— GESTAPÓ —
blóðugt
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/05
Morð.

Í dag var maður hengdur án dóms og laga af óforskömmuðum hausaveiðurum.

Þeir sáu sér fært að teygja úrkynjaða og siðlausa arma sína yfir höf og fjöll til þess að sjá til þess að réttlætinu yrði framfylgt, því það er auðvitað réttlætið eitt sem þeir hafa að leiðarljósi.

Ég vona bara að þeir sofi vært og rótt í nótt og allar nætur héðan af, vitandi það að hendur þeirra eru klístraðar af blóði hins mikla réttlætis.

Þeim tókst það loksins!

   (19 af 27)  
1/12/05 10:01

Vamban

Mikið var að beljan bar...

1/12/05 10:01

Skabbi skrumari

Maður fyllist bara heilagri forvitni við þennan lestur...

1/12/05 10:01

bauv

Er þetta djók?

1/12/05 10:01

blóðugt

Nei.

1/12/05 10:01

Sundlaugur Vatne

Ég fer nærri um hvað þú ert að tala. Þetta er virkilega sóðalegt. Einu sinni var hver maður saklaus þar til sekt hans var sönnuð. Hausaveiðarar nútímans fullyrða sekt fólks út frá orðrómi og slúðri áður en rannsókn hefur farið fram.

1/12/05 10:01

Bölverkur

Tökum ekki líf, hvorki sekra né saklausra. Með líftöku gerumst við viðbjóðslegir glæpamenn.

1/12/05 10:01

Offari

1/12/05 10:01

B. Ewing

Ég hef greiinilega ekki verið að lesa, hlusta´eða horfa á neitt í dag. [klórar sér]

1/12/05 10:01

Rósin

Voðalega DV lykt finn ég af þessu.

1/12/05 10:01

albin

Ef þetta er það sem ég held, þá var það bara spurning um tíma hvenær þetta skeði, ekki hvort.

1/12/05 10:01

Skabbi skrumari

[Springur af forvitni]

1/12/05 10:01

Rósin

Ah ég skil núna. Fréttirnar útskýrðu. Þetta er svakalegt.

1/12/05 10:01

Galdrameistarinn

http://alvaran.com/index.php?ind=news&op=news_show_single&ide=41

1/12/05 10:01

Hvæsi

[Safnar saman öllum tölublöðum DV sem hann kemst yfir, og heldur brennu á lækjartorgi]

1/12/05 10:01

Skabbi skrumari

Þvílíkur viðbjóður sem þetta sorprit er...

1/12/05 10:01

Wiglihi

Ég verð að segja það að mínu mati þar sem mann greyið sem um er að ræða hafi eins og Blóðugt kemst að orði verið myrtur. Hvort sem maðurinn hefði verið sakfelldur eður eigi þá á þetta ekki að eiga sér stað í fjölmiðlum fyrr en hann væri þá fundinn sekur fyrir dómstólum. Var ég mikið ánægður með forstjóra minn í dag að segja upp áskriftinni með það sama og vonast til að sem allra flestir geri það sama hið snarasta. Að mínu mati á að saksækja ábyrgðarmenn greinarinnar þar sem enginn vafi getur leikið á því að greinin hafi valdið þessu, því af áður séðum dæmum er DV hefur fólk fyrir rangri sök þá eru leiðréttingar í blaði þessu (ef þetta sorprit getur kallast slíkt) vægast sagt á þann veg að mannorð fólks sé endurlífgað.

1/12/05 10:01

blóðugt

Mikið óskaplega er ég fegin að þið eruð sammála mér. Ég hvet alla til þess að sniðganga nú þennan sorapistil og einnig hvet ég alla til þess að gera það sama og ég gerði.

Ég hringdi og óskaði þeim til hamingju með að vera orðnir morðingjar. Það er aldrei að vita nema að næst verði það nágranni ykkar.

1/12/05 10:01

albin

Ég mun ekki skeina mig á þessum pappír í hallæri. [frussar orðunum útúr sér með fyrilitningu á áhveðnum fjölmiðli]

1/12/05 10:01

Vladimir Fuckov

Þeir sem standa á bak við svona sorpblaðamennsku ættu að skammast sín (hvort þeir svo hunskast til að gera það er annað mál).

1/12/05 10:01

hundinginn

Hundskast?

1/12/05 10:01

Þarfagreinir

Þetta er mannorðsmorð og mannsmorð í senn. Mér er skapi næst að kasta upp. Að birta mynd af manni, nafngreina hann, og láta svona ásakanir fylgja með, er ekkert annað en hreinasta svívirða. Ég hef aldrei keypt þennan snepil og mun aldrei gera það, sérstaklega ekki úr þessu. Ef enginn kaupir þetta drasl mun það vonandi hætta að koma út, og ég held að enginn myndi syrgja þetta sorarit að því látnu.

1/12/05 10:01

hundinginn

"Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV sagðist ekki vera beinn málsaðili að málinu og því vildi hann ekki tjá sig um það þegar fréttastofa hafði samband við hann." ... Nei nei. Ritsjórinn sjálfur hefur auðvitað ekkert með efni FORSÍÐUNNAR að gera. Helvítis óharðnaða krakka hyski. USS. Les ALDREY þennan salernispappír framar. Fjölskylda mannsins fær hlýhugar hveðjur frá mjer. Og jeg spyr: Hver er næstur? Jeg? Þú?

1/12/05 10:01

blóðugt

Það er nákvæmlega málið! Hver er næstur? Það getur alveg verið ég og það getur alveg verið þú. Það er daglegt brauð að fólk sé borið röngum sökum.

Þetta fær fólk vonandi til þess að hugsa sig tvisvar um áður en það ber svona sora í blöðin, hvort sem það eru blaðamennirnir eða þeir sem hringja inn fréttaskotin.

Svona er ekki hægt að réttlæta, hvort sem viðkomandi er sekur eða saklaus. Sá sem segir þetta réttlæti er ekkert annað en samviskulaus fáviti og engu betri en þessi óþroskaði soralýður sem sér um að skrifa þennan viðbjóð.

Lítum svo öll í eigin barm næst þegar við slúðrum um náungann, það gæti orðið banvænt.

1/12/05 10:01

Grýta

Ég er harmi slegin og gráti næst.

Morðhundadjöflar.

1/12/05 10:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hörmung í alla staði hörmung

1/12/05 10:02

Magnús

Hvort sem maðurinn hafi verið sekur eða saklaus kemur málinu í raun ekki við; DV ber mjög líklega einhverja ábyrgð á dauða þessa manns. Ég vil hins vegar spyrja ykkur hvort saklaus maður myndi fyrirfara sér vegna þessa?

1/12/05 10:02

blóðugt

Það gæti vel hugsast. Eftir svona meðferð í blöðunum unir þú þér hvergi friðar. Það er bara þannig. Það er nóg af fólki sem er nógu vitlaust til þess að taka þátt í ofsóknum á hendur þessu fólki. Hvort sem þær ofsóknir eru í opinberar eða fólgnar í hvískri og pískri.

Það skiptir mig hinsvegar engu máli hvort um sekt eða sakleysi er að ræða og ætti engan að skipta máli. Við fæðumst með réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. Hver í ósköpunum getur leyft sér að hafa þann rétt af nokkrum manni?

1/12/05 10:02

Isak Dinesen

Takk fyrir þetta góða rit blóðugt. Þegar ég las það hafði ég grun um hvað gerst hefði og mín fyrstu viðbrögð voru að athuga forsíðu DV á www.visir.is. Hvað segir það um þetta sorarit? Það sem ég á erfiðast með að sætta mig við er að þetta áttu ALLIR að geta gefið sér fyrirfram, það átti ekki að bíða eftir andláti til að staðfesta að þetta blað er að eyðileggja líf fólks.

Þá tek ég einnig undir þetta með slúðrið - það getur haft jafn slæmar afleiðingar og fréttir sorprita.

1/12/05 10:02

Leir Hnoðdal

Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum Magnús. Ég las þetta rit þegar um 4 höfðu lagt orð í belg og skildi neitt í neinu, þó var ég búin að sjá mynd af forsíðu þessa snepils í Fréttablaðinu og þekkja þar þennan vesalings mann og hugsa ábirðamönnum þessa skeinipappírs þegjandi þörfina einu sinni enn. Svo kom undarleg auglýsing í útvarpinu í hádeginu og ég var rétt byrjaður að leggja saman tvo og tvo þegar ég þurfti snúa mér að öðrum verkum. Fréttaágripið á St. 2 slóg mig svo rækilega utanundir og ég votta öllum aðstandendum mannsins mína samúð. Pronto.

1/12/05 10:02

blóðugt

Auðvitað átti ekki að þurfa að bíða eftir þessu, en þetta er alveg eins og með allt. Það þarf alltaf stórslys til að fólk fari að hugsa.

Ég hugsa hlýlega til fjölskyldu mannsins og annarra sem málið snerta, á hvaða hátt sem það er (fyrir utan auðvitað aumingjana á DV). Þó ég komist einhvern tíma að hinu sanna um sekt mannsins eða sakleysi, mun það í engu breyta skoðun minni á þessu máli.

1/12/05 10:02

Wiglihi

Amen Blóðugt, tek undir það.

1/12/05 10:02

feministi

DV er og hefur verið skítasnepill og ætla ég ekki að eyða orðum á hann. Hugur minn er aftur á móti hjá fórnarlömbum þessa mans og fjölskyldum þeirra.

1/12/05 10:02

blóðugt

Ég er í engu viss um það hvort fórnarlömbin eru til í raun. Ég hugsa þó einnig hlýlega til þeirra sem grunur leikur á að hafi verið brotið á. Séu fórnarlömbin til, var einnig stórlega brotið á þeim í dag, í ofánálag við allt annað. Fórnarlömb eiga alltaf rétt á því að fá skjalfest hvers kyns var. Héðan af verður ekkert til nema orðrómur sem gæti ásótt þau enn frekar. Ég vona að allir geri sér grein fyrir því að svona lagað getur haft engu minni gereyðandi áhrif á fórnarlömb og þeirra fjölskyldur eins og þau áhrif sem þetta hefur á fjölskyldu mannsins.

Ef aðeins DV sér þá sóma sinn í því að láta þetta fólk vera og leyfa öllum að syrgja í friði fyrir ógeðfelldum ágangi.

1/12/05 10:02

albin

Feministinn tekur það tvisvar hér fram með nákvæmlega sömu orðunum að hugurinn sé m.a. hjá "fórnarlömbum" mannsins. Væntanlega hefur Feministinn eitthvað fyrir sé í því. (Annað en Djé Vaff)

1/12/05 10:02

blóðugt

Það má vel vera að feministi hafi eitthvað fyrir sér í því. Þetta væri þá aðeins til að auka þjáningar meintra fórnarlamba sem og blásaklausrar fjölskyldu mannsins. Feministi gerir sér efalítið grein fyrir því.

1/12/05 10:02

Dexxa

Rosalega getur fólk verið grimt, tilitslaust og dautt að innan... DV ætti að skammast sín og hætta að gefa þennan viðbjóð út!!

1/12/05 10:02

Vímus

Það fæst aldrei úr því skorið hvort þessi maður sé sekur um það sem DV ber á hann.
Annars hljóta þessir drullupennar að vera með heimskara móti ef þeir sjá ekki að einhvern daginn mun eitthvert af fórnarlömbum þeirra, sem mörg eru ekki heil á geði verða til þess að stúta þeim einum eða öllum.

1/12/05 10:02

Leir Hnoðdal

Það yrði sannarlega forsíðufrétt.

1/12/05 10:02

Ríkisarfinn

Ég er með Magnúsi í þessu, þessi maður hefur haft eithvað á sammviskunni, en hann fékk að sleppa auðveldu leiðina núna er ekki hægt að sakfella hann fyrir níðingsskap og hvað veit maður hvað annað hann hefur kannski gert af sér. Farið hefur fé betra.

1/12/05 10:02

blóðugt

Þú vilt þá kannski að dómarar og aðrir laganna verðir verði bara reknir. Það hlýtur að vera peningasóun að borga því pakki laun ef hver sem er getur tekið lögin í sínar hendur. Vinnur þú kannski á DV?

1/12/05 10:02

albin

Ég hugsa að það hljóti að vera erfitt að vera borinn slíkum sökum opinberlega, búandi í litlu bæjarfélagi þar sem hver kjaftur þekkir þig. Sérstaklega ef um saklausan einstakling er að ræða. Fólk er mis sterkt, þess vegna sjá sumir að taka eigið líf sem sitt eina úrræði.

1/12/05 10:02

blóðugt

Við vitum ekkert um sekt eða sakleysi þessa manns. Það ber þó að hafa í huga að glæpamenn geta sjálfir orðið fórnarlömb níðingsverka. Aðgát skal ætíð höfð í nærveru sálar.

1/12/05 10:02

Ríkisarfinn

Nei ég vinn ekki á DV, og það á ekki að loka dómskerfinu en þegar maður sem lendir á forsíðu DV sviftir sig lífi þá er ekki í lagi með hann, ég veit ekki hvort þú þekktir hann þó að hann hafi búið í sama sveitarfélagi og þú, en það var búið að kæra hann DV fékk veður af því og segir að hann hafi verið kærður fyrir að misnota drengi, hann vill greinilega ekki að málið fái dómsmeðferð og setti sjálfan sig í dómarasætið, og við sjáum nú öll niðurstöðu hans.

1/12/05 10:02

blóðugt

Ég er augljóslega ósammála.

1/12/05 10:02

blóðugt

En tek það samt fram að ég veit ekki um sekt eða sakleysi mannsins.

1/12/05 10:02

Offari

Sekt eða sakleysi er ekki umræðan, heldur sú ósvífni að birta myndir og fullyrðingar um manninn sem að gera honum ekki kleift að láta sjá sig á almannafæri. Þeir sem skrifa svona vita hvað þeir eru að gera og ættu því að taka afleiðingum gjörða sinn rétt eins og aðrir morðingjar.

1/12/05 10:02

Kondensatorinn

Við getum ekki vitað hvað þessi maður hugsaði eða hvers vegna hann tók líf sitt. Það er fullt af fólki sem tekur líf sitt án þess að hafa framið afbrot. Mér finnst ósmekklegt klaufalegt og ruddalegt af arfanum að segja að þessi maður hafi fengið að sleppa auðveldu leiðina.
Kannski var maðurinn einfaldlega myrtur.

Ég votta öllum sem líður illa samúð mína.

1/12/05 10:02

feministi

Þeir sem kærðu manninn vita hvort hann er sekur eða saklaus, en það verður aldrei dæmt úr þessu. Vonandi mun ritsjórn og eigendur DV hugsa sinn gang eftir þetta mál og viðurkenna að með svona fréttaflutningi fara þeir langt út yfir öll velsæmismörk og það gagn sem frjálsir fjölmiðlar gera að öllu jöfnu snýst upp í andstæðu sína.

1/12/05 11:00

Ferrari

D.V er búin að skíta upp á bak núna og vonandi að þetta verði til þess að fólk hætti að versla þennan snepil.Ritstjórararnir eru siðblindir aulabárðar sem ekki er hægt að treysta fyrir svo mikið sem post-its miðum til að skrifa á

1/12/05 11:00

Leibbi Djass

RÆKALLINN! Við getum ómögulega vitað hvað maðurinn hafði á samviskunni enda er það ekki kjarni málsins, eins og komið hefur fram. Ég tek undir með Konda Kandýs og votta öllum sem líður illa samúð mína og neita jafnframt svo mikið sem að yrða eða hvísla um DV. Fyrir mér er það ekki til lengur.

Virðingafyllst.

Herra Leibbi Djass.

1/12/05 11:00

Ríkisarfinn

Ef DV er ekki pappírsins virði sem það er prentað á hverjum er þá ekki sama hvað í því er. Man einhver hvað var á forsíðu DV fyrir ári ? Og ef DV er svona ómerkilegt í ykkar augum hvernig vitið þið þá svona mikið um þetta mál ?

Sá sem syndir á mót straumnum þarf ekki endilega að vera að verja viðkomandi heldur einungis að velta upp öðrum sjónarmiðum.

1/12/05 11:00

Anar

Ríkisarfinn hefur punkta... þeir eru logandi heitir og erfitt að grípa þá, þótt laust sé kastað. Fæstir vilja vera í hans liði með svona bolta. (Nice balls Ríkisarfi.)

En! Og ég segi 'En!'. Ég held að blóðugt hafi alls ekki verið að vekja umræðu um sekt eða sakleysi þessa mans. Heldur umræðu um beytingu Fjórða Valdsins svokallaða. Það er nú einu sinni þannig að þetta umrædda Fjórða Vald er ekki forréttindi heldur ábyrgð. Og það skal hverjum manni vera það ljóst að þó svo að þetta vald sé auðvelt að hlotnast er það ekki þarmeð hans að misnota.
Misnotkunin sem um er rætt kemur sterklega fram í umræddum "fréttaflutning", þar sem menn eru "bornir sökum" fyrir alþjóð.
Vissulega er það rétt að öll eigum við rétt á að vita hvað á sér stað í samfélaginu hverju sinni, en þó það hljómi kannski á þann hátt, að allir þurfi að vita allt alltaf, þá er það bara ekki staðreyndin. Vel má halda því fram að þeir sem óska sérstaklega eftir upplýsingum eigi rétt á þeim, en þeir sem leita ekki eftir upplýsingum óski jafnvel ekki eftir þeim (hér á ég við muninn á forsíðu og grein inni í blaði (sem er eingöngu lesin af þeim sem kaupa blaðið og leita sér þarmeð eftir upplýsingum)). Í þessu tilviki var sú leiðin ekki farin... fjarri því. Hér var kastað fram á þursalegan hátt staðreyndum sem gefa skoðanalega séð hrífandi áhrif í vil með öðrum málsaðila. (Skiptir þar engu hver/hverjir þeir eru.) Ég held að ef við sem þjóð leyfum Fjórða Valdinu ganga svona langt séum við í raun (kannski óbeint) að gefa grænt ljós á að hin 'völdin' hagi sér á svipaðan máta.

Að endingu vil ég bara minna á...

~Sjaldan lýgur almannarómur... og Mogginn aldrei~

(ps. þetta er nú samt bara orðtiltæki, passið ykkur líka á Mogganum, vald þarf aðhald.)

1/12/05 11:00

Lopi

Er þetta raunverulegt? Var þetta ekki bara allt saman sviðsett?

1/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Anar hefur að mínu mati á réttu að standa. Ríkisarfinn kemur með athyglisverða punkta sem eiga alveg rétt á sér. Gleymum því ekki að öll mál eiga sér fleiri en eina hlið. Hins vegar verður seint deilt um slæma blaðamennsku DV og er alveg ástæða til að segja því blaði stríð á hendur, rétt eins og það blað hefur sagt mörgum þjóðfélaxþegnum stríð á hendur, misnotandi fjórða valdið í vestrænu þjóðfélagi.

Vafalaust hafa margir þeir sem blaðið hefur fjallað um átt eitthvað yfir höfði sér, en við getum ekki dæmt einstaklinga án þess að þeir fái að bera hönd fyrir höfuð sér. DV gerir sig sumsé sekt um að sýna einungis eina hlið á málinu, meðan hin hliðin er falin fyrir lesandanum.

Ég man þegar ég var í menntaskóla. Þá voru nokkrir einstaklingar reknir fyrir að hafa áfengi um hönd, án þess að vera gripnir með það í höndum, eða neitt annað sem sannaði sekt þeirra. Þeir voru reknir vegna þess að þeir voru staðsettir á annari heimavist en þeirra eigin, án þess að það væri raunverulega kveðið á um það í heimavistarreglum. Mótmæli nemenda létu ekki á sér standa og innan tíðar þurfti skólastjórn að sjá að sér með hin ýmsu mál er vörðuðu nemendur skólans, enda ekki um óvini þar að ræða.

Ég hef aldrei keypt DV og mun aldrei gera. Mér finnst það blað vera til skammar fyrir íslenzka frétta- og blaðamenn, í þau fáu skipti sem ég hef lesið það hjá öðrum. Þetta tekur þó steininn út og svei mér þá, ég held að héðan í frá flytji ég mína vefbók frá blog.central.is yfir á annað bloggkerfi, því centralinn er í eigu DV núna. Kannske blogspot, eða eitthvað álíka.

1/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Mér finnst auk þess að blóðugt mætti í þessu félaxriti útskýra betur um hvað er raunverulega fjallað hér. Það er allskostar óskýrt fyrr en maður les krækju Galdra.

1/12/05 11:00

Nornin

Ég verð að taka undir með öllum ofanrituðum sem lýsa yfir ógeði á fréttaflutningi DV.
Ég hef aldrei keypt það og kem aldrei til með að gera það. Svona 'fjölmiðilamennska' lætur mig hugsa um hvort ritskoðun sé svo slæmur hlutur. Ég er farin að hallast að því að löggjöf þurfi á svona snepil.
Mér er illt.

1/12/05 11:00

fagri

Sem foreldri finnst mér að birta ætti nöfn og myndir af níðingum. En að sjálfsögðu ekki fyrr en búið er að finna menn seka.

1/12/05 11:00

blóðugt

Þegar ég skrifaði þetta félagsrit þá var málið ekki orðið opinbert. Ég frétti af því frá grátandi konu að maðurinn hefði látist og þá var ekki búið að ná í fjölskyldu hans. Því sá ég mér ekki fært að útskýra betur, ég var hinsvegar svo reið að ég gat ekki orða bundist og vissi að innan tíðar vissu allir af þessu.

Og Lopi minn, þetta var svo sannarlega ekki sviðsett.

1/12/05 11:00

rasid

Greinilegt er að Ríkisarfanum finnst rétt að sýna þjóðfélaginu hverjir séu barnaníðingar og er ég alveg sammála honum með að rétt sé að birta mynd og nafn þeirra manna sem DÆMDIR hafa verið fyrir slík athæfi.

Við skulum minnast þess að ef fjölmiðlar taka menn fyrir líkt og DV hefur ítrekað gert þá er það margfalt verri dómur heldur en nokkurn tíman að þurfa að sitja bak við lás og slá. Ég þekki til tveggja aðila sem DV hefur einnig sakað um barnaníð. Sakleysi beggja þessara manna var sannað en báðir þessir menn urðu að flýja með fjölskyldur sínar úr landi. Þeim dugði ekki að flytja í byggðarlag þar sem enginn ætti að kannast við þá því að á þeim stöðum sem þeir prufuðu að búa lentu börn þessara manna í einelti vegna blaðagreinarinnar sem byrst hafði í DV nokkrum árum áður. Ég veit einnig til þess að ættingjar annars mannanna þurftu að flytja sig í annan landshluta þar sem að ættingjarnir urðu einnig fyrir einelti vegna greina DV.

Rannsókn lögreglu á því máli sem hér um ræðir var á frumstigi og því lagt frá að búið sé að sanna sekt hans eða sakleysi. Það sem DV gerði með fyrirsögn sinni er að dæma manninn sekan fyrir þeim sem einungis sjá fyrirsögnina, og ef maður les greinina sjálfa þá er varla hægt að segja að hún velti upp spurningum í höfði mans um hvort maðurinn sé sekur eða saklaus.

Við skulum einnig velta því fyrir okkur hvernig DV hefði svo brugðist við ef sýnt hefði verið fram á sakleysi mansins fyrir dómstólum. Hefði DV þá birt stóra forsíðumynd af manninum á samt fyrir sögninni “Saklaus af nauðgunum”. Miðað við fyrri reynslu af leiðréttingum DV á röngum fullyrðingum í greinum sínu þá hefði þótt gott ef grein myndi birtast á bak síðu sem hefði fyrirsögn með 12 punkta letri og hefði kannski náð 5 línum.

Myndbirting á ákærðum mönnum í svona málum er að mínu mati aldrei réttlætanleg í fjölmiðlum fyrr en maðurinn hefur verið DÆMDUR sekur fyrir dómstólum Íslands. Við skulum minnast þess að allir eru saklausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir dómstólum.

Að lokum vill ég votta ættingjum og vinum mansins samúð mína.

1/12/05 11:00

blóðugt

Ég er líka alveg sammála því að birta eigi myndir af DÆMDUM barnaníðingum og öðrum hættulegum glæpamönnum sem fólk þarf að varast. En þó ekki með svona æsifréttaóþef.

1/12/05 11:01

Galdrameistarinn

Sammála þér Blóðugt með að birta myndir af DÆMDUM barnanýðingum og öðrum ofbeldismönnum, en það á ekki að taka mannorð fólks af lífi áður en löggildir dómstólar hafa kveðið upp sinn dóm.

DV hefur hvað eftir annað misboðið fólki með mynd og nafnabirtingum af meintum afbrotamönnum og þar með tekið viðkomandi af lífi mannorðslega séð.

1/12/05 11:01

Dalai Lama

Drepum DV með því að kaupa það ALDREI og versla ekki við þá sem auglýsa í blaðinu.

Legg til að einhver taki saman lista yfir fyrirtæki sem auglýsa í Daglegum Viðbjóði og haldi uppfærðum á netinu. Maður getur þá prentað hann út og varast eiga viðskipti við þá sem halda þessum morðingjabissniss úti!

1/12/05 11:01

Bölverkur

Förum að DV í hádeginu á morgun eða hinn, t.d. með rauð spjöld!

1/12/05 11:01

krumpa

Góð hugmynd Bölvi!
Ríkisarfi! Hefur þú lent á forsíðu DV? Maður nákominn mér hefur gert það - saklaus - og það gekk mjög nærri honum. En ekki bara honum heldur fyrst og fremst börnum hans, foreldrum og fjölskyldu. Svona mynd- og nafnbirtingar eiga ALDREI rétt á sér. Yfirleitt er nafnleyndar gætt í dómum vegna kynferðisbrota - það er aldeilis ekki til að vernda brotamanninn heldur fórnarlömbin.
Þessi maður var ekki dæmdur - þar með ekki sekur. Við búum í réttarríki og höfum dómstóla til að skera úr um slíkt - ekki skítasorasnepla.

Tökum hausinn út úr rassgatinu og áttum okkur á því að naflinn á okkur er ekki miðbaugur alheimsins!

Fólk er misjafnlega sterkt - og hver veit, ríkisarfi, nema þú myndir fara sömu leið í þessari aðstöðu? Burtséð frá sekt eða sakleysi.

1/12/05 11:01

Dr Zoidberg

Minni á undirskriftasöfnun:
http://www.deiglan.com/askorun/

1/12/05 11:01

blóðugt

Búin að skrifa undir og öll mín fjölskylda einnig!

1/12/05 11:02

Hilmar Harðjaxl

Þetta stríðir náttúrulega gegn öllu sem getur kallast mannsæmandi blaðamennska. Og mikið varð ég reiður við að hlusta á kastljósið áðan, að heyra þessar helvítis afsakanir. DV er voðalega heilagt náttúrulega, felur sig á bakvið einhverja afbakaða mynd af svokölluðum sannleik og gera svo ekki annað en að dreifa orðrómum, gróusögum og hreinum lygum.

Sniðganga þetta helvíti.

1/12/05 11:02

Nermal

Þetta eru allt kúkalabbar og aumingjar. Það kemur sennilega aldrei í ljós hvort maðurinn var saklaus eða ekki. Svo voru þetta svo mikklir aumingjar að þeir þorðu ekki að tjá sig við NFS. Hann þarna skítatittur sem ég man ekki hvað heitir akkúrat núna sagði bara... Horfið á Kastljósið. Mjög furðulegt að þeir fari til RÚV með söguna. Ég vona að einhver kúki á koddann hjá þeim öllum. Svo ættu frammvegis að fylgja gúmíhanskar með DV, vissara að nota hanska þegar skítur er meðhöndlaður!!!

1/12/05 12:01

Grýta

D.V. gerði ekki nokkrum manni greiða með því að birta myndina og nafngreina meintan sökudólg á forsíðu sinni.
Í Kastljósi í gærkvöldi, þóttist Jónas ritstjóri, vera málsvari meintra fórnarlamba. Þvílíkt bull! Þeim var heldur enginn greiði gerður, né þeirra fjölskyldu.
Eini tilgangurinn með þessari forsíðu var að selja blaðið, græða.
D.V hefur gjörsamlega siðlausa ritstjórnarstefnu, meta menn eða mannslíf einskins. Voga sér að birta hvað vitleysu sem er, helst ef þeim tekst að niðurlægja einhvern og drepa mannorð hans.
DV telur sig vera boðbera sannleika, sem þeir einir þykjast þekkja manna best. Það er ekkert annað en sannleikur siðblindra manna sem tröllríða DV skrifum.
Ein leiðin til að stoppa þá er að standa við það að kaupa ekki blaðið.
Ég myndi vilja fá þá, ritsjórnina og eigendur blaðsins svara til saka fyrir dómstólum.

1/12/05 13:00

Skundi

DV hefur undanfarin ár verið sorprit og ekki hef ég svo mikið sem litið á snepilinn augum í marga mánuði. En hverjir eru það sem halda þessu blaði uppi? Það erum við Íslendingar, með því að kaupa þennan óþverra þá styðjum við slíka fréttamennsku sem að er höfð við lýði þar. Að sjálfsögðu er þetta óafsakanlegt hjá ritstjórum þessa blaðs, en Íslendingar kölluðu þetta yfir sig með því að versla DV.

1/12/05 16:01

Urmull_Ergis

blóðugt:
  • Fæðing hér: 28/9/05 21:23
  • Síðast á ferli: 4/2/19 14:42
  • Innlegg: 8170
Eðli:
Sverðgyðja. Verndari vopnanna. Herská með eindæmum.
Fræðasvið:
Sverð, notkun þeirra og umhirða.