— GESTAPÓ —
Ríkisarfinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/06
Ég hlusta á útvarp.

Þar sem það vill svo skemmtilega til að ég þvældist hingað á rafmælisdegi mínum, sem líka er uppáhalds útvarpshlustunar dagurinn minn þá ættla ég að setja nokkur orð á blað.

Ég hlusta mikið á útvarp og hef gert það lengi, ég hlusta á útvarp í um það bil 7-8 tíma á dag á virkum dögum, minna um helgar, hef gert það í um 9 ár.
Ég ræð algerlega sjálfur hvað ég hlusta á, þarf ekki að deila viðtæki með neinum, er með útvarpið á höfðinu allan vinnutímann.
Ég er með nokkuð fastmótað hlustunar munstur, fer aðeins eftir dögum en er nokkurnvegin alltaf eins.
Í fyrstu hlustaði ég mikið á X-ið, Tvíhöfði, Í klóm drekans og Helstirnið, standa uppúr frá þeim tíma, ég man líka eftir að hafa hlustað á Górilluna á Aðalstöðinni.
Einhverntíma á árinu 2000 var ég hinsvegar kominn með nóg af sífeldri tónlist og innantómu blaðri um hvað klukkan væri, hvernig veðrið væri þá stundina og hvar næsta ball væri, Tvíhöði horfinn úr loftinu og ekki margt spennandi að hlusta á, þá prufaði ég að stilla á ríkisútvarpið rás 1, vá þvílík stöð, ég er viss um að margir á mínum aldri hafi aldrei stillt á þessa stöð.
Í dag er hlustunn minni svona háttað: Í bílum á leið í vinnu: Rás 1, í vinnu frá klukkan 8-9: Rás 1, milli klukkan 9 og 11 er misjöfn dagskrá á rás 1 og því stilli ég stundum á Útvarp Sögu og hlusta á misvitra hlustendur hringja í Sigurð G. Tómasson, hann á það líka til að lesa uppúr áhugaverðum bókum, milli klukkan 11 og 12 á hádegi er það svo aftur rás 1, Samfélagið í nærmynd, í hádeginu hlusta ég lítið en stundum hlusta ég á fréttir klukkan 12:20. eftir hádegið er svo Vítt og breitt milli klukkan 13 og 14 en eftir fréttir klukkan 14:00 er útvarpssagan á dagskrá, þar hafa margar góðar bækur og smásögur verið lesnar, núna er verið að lesa Landslag er aldrei asnalegt, eftir Bergsvein Birgisson, hann les sjálfur, þessi saga er einsog þunglyndisleg útgáfa af Ýsfirskri fyndni, eftir Sundlaug.
Eftir útvarpssöguna er misjöfn dagskrá en einsog ég nefndi í upphafi þá eru þriðjudagar í sérstöku uppáhaldi hjá mér því þá er bókmentaþátturinn Seiður og hélog á dagskrá, mjög góður og skemmtilegur þáttur um bækur og bókmenntir hér og nú, frá útlöndum og áður fyrr, strax að honum loknum og fréttum er svo endurtekin þáttur frá helginni áður sem nefnist Orð skulu standa og er þáttur um orð og orðanotkun, mæli sérstaklega með honum, þá er klukkan orðin 16:00 og vinnu dagurinn að klárast þá set ég yfir á rás 2 og hlusta á dægurmála útvarpið, það hlust ég líka á á leiðinn heim í bílnum mínum.
Mér finnst fátt betra en góð útvarpsdagskrá og hef fyrir löngu fengið mig full saddan af endalausri tónlist og leiðinlegum lagakynningum.

Góðar stundir.

   (9 af 10)  
4/12/06 03:02

Carrie

Sammála, kona og greinilega maður líka snúa ekki til baka eftir að hafa stillt á Gufuna.

4/12/06 03:02

Regína

Stundum fæ ég leið á rás 1 og stilli yfir á aðrar stöðvar í nokkra daga, eða hef bara slökkt.

4/12/06 03:02

Ívar Sívertsen

Ég hlustaði lengi á útvarp í vinnu minni þegar ég var að keyra strætó. Ég gat hins vegar ekki hlustað á rás 1 eða Útvarp sögu þar sem þá átti ég til að gleyma mér og fara einhverja tóma vitleysu og gleyma stoppistöðvum. Þá hlustaði ég einvörðungu á rás 2. En síðan ég fór að vinna innivinnu í kyrrsetustarfi og í opnu rými þar sem oft og mikið þarf að tala í síma þá get ég því miður ekki hlustað á útvarp en rás 1 og Útvarp saga eru ákaflega skemmtilegar áheyrnar þegar maður kemst í tæri við þær. Það er von mín að rás 1 og rás 2 verði áfram innan ohf og útvarp saga verði áfram við lýði.

4/12/06 03:02

Dula

Ég hlusta ALDREI á útvarpið. Ég heyri útvarpsmessuna á jólunum hjá mömmu og það dekkar allt árið.

4/12/06 03:02

Billi bilaði

Ég hlustaði á Þórberg Þórðarson lesa Íslenskan Aðal á Rás 1 í fyrra sumar. Það var alveg eðal. (Annars er það mest Rás 2.)

4/12/06 03:02

krumpa

Sammála - Rás 1 er góð og oft eru fínir þættir þar sem maður dettur inn í - er annars ekki mikil útvarpskona og þoli ekki blaðrið og ruglið á Sögu... Held ég mundi samt seint viðurkenna að ég hlustaði á gufuna - alal vega undir réttu nafni!

4/12/06 03:02

Grágrímur

Hef reynt að hlusta á Gufuna en gefst yfirleitt upp útaf helv... veðurfréttunum sem sjúga alla lífslöngun úr þessum fáu heilafrumum sem maður á eftir . en annars er gufan fín.
Sakna svo alltaf Górillunar.

4/12/06 03:02

krossgata

Ég hlusta á útvarp í um það bil 30-40 mínútur á dag, fimm daga vikunnar. Á leið í og úr vinnu. Það er ýmist Bylgjan, Rás2 eða xfm, svona eftir skapinu.

4/12/06 04:00

Kondensatorinn

Ég elska veðurfréttir á gufunni. Þær hljóma eins og seiðandi möntrur. Suð suð vestan fjórir skyggni ágætt, loftvog eittþúsundþrjátíuogátta millibör,stígandi.
[Gefur frá sér vellíðunarstunu.]

4/12/06 04:00

Jarmi

STJÁNI STUÐ!

4/12/06 04:00

hvurslags

Rás 1 var lífæð mín í vinnunni síðasta sumar. Þar missti ég ekki af Þórbergi þegar hann las úr íslenskum aðli. Reyndar eru sumir þættir misgóðir, Hlaupanótan missir sig oft í einhverju rugli og morgunleikfimin má pakka saman og halda á Þjóðminjasafnið.

Veðurfréttirnar jafnast hins vegar á við góðan skammt af róandi.

4/12/06 04:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Góður pistill.

4/12/06 04:01

Carrie

Morgunleikfimin er yndisleg og fer ekki fet.
[Sendir Jane Fonda augnaráðið yfir salinn til Hvurslags]

4/12/06 04:01

Nermal

Það versta á ríkisfjölmiðlunum eru samlesnar auglýsingar. Ég held að þetta sé gömul pyntingaraðferð frá norska útvarpinu. Annars er ég ekki nógu forn í sinni til að hlusta á gömlu gufuna.

4/12/06 04:01

Tigra

Ég verð því miður að vera ofboðslega ósammála.
Ég hlusta á útvarp til þess eins að heyra tónlist.
Ég þoli ekki að hlusta á eitthvað fólk blaðra um daginn og veginn, tala um pólitík, íþróttir eða einfaldlega röfla eitthvað út um rassgatið á sér.

Um leið og einhver opnar munninn í öðrum tilgangi en að kynna næsta lag, skipti ég um rás.

Ég flakka á milli eftirfarandi rása:
X-ið 9,77 (eða er það XFM í dag? Man aldrei hvað þetta heitir)
101,5 - Nýju rásina þarna... Reykjavík FM eða hvað þetta nú heitir.
Gullbylgjuna og kíki stundum á Flash 104,5 (en er fljót að skipta ef það heyrist eitthvað gól)

4/12/06 06:00

Kargur

Rokk og ról í stórum skammti. Ég sit í bíl á fjórða tíma á dag (stundum meira) ekkert kemst nærri því að stytta mér þær stundir betur en argandi rokk í stórum stíl. Sem betur er gott úrval af góðri tónlist allan sólarhringinn hér. Ekkert vekur mann betur en judas priest, ac/dc, metallica, motorhead og aðrar eðalsveitir.

4/12/06 06:02

Jóakim Aðalönd

Rás eitt er akkerið í útvarpsmenningu á Íslandi. Ég nenni ekki að hlusta á þetta Akureyrarpakk á R2 á morgnana og það er ekki hlustandi á neitt af hinum rásunum, síðan Klassík FM lét lífið illu heilli. Eitt sinn var líka spilað klassískt rokk á Stjörnunni, sem líka lét lífið. R2 er stundum hlustandi á, þegar síðdegisútvarpið kemst í loftið og svo náttúrulega þegar Guðirnir láta í sér heyra á laugardögum.

Skál fyrir R1 og R2!

6/12/06 06:01

Sundlaugur Vatne

Afsakið hvað ég tjái mig seint um þetta prýðilega félagsrit en ég hef lengi verið fjarri góðu gamni (þ.e.a.s. Baggalút).
Góður pistill, en hvaða ritþjófur er þessi Bergsveinn?

Ríkisarfinn:
  • Fæðing hér: 27/9/05 23:01
  • Síðast á ferli: 17/3/19 17:34
  • Innlegg: 2833