaselín í varasalvadós, það virkaði fínt. Einhvern tíma sá hann Hjálmar að ég var að bera á mig varasalva. Þegar þarna var komið var hann, að því er virtist, farinn að leggja sig fram við það að vera ógeðslegur (Treysti e.t.v. á það að við vorum of feimin til að kjafta frá?). Hann gekk að borðinu þar sem ég sat og spurði hvað ég væri með í dósinni. Ég sagði honum að þetta væri bara vaselín. „Má ég fá“? spurði hann þá. Ég þorði ekki annað en að játa því, hann mætti fá varasalva. Rekur hann þá vísifingurinn svo djúpt ofan í dolluna að hann tekur nærri allt úr henni. Stendur hann augnablik og horfir á vaselínlelluna á fingrinum á sér, lítur svo yfir bekkinn og segir „ég þarf að skreppa aðeins á klósettið,“ og gengur út úr stofunni, okkur til mikils hryllings. Ég notaði aldrei aftur varasalva nema í frímínútum.

Ég get nú alveg hlegið að þessu í dag en á meðan á þessu stóð var mér ekki sérlega skemmt. Stóran hluta af þessu fengu foreldrar mínir aldrei að vita, einfaldlega vegna þess að unglingsstelpur eru oft tregar til frásagnar af svona hlutum.

"Hjálmar, the Highlights" var í boði barnæsku blóðugs.

   (5 af 27)  
2/11/06 16:01

Sjöleitið

Vandað.

2/11/06 16:01

Andþór

Ég er orðlaus alveg.

Vel skrifað og takk fyrir mig.

2/11/06 16:01

Tigra

Huggulegur kennari.
Vá hvað ég skil þig samt vel.
Ef svona gaurar gera ekki litlar stelpur algjörlega fráhuga karlmönnum þá veit ég ekki hvað.

2/11/06 16:01

Tígri

Pjúff:
Ógeðslegur gaur þetta.

2/11/06 16:01

Jarmi

Þetta var nógu sjúkt til að vera satt.

En afsakið mig núna, ég þarf að fara á klósettið.

2/11/06 16:01

Regína

Vonandi geta svoan perrar ekki komist í fleiri kennarastöður.

2/11/06 16:01

Billi bilaði

Úff.

2/11/06 16:01

B. Ewing

Jeminn. Það mætti halda að þær stéttir sem störfuðu við uppfræðslu og dagleg samskipti við börn og unglinga hafi verið uppfull af ógeðslegum perrum og vondu fólki (upp til hópa). Miðað við þjóðfélagsumræðuna þetta árið a.m.k

2/11/06 16:01

blóðugt

Ég verð nú að taka það fram að þó ég hafi haft misjafna kennara þá bar þessi af í ógeðslegheitum.

Ég get nefnt mikið fleiri kennara sem voru algjörar perlur og margir þeirra eru góðir kunningjar mínir í dag eftir að ég varð fullorðin. Það er samt bara svo skrítið að þetta ógeð situr svo fast í manni.

2/11/06 16:01

Skabbi skrumari

Oj barasta... þvílíkt kríp...

2/11/06 16:01

Herbjörn Hafralóns

Ég er svo adeilis hlessa.

2/11/06 16:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Tek undir með Billa - nákvæmlega það sem ég hugsaði.

Þetta er magnað rit, sem vekur miður þægilegar pælingar hjá lesandanum.

2/11/06 16:01

Isak Dinesen

Hreint ótrúleg saga.

2/11/06 16:01

Línbergur Leiðólfsson

Jahéddna!
Segi nú ekki annað.

2/11/06 16:01

Upprifinn

Og svo eru menn hissa á þú kunnir eitt og eitt blótsyrði.

Flott rit.

2/11/06 16:02

Tina St.Sebastian

Úff.

2/11/06 16:02

Kondensatorinn

Vondur.

2/11/06 16:02

krossgata

Það fer hrollur um mann.

2/11/06 16:02

Kiddi Finni

Meiriháttar saga, einhverstaðar hefur þú lært að skrifa þrátt fyrir þennan kennara. Gott hjá þér.

2/11/06 16:02

Garbo

Já, allt sem þau sögðu, nema þetta með klósettið!

2/11/06 16:02

Dula

Vá hvað þú ert frábær penni KONA !

2/11/06 17:00

Sundlaugur Vatne

Æi, varstu með exem, blessaður anginn?

2/11/06 17:00

blóðugt

[Skellihlær] Þið eruð æði...

2/11/06 17:00

Leiri

Sannast sagna ágæt, heiðarleg og bersögul frásögn um þann óttalega algenga pervertisma sem virðist dafna á ólíklegustu stöðum. Ólíkt annari frásögn af sama meiði, sem ég hef nýlega lesið, er þetta félagsrit örugglega frumsamið og það er mikill kostur. Þessi höfundur á ábyggilega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni, enda á besta aldri, miðað við myndina á bókarkápu.

2/11/06 17:00

Finngálkn

Þú ferð ekki rétt með! Það var ég sem var að kippa í hjalla frænda og svo var Sigga systir þarna líka - sú verður ekki ánægð með að vera höfð fyrir karlmann!

2/11/06 17:01

Vladimir Fuckov

Úff. Það er með ólíkindum að svona menn komist í kennarastöðu nema þá í mesta lagi í örstuttan tíma og þá bara einu sinni.

2/11/06 17:01

Don De Vito

Gróft... Ég hef nú ekki lent í svona slæmum kennara, ennþá allavega...

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.