— GESTAPÓ —
Ríkisarfinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/06
Um fjölskylduna gulu.

Það eru alltof margir að kvarta og væla yfir talsetningu myndarinar um Simpons fjölskylduna, hér eru mínar skoðanir.

Ég leyfi mér nú að efast um að þið séuð öll það góð í ensku og það mikið inni í amerísum meningar heim að þið skiljið alla orðaleikjabrandara og allar þær vísanir út og suður sem eru í Simpsons, en þið hafið samt gaman af fjölskyldunni gulu það er ég viss um, ég hef eitt miklum tíma í að horfa á Simpsons, með og án texta (ég hef ekki verið ásrkifandi af Stöð 2 lengi, og fæ því Simpsons eftir öðrum leiðum), ég get nefnt mörg, mörg dæmi um mjög góða snörun á orðaleikjagríni, þegar Ólafur B. Guðnason var þýðandi fyrir Simpsons á RÚV á sínum tíma var þýðingin ekki verri en frumtextinn, þýðingar eru ekki bara þýðingar orð fyrir orð heldur eru góðar þýðingar túlkun á höfundarverki, er Lína Langsokkur í Borgar leikhúsinu verri eða betri en Lína á sviði í Stokkhólmi eða Berlín ? Nei hún er bara túlkuð öðruvísi.
Ég er aðdáandi íslenskrar tungu og það að nýjar raddir skemmi myndina, nú farðu þá bara á myndina með ensku tali, ég ættla að sjá báðar útgáfurnar, ég horfi jöfnum höndum á allt þetta Disney-Pixar dót með íslenku eða ensku tali, það eru töfrar DVD-sins að fá allt í einum pakka, ekki get ég gert uppá milli ensku eða íslensku talsetnigarinnar.
Ég var líklega einn af fáum sem fagnaði því þegar Skjár einn tók uppá því að talseja Malkom í miði, ég veit að margir krakkar hafa gaman að Malkom og bræðrum hans, og ég fæ ekki séð hvaða skaða það getur gert að talsetja þáttaröð sem búið er að sýna með upphaflegu hljóðrásinni og þar sem orðaleikjagræin er nánast ekkert, en nei það varð allt vitlaus fólk fór að væla og kvarta og Sjár einn hætti í miðri þáttaröð, vanþakkláta pakk.
Ég fagna allavega því að sjá Simpson á íslensku, hvað sem ykkur finnst.

   (8 af 10)  
4/12/06 20:01

krossgata

Mér er sama, ætla hvoruga útgáfuna að sjá, þar sem ólíkt 90% hins vestræna heims finnst mér fjölskyldan gula leiðinleg.

... Merkilegt miðað við hversu falleg hún er á litin.

4/12/06 20:01

Jóakim Aðalönd

Ég ætla bara að sjá ensku útgáfuna. Raddir persónanna eru lykilatriði í Simpsons; ekki Malcolm...

4/12/06 20:01

Útvarpsstjóri

Ætli ég horfi ekki bara á báðar útgáfur.

4/12/06 20:01

hvurslags

Ég er ósammála Albin með mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu með því að talsetja. Það að heyra ensku í sjónvarpsþáttum, bíómyndum ofl. hefur skilað sér í stórbættri enskukunnáttu landsmanna(þó að sumir skilji ekki alla orðaleikina), íslenskt mál lifir alveg jafn góðu lífi.

(Aftur á móti er ekkert við það að athuga að fólk geti valið um að sjá myndina með íslensku eða ensku tali, en því er ekki að skipta í sjónvarpsútsendingum.)

4/12/06 20:01

B. Ewing

Ég horfi á ensku útgáfuna og bíð eftir að fólk mæli með eða á móti íslensku útgáfunni.

4/12/06 20:01

B. Ewing

En hvurslags..... albin hefur ekkert tjáð sig ennþá.... [Klórar sér í höfðinu]

4/12/06 20:01

Leiri

Ég hef heyrt þeirri hugmynd fleygt að Simpsonsdæmið allt verði endurfilmað á íslensku með íslenskum leikurum en síðan talsett á ensku. Er það ekki málamiðlun sem sátt gæti ríkt um?

4/12/06 20:01

Carrie

Ég hélt að þetta félagsrit fjallaði um okkur gulu Gestapóana, það er þar til ég las það. Svo styð ég hugmynd Leira, tja eða ég allavega hló verulega mikið að henni. [Skál]

4/12/06 21:02

Hakuchi

Ég hef aldrei orðið vitni að góðri talsetningu á íslenskum teiknimyndum. Það er af því að íslenskir leikarar eru mjög lélegir í sínu fagi.

4/12/06 23:00

Jóakim Aðalönd

Mér fannst reyndar Aladdín nokkuð vel talsettur. Það var fyrst og fremst Ladda og Arnari Jónssyni að þakka, enda báðir snilldar leiklesarar.

Gætu ekki fastaleikararnir í Simpsons bara lært íslenzku sem snöggvast og lesið fyrir okkur?

1/11/06 11:01

Billi bilaði

Ég er orðinn of gamall - mér leiddist á þessari mynd. Börnin skemmtu sér hins vegar vel.

Ríkisarfinn:
  • Fæðing hér: 27/9/05 23:01
  • Síðast á ferli: 17/3/19 17:34
  • Innlegg: 2833