— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Sálmur - 3/12/05
Það fer að styttast

Hver veit sinn tíma fyrirfram? Einungis handhafar tímavéla gera það.

Rafmæli nú rann í hlað
rosafjör og læti,
held að nú ég helli í bað
og hreinsi leir af fæti,
dýrlegt verður drullusvað.

En bakið ónýtt bankar að,
ég betur fæ mér sæti.

Hryggjaliðir brotna brátt
beinin sundur hrynja,
þau gömul undan gefa sátt
á gólf með skellum dynja,
nú opnar dauðinn upp á gátt.

Ég ligg á baki, horfi hátt
og himnasælu skynja.

   (1 af 21)  
3/12/05 23:02

Offari

Þó að skrokkurinn gamall og úrsér genginn í raunheimum, geturð þóst vera tvítugur gæðingur hér á lútnum.. Til hamingju með rafmælið. Skál.

3/12/05 23:02

Jarmi

AFHVERJU HÉT BACK TO THE FUTURE BACK TO THE FUTURE ÞEGAR HANN FÓR TIL FORTÍÐAR OG SVO AFTUR TIL SINNAR SAMTÍÐAR?!?

3/12/05 23:02

Hakuchi

Glæsilegt. Til hamingju með rafmælið Geöff minn.

4/12/05 00:00

blóðugt

Afar flott. Til hamingju með rafmælið.

4/12/05 00:00

Isak Dinesen

Mjög gott. Til hamingju og vonandi verðurðu ekki sannspár.

4/12/05 00:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Skínandi kvæði, smekklega uppsett.

4/12/05 00:02

Lærði-Geöff

Offari þú ert með hlutina alveg á hreinu sem fyrr, þú ert illblekkjanlegur kálfur mjög.

Heil og skál öllsömul!

4/12/05 01:02

Jóakim Aðalönd

Skál!

4/12/05 02:01

Hrani

Fyrritíðakveðjur. Skál!

3/12/06 23:00

The Shrike

Já, til hamingju með rafmælið, í dag.

9/12/07 23:01

Wayne Gretzky

Til hamingju með rafmælið.

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.