— GESTAPÓ —
Ríkisarfinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/12
Óþarfa tilfinningasemi.

Ég veit að þetta er óþarfa tilfinningasemi en svona er ég bara gerður.

Oliver er hættur störfum, Oliver er látinn.
Oliver, öðru nafni Opel Corsa 1,2S. LS 1986 er látinn.
Oliver leit dagsins ljós í verksmiðju Opel í Zaragoza Spáni snemma árs 1986 og var strax sendur til Noregs, þar var hann í þjónustu fjögurra manna fjölskyldu, hann var svokallaður konu bíll, var mest notaður í ýmiskonar snatt, búðaferðir, ferðir á pósthúsið og þess háttar, einstaka sinnum var hann svo notaður í að skutla börnunum tveimur á íþróttamót, svo þegar dóttirin varð eldri fékk hún stundum Oliver lánaðan hjá mömmu og þá var Oliver stundum fylltur af stelpum og þá var útvarpið skrúfað i botn og sungið með, stundum var líka farið í næsta bygðarlag og hangið á Statoil planinu, Oliver hélt áfram að þjóna eigenda sínum allt fram til 1999 en þá veiktist konan og Oliver var nánast ekkert hreyfður næstu árin. Árið 2001 fékk Oliver meiri hreyfingu en þá fékk dóttirin hann lánaðan, hún notaði hann með hléum allt til ársins 2010.
Árið 2011 var svo Oliver seldur úr fjölskyldunni, ég rakst á smáauglýsingu í blaði sem gefið er út á svæðinu og þar var hann til sölu fyrir lítinn pening, ég hef það sterklega á tilfinningunni á hann hafi verið seldur til að eigandinn, ekkill konunar sem Oliver þjónaði upphaflega, hafi vantað pening fyrir meira brennivíni.
Oliver þjónaði mér og mínum með sóma, auðvitað var hann stundum dyntóttur en ekkert sem ekki var hægt að laga. Í tvö ár var hann notaður nánast daglega bæði í lengri og styttri ferðir, þriggja dyra smábíll notaður sem fjölskyldu bíll, eftir að hafa þjónað mér og mínum í tvö ár hafði ég ekki lengur not fyrir hann, ég reyndi allt hvað ég gat til að selja hann en ekkert gékk, hér í landi þar sem drýpur smjör af hverju strái er ekki auðvelt að koma gömlum bíl í verð, það var með miklum trega að ég ók Oliver á móttökustöð fyrir brotajárn og kvaddi hann, ég get ímyndað mér að svona lýði þeim sem fari með gæludýr til svæfingar, en stundum er bara ekkert meira hægt að gera, vertu sæll gamli...

   (1 af 10)  
2/12/12 17:01

Mjási

Hjartnæm brotajánssaga hjá Arfanum. Snuff.....snuff.

2/12/12 17:01

Billi bilaði

Samúðarkveður.

2/12/12 17:02

Offari

Þú hefðir átt að bjóða mér hann mér vantar bíla.

2/12/12 18:00

Huxi

Blessuð sé minning hans.

2/12/12 18:02

Kargur

Ég samhryggist. Svo einkennilega vill til að um síðustu helgi bar ég ástkæran Opel til hinstu hvílu. Ég eignaðist stálpaða Opel-tvíbura árið 2007, þegar aðrir keyptu Range-Rover eða Porche-jepplinga. Ég var búinn að níðast á þeim báðum, sameina það bezta sem þeir höbbbðu að bjóða.
Á endanum eignaðist vinur minn þann skárri og það sem hann langaði í úr þeim síðri, og svo sturtaði ég restinni í þar til gerðan gám.

3/12/12 01:02

Fræ

Verður ertu víst að fá
vísu gamli þarfur.
Aldrei hefur fallið frá
frækilegri tarfur.

Ríkisarfinn:
  • Fæðing hér: 27/9/05 23:01
  • Síðast á ferli: 17/3/19 17:34
  • Innlegg: 2833