— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Saga - 2/12/05
Íslendssaga Tørlekssonar - I. kapitúli

Nýlega rak ég augun í handrit eitt er morkið var og vel komið til ára sinna. Til að varveita söguna sem í endann varpar ljósi á eigin mikilfengleik þá er best að birta hana hér, kafla fyrir kafla.

Eitt frunsuljótt haust árið 693 e.kr. fór að bera á bumbu einni umfangsmikilli mjög á Suð-Vestanverðum Noregsströndum, á bænum Hrognvoll þar sem Thørlek stutti og kona hans Elgsa áttu bú. Bjuggu þau þar ásamt pólsku ambáttinni Veróníku. Sögur bárust til nærliggjandi bæja eins og Morgunblaðið til sumarleyfisfara og fljótlega var þetta verðandi barn á allra manna vörum. Menn og hyski þeirra lögðu á sig langa leið til að verða vitni að undrinu. Helst fara sögur af því er hinn mikli höfðingi Rekhnar fótþefur og kona hans Beørg tungnhefta komu við tvo manns á Hrognvoll. Upphófst þá mikil veisla sem stóð yfir í fjóra sólarhringa. Thørlek bauð Rekhnari stöðu sunnan borðsins en suður hefur ávallt þótt bera höfuð yfir öðrum áttum í mikilfengleika sínum. Undir miðja veislu stóð Rekhnar upp og mælti til Tørleks:
- ,,Sker þú sneið af brauði mínu, þá er engan enda hefur”, Tørlek svaraði jafnskjótt:
- ,,Býður brauð mér betur sker, vart er þess að bíða”.

Að þessu sögðu dró Tørlek upp rýting einn er skaft var egg neðar og skar væna sneið úr miðjum hleif Rekhnars. Upphafst héðan af mikill vinskapur þeirra félaga sem átti eftir að standa lengi, þó ekki til dauða.

   (3 af 21)  
2/12/05 09:01

Offari

Er bumban búin að fara í sónar?

2/12/05 09:01

Sundlaugur Vatne

Sko, Geöff, ég fer nú að efast um að þú sért svo lærður. Veróníka var ekki pólsk, hún var húnversk (eða húnsk). Svo er þetta ekki neitt sérstaklega merkileg saga.

2/12/05 09:01

Lærði-Geöff

Ja.. ég get fullyrt að seinastliðið rúmt hálft ár hef ég lokið hátt í 500 prófum og ekki hef ég fallið nema einu sinni, þá var líka hálka við bílinn minn og ég kolféll.

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.