— GESTAPÓ —
Ríkisarfinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/08
Hvað ef....

Hugleiðingar um hvað ef........

Hvað gera Gestapóar ef Gestapói deyr raunheimadauða ?

Ætla þeir að mæta í jarðarförina ?

Ætla þeir að setja upp sérstök Gestapó sorgarbönd ?

Munu þeir hleypa af tíu fallbyssuskotum ?

Munu þeir standa heiðursvörð í hinstu útförinni ?

Munu þeir bjóða sig fram sem kistuberar ?

Ætla þeir að gera eitthvað yfir höfuð ?

Hvað með þig ?

Munu þeir nokkuð vita af því ef einhver Gestapói gefur endanlega upp öndina, fer yfir móðuna miklu, deyr ?

   (4 af 10)  
1/12/08 04:00

Útvarpsstjóri

Skála í raunheimaákavíti föllnum félaga til heiðurs?

1/12/08 04:00

B. Ewing

Þetta er góð spurning. Ég myndi ætla að þátttaka í slíku sé (líkt og í raunheimum) byggt á kunningsskap hvers og eins við hinn látna.

1/12/08 04:00

Villimey Kalebsdóttir

Ég.. bara veit það ekki. Mjög djúpt.

Ég vona samt innilega að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. [Hryllir sig] En, það er væntanlega rétt hjá Úbba, við myndum örugglega skála mikið fyrir föllnum félaga.

1/12/08 04:00

krossgata

Fer það ekki eftir því hvort raunheimaleikararnir fást til að gera eitthvað og ef þeir hafa upplýsingar sem þarf til að bregðast við?

...
Eru Gestapóar ekki eilífir?
[Hrökklast afturábak og hrasar við]

1/12/08 04:00

Ríkisarfinn

Er þetta réttritunar skot Bjúving ?

1/12/08 04:00

Regína

Ertu að meina að einhverjir af þeim sem ekki eru lengur hér á meðal vor séu það ekki heldur í raunheimum?

1/12/08 04:00

Villimey Kalebsdóttir

Já, ætli það sé ekki rétt hjá B.Ewing. Byggt á kunningjaskap við þann sem féll frá.

Ekki falla frá!

1/12/08 04:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég fer sjaldan á jarðafarir og reyni heldur að muna hinn látna sem lifandi . Samfélag okkar hér er hið besta og ég eklska ykkur öll Hinsvegar þekki ég ekki neinn ykkar úr raunheimum . Ef vinur minn hér á Cyber lútnum deyr þá verð í alvörunni leiður og hugsa til hans eða hennar .
Þettað hefur skeð og kemur til með að ske . Af hverju spyrðu

1/12/08 04:00

Grágrímur

Ég vona einnig að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu í nákominni frmatíð.
En væri ekki meira við hæfi að hleypa af 21 skoti?

1/12/08 04:00

Billi bilaði

Verður haldin innleggjabrenna eins og síðast?

1/12/08 04:00

Lepja

Það er val hvers og eins hvort farið sé í hina eða þessa jarðaförina. Stundum fer fólk í jarðaför til votta virðingu fyrir þeim látna, stundum til að votta eftirlifandi samúð sína og í einhverjum tilvikum til að fá staðfestingu að sá látni sé í raun farinn. Sumt fólk fer í jarðaför eingöngu vegna þess að það er búist við að það mæti og sumir gera það vegna þess að þeir vilja fá frí í vinnunni.

En hvernig á maður að vita ef gestapói deyr? Varla skrifar hann það hér inn. Eða hvað?

1/12/08 04:00

Garbo

[Hrökklast aftur á bak og hrasar við]

1/12/08 04:00

Billi bilaði

http://www.baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?t=9388&postdays=0&pos torder=asc&start=0

1/12/08 04:00

Huxi

Ég segi nú bara fyrir mig. Verið ekki að hafa neitt fyrir því að mæta í mína raunheimaútför. Ef ég fæ einhverju ráðið, verður hvort eð er ekki hægt að taka við gestum í hana...
En ef þið fréttið að ég hafi geispað golunni þætti mér vænt um að þið minntust mín í Félaxriti. Innihald þess er síðan alveg undir ykkur komið...

1/12/08 04:01

B. Ewing

Já, en ég ætlaðist ekkert til að það vekti upp sér umræðu Arfi. Þykir upphaflega umræðuefnið meira virði en svo að ein réttritunarmistök verði að hliðarumræðu.

1/12/08 04:01

Regína

Það er ekkert óalgengt að fólk mæti í jarðarfarir, ekki bara til að votta hinum látna og aðstandendum virðingu, heldur líka til að hitta fólk í erfidrykkjunni.
Annars er það að mæta í jarðarför oft kallað að kveðja, eða fylgja. Ég held það segi allt sem segja þarf.

1/12/08 04:01

Tigra

Ég myndi mæta í jarðarfarir þeirra sem ég þekki í raunheimum, en afar hæpið ef það væri einhver sem ég hef aldrei hitt - og enn ólíklegra ef það væri einhver sem er lítt virkur.

Hinsvegar myndi ég þá taka þátt í staðin í t.d. hagyrðingamóti til heiðurs hinum látna etc.

1/12/08 04:01

Kífinn

Já, stórt er spurt. Fer ekki að koma að lagaþingi hér á Gestapó til að skilgreina tengsl við raunheimasjálfin?
Sú meginlregla hefur þó verið höfð að ekki skuli tengja raunheimana við Félagsritun en nauðsyn brýtur lög. Hver ætlar annars frá að hverfa? Ekki ertu veikur Ríkisarfi?

1/12/08 04:01

Andþór

Ef ég tæki upp á því að fara þá vil ég vera jarðaður á Gestapó. Helst nálægt Kaffi Blút.

1/12/08 04:02

Ríkisarfinn

<Breytir ritinu> Það er betra og fallegra að hafa þetta rétt, takk B.Ewing.

1/12/08 04:02

Ríkisarfinn

Það hefði kannski mátt vera smá formáli á þessum pælingum, hann er þá bara hér: Oft þegar fólk er í einhverskonar félögum, leyni eða ekki, þá eru ýmsar serímóníur tengdar útförum, Frímúrarar, löggur, Lions, Kiwanis, hermenn, skátar, og það allt, mér finnst stundum Gestapó vera svona hálfgert leynifélag.
Og mörg okkar hittumst a.m.k einu sinni á ári, og þekkjust í hinum svo kölluðu raunheimum.

Og nei ég er ekki að deyja, ekki svo ég viti a.m.k.

1/12/08 04:02

Bleiki ostaskerinn

Við sjáum til með það... <blikkar öðru auganu og fægir hlaupið á 38 kalíbera byssunni sinni>

1/12/08 04:02

Þarfagreinir

Ég er viss um að eitthvað yrði gert til að minnast einhvers Gestapóa sem dæi í raunheimum, að því gefnu að hinir fengu að vita af því (ef viðkomandi þekkir t.d. aðra Gestapóa nægilega vel í raunheimum eru allar líkur á því). En hvort það þurfi að hafa það formlegt og niðurnjörvað - það er ég ekki viss um.

En Bleiki - ertu með leyfi fyrir þessari pístólu?

1/12/08 05:00

Offari

Ég mun allavega mæta á mína raunheimaútför sem fulltrúi Gestapóa.

1/12/08 05:01

Steinríkur

Er ekki auðveldast að setja upp tilraun til að komast að þessu?
Er einhver sem býður sig fram?

1/12/08 05:01

Altmuligmanden

Er það ekki þægilegast að afgreiða þetta mál með því að stofna minningargreina- og jarðafararþráð?

1/12/08 05:01

Texi Everto

Ég býð mig fram! [Gengur með uppréttar hendur til Steinríks]

1/12/08 05:02

Nermal

Ertu nokkuð að fara að deyja hæstvirtur Arfi? Auðitað ætti allaveganna að varðveita félagsrit viðkomandi til frammbúðar og auðvitað skrifa um viðkomandi minningargrein hér á Baggalút.

1/12/08 06:01

Tigra

Andþór meinar að sjálfsögðu að hann myndi vilja vera jarðaður í blútskjallaranum - helst ofan í einni tunnuni.

Ríkisarfinn:
  • Fæðing hér: 27/9/05 23:01
  • Síðast á ferli: 17/3/19 17:34
  • Innlegg: 2833