— GESTAPÓ —
Ríkisarfinn
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 6/12/08
Símaskráin 2009.

Ritdómur um hina ný útkomnu Símaskrá 2009.

Jæja þá er hún loksins komin út eftir næstum því árs bið, Símaskráin 2009.
Það eru að mestu leiti sömu sögupersónur í henni og þeiri sem kom út árið 2008, þó eru nokkrar nýjar persónur og einnig einhverjar sem ekki fá að vera með frá því í fyrra, ég er ekki frá því að 2008 skráinn sé bertir, söguþráðurinn kom manni einhvernveginn meira á óvart, ég er ekki að segja að 2009 sé bara meira af því sama, en svona, það minnir margt á 2008 í 2009 skránni, það er að vísu meira af myndum, litprentuðum myndum, í 2009 skránni og manni finnst meira lagt í í 2009 skránni. Ég held að ég hafi hlegið meira af 2008 skránni, maður var einhvernveginn meira spenntur þá. Ég vissi einhvernveginn meira við hverju var að búast í 2009 skránni. Hugleikur Dagson og þeim einstaklingi sem datt í hug að fá hann til að skrifa myndasögu í símaskrárnar eru að mínu mati snillingar og ég rís úr sæti og klappa.

‹ Stendur upp og klappar ákaft.›

   (3 af 10)  
6/12/08 05:00

Golíat

Helvítis Fokking Fokk - hún er ekki enn komin í sveitina.

6/12/08 05:00

hlewagastiR

Ég hef ekki sótt pappírsskrána síðan 2004 enda er kveikt á tölvunni allan sólarhringinn og miklu fljótlegra að leita á ja.is (þó að þeir hafi farið langt með eyðileggja þann ágæta vef í fyrra með því að henda út ítarlegu leitinni og setja þetta hugsa-fyrir-notandann-viðrinis-leitarkerfi sitt í staðinn.

6/12/08 05:01

krossgata

Ég þoli ekki Hugleiks-krotið.
[Fer í fýlu]

6/12/08 05:01

Hvæsi

Ég hata strumpa !

6/12/08 05:01

Sundlaugur Vatne

Ég hef nú lítið fylgst með aukaefni Símaskrárinnar. Læt mér að jafnaði nægja meginefnið. Það er sem áður að fjöldi persóna er kynntur til sögunnar auk staða og stofnana.
Mér hefur alltaf þótt þessi gífurlegi fjöldi sögupersóna spilla mjög lestri þessarar bókar og sýnist mér hann standa vitlegum söguþræði fyrir þrifum.
Höfundur hendist með lesandann hringinn í kringum landið og út á eyjar og annes og stöðugt eru fleiri persónur kynntar til sögunnar (ef sögu skyldi kalla).
Þegar staðið er upp frá lestrinum er ég yfirlett engu nær um atburðarrás bókarinnar og á bara fullt í fangi með að muna allar þessar persónur.
Árið 1979 las ég þessa bók ekki sjaldnar en 5 sinnum, til þess að reyna nú að átta mig á henni, en var engu nær. Síðan hef ég ekki lesið neinn árgang oftar en einu sinni enda þykknar ritið stöðugt.
Ég held ég segi bara upp áskriftinni, hætti að lesa þetta torf og kaupi mér áskrift að "Vikunni" í staðinn. Eru Binni og Pinni og Skuggi ekki enn fastagestir þar?

6/12/08 05:01

hlewagastiR

Sundlaugur: Frásagnarmáti Símaskrárinnar er rökrétt fram hald af íslenskri sagnahefð. Prófaðu bara að lesa Sturlungu. Alveg eins, bara önnur nöfn og ættir raktar í stað símanúmera.

6/12/08 05:01

Sundlaugur Vatne

Já, það er nokkur til í þessu, Hlebbi. Munurinn er sá að Sturlunga er í fallegra bandi, fer því betur í hillu og svo er hægt að brýna rakhnífinn sinn á kilinum.

6/12/08 05:01

Vladimir Fuckov

Það er stór og einkennilegur galli við símaskrána hvað hún er fyrirsjáanleg. Enn einkennilegra er að þessi galli hefur alltaf verið til staðar. Þessi galli er í stuttu máli sá að öll nöfn eru í stafrófsröð og því vitum vjer alltaf að persónur með nöfn sem byrja t.d. á Þ koma ekki við sögu fyrr en mjög seint. Þetta er alltof fyrirsjáanlegt og veldur því að ekki er um eins spennandi lestrarefni að ræða og verið gæti. Leggjum vjer því til að árið 2010 verði nöfnin í símaskránni höfð í algjörlega tilviljanakenndri röð en ekki í stafrófsröð eins og hingað til hefur tíðkast

6/12/08 05:01

Upprifinn

Sagnahefðin sem skráin eins og ég kýs að kalla hana byggir á hefur að mínu viti náð fullkomnun í síðustu útgáfum hennar og sérstaklega gaman að nú skulu ætiíð vera talnarunur á milli nafna sögupersónana í stað orðsins gat sem er hvimleitt að lesa milli nafna sögupersónana í Biblíunni.

6/12/08 06:00

Regína

Ég er ekki enn byrjuð að lesa símaskrána 2009, ég ætlaði eiginlega að klára síðustu símaskrá áður, ég skoðaði aðallega myndirnar og fannst það voða gaman.
En mikið skelfing lengist hún alltaf á hverju ári þessi bók.

6/12/08 06:00

Huxi

Ég verð líka að segja að kaflaheitin rugla mig all verulega í ríminu. Þarna er t.d. kafli sem heitir Selfoss, en í honum eru kynntar til sögunnar persónur og leikendur sem búa upp um allar sveitir, allt frá Flóanum og upp í Haukadal.
Ég hélt að hver kafli ætti að gerast á þeim stað sem kaflaheitið gefur til kynna. Þetta er nú meira bullið, ég held ég fari bara aftur að lesa markaskrána...

6/12/08 06:01

Jarmi

Þessi bók er ekkert nema ritstuldur. Það er til bók hér í Danmörku sem fjallar um nákvæmlega sama efni og það eina sem er búið að breyta eru nokkur nöfn og rugla í númerunum. Annars er þessi danska mun betri finnst mér.

Hvenær ætla þeir að gera mynd eftir bókinni?

6/12/08 06:01

Regína

Huxi þó!
Þú hefur verið að lesa bókina frá 2007!
Í bæði 2008 og 2009 heftinu er enginn kafli sem heitir Selfoss! Það er kafli sem heitir Suðurland, sem skiptist síðan í undirkafla sem heita: 1-9, A, Á, B og ég býst við að rétt stafrófsröð sé notuð áfram, ég gáði ekki, ég vildi ekki kíkja hvernig bókin endar.

6/12/08 06:02

Huxi

Eg gafst reyndar upp arid 2001 ad lesa thessa fjarans skraedu. Thetta rit heldur ekki thraedi frekar en thingmadur i malthofi.

6/12/08 07:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Að raða nöfnum sögupersóna í tilviljanakennda röð, einsog forsetinn leggur til héraðofan, gæti ýmsum þótt ansi róttæk breyting á heildarsvip og formbyggingu verksins. Mín tillaga er sú að raða frekar eftir hækkandi talnaröð símanúmera. Þannig væri enn kerfisbundin regla í framsetningu en með þessari ráðstöfun fengist e.t.v. eðlilegra flæði & dýnamík í söguþráðinn, þarsem persónur úr fyrrihluta bókarinnar gætu óvænt skotið upp kollinum seinna í frásögninni.

6/12/08 07:01

Steinríkur

Ekki ólík Stríði og friði, en samt örlítið seigari undir tönn. Mjög góð með BBQ sósu.

6/12/08 03:00

Ívar Sívertsen

Og ekki má gleyma hjámönnum og hjákonum, það er fólk sem merkt er með @

Ríkisarfinn:
  • Fæðing hér: 27/9/05 23:01
  • Síðast á ferli: 17/3/19 17:34
  • Innlegg: 2833