— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/04
Vertu sæll kæri löstur!

Merkilegt hvað hugurinn getur verið sniðugur svona inn á milli. Nú gerðist það í gær að hann(hugurinn það er) hvíslaði allt í einu að mér ,,Hey af hverju hendirðu ekki bara sígarettunum þínum í ruslið?"
Mér brá svolítið við að heyra þessa óþægilegu spurningu og fannst hún nú ekki mjög svaraverð. Samt sem áður var einhver hugsun þarna í setningunni sem heillaði mig svo ég prófaði að spila upptökuna aftur og hækka aðeins í henni ,,HEY! Af hverju hendirðu ekki bara sígarettunum þínum í ruslið?!!"
Svo náði ég að koma sjálfum mér heldur betur á óvart(yfirleitt næ ég að reikna sjálfan mig út) og henti pakkanum mínum og kveikjaranum í ruslatunnuna. Þó var ég svolítið hræddur um að standast ekki löngunina og kaupa mér annan pakka bara, sérstaklega þegar ég kæmi í vinnuna núna í dag þar sem ég hef reykt hvað mest(fyrir utan í glasi). En nei...
Hér sit ég ennþá án tóbaks og er meira segja farinn að hugsa "Af hverju ætti mig að langa í lungnakrabbamein? Mig langar að lifa heill heilsu og vera spriklandi sprækur þar til ég dey."
En nú hef ég þó ennþá áhyggjur af einu. Hvað geri ég þegar ég er með áfengi í hönd? Næ ég að hugsa rökrétt(á að til að gefa sig) og slá höndinni við þessum fjanda eða hugsa ég að þetta skipti nú bara engu helvítis máli og fæ mér smók?
Ég verð að vona það besta.

   (15 af 21)  
1/11/04 14:01

Anna Panna

Hugurinn þinn er greinilega mjög góður og gáfaður hugur. Þú ættir að reyna að halda í hann!

1/11/04 14:01

Ugla

Gangi þér vel. Þetta verður ekkert mál!

1/11/04 14:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Til hamingju

1/11/04 14:01

Ívar Sívertsen

Áfram þú!

1/11/04 14:01

voff

Kenningar um tvískipting manns í huga annars vegar og líkama hins vegar er röng! Hugurinn stjórnar ekki líkamanum enda fer hugarástand oftast eftir líkamsástandi. Hver kannast ekki við að rökhugsunin slævist þegar maður er þreyttur og syfjaður. Hver kannast ekki við að æsast upp við kynferðisilega snertingu. Ef hugur réðri yfir líkama þá myndi hvougt af þessu geta gerst. En svo er ekki hugur og líkami er eitt og hið sama.

1/11/04 14:01

blóðugt

Til hamingju með að vera hættur að reykja! [vonar að kveikjarinn hafi farið í óbrennanlega ruslið]

1/11/04 14:01

Ísdrottningin

Ég finn bara ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mjög ég fagna þessu afreki þínu.
Hjartanlega til hamingju með þennan merka áfanga og megið þið hin sem reykið taka þann Lærða ykkur til fyrirmyndar.

1/11/04 14:01

Offari

Iss ekkert mál margoft hætt þessum ósið.
Er reyndar alveg hættur að hætta þessu núna.
Gangi þér vel.

1/11/04 14:01

Lærði-Geöff

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir.
Varðandi hug minn þá skulda ég honum nú að fara vel með hann eftir áralanga misnotkun á honum. Annað og öllu verra reykti ég en hef kvatt það með stæl.
Varðandi mig að tala um hann hug minn í 3.persónu þá er það nú bara í gamni gert.
Varðandi kveikjarann þá hugsaði ég mest um að losa mig við hann en láðist að hugsa hvert ég losaði mig við hann.
Mjög gott að lesa þessi hlýju orð frá ykkur og öllum. Ég er líka svo ánægður með hvað mamma ljómaði upp í gær þegar ég sagði henni að ég væri að hætta, hún er svo mikill engill og á ekki skilið að ég fari svona illa með lífið sem hún gaf mér.
Þakka ykkur fyrir að vera til og gangi ykkur nú vel í hverju sem þið viljið gera.[skrúfar fyrir væmnina í bili]

1/11/04 14:02

Gefjun

æji ekki vera að hætta að reykja svona á gamalsaldri! -þá þarftu að iðka einhverja aðra hollustu með því! -hver veit nema að þú farir að stunda ræktina núna og takir inn lýsi á hverjum morgni -ég mótmæli því að þú hættir að reykja!

1/11/04 14:02

Offari

Ekki hlusta þetta er bara freistingin að tæla þig!

1/11/04 15:00

Sæmi Fróði

Gangi þér vel karlinn.

1/11/04 15:01

Texi Everto

Núna getur fólk lent í því að verða kannski 100 ára, það væri nú fúlt ef maður verður 100 ára gamall en líkaminn svo til óstarfhæfur frá 80ára aldri. Þess vegna held ég að það sé öruggast að fara vel með hann, skipta reglulega um olíu og bóna hann við og við.

1/11/04 15:01

Litli Múi

Þú getur þetta, haltu bara hugsuninni áfram, af hverju í andskotanum ættir þú að kjósa lungnakrabbamein og getuleisi.

1/11/04 15:01

krumpa

Frábært hjá þér!

Er samt að spá í að laumast fram og kveikja mér í... Öhm...öfunda þig samt sko! Áfram svona. Hjá sumum - samt ekki mér því miður - er bara ekkert mál að hætta. Margir vina minna geta fengið sér smók með glasi - ég hins vegar skreiðist fram úr í þynnkunni til að fá mér nagla...þetta er misjafnt - þú verður bara að finna hvað þú kemst upp með!

1/11/04 15:02

Jóakim Aðalönd

Ég haetti ad reykja í febrúar sl. Annan daginn langadi mig óstjórnlega ad fara út á svalir og kveikja mér í pípu, en huxadi: ,,Ég fer bara út á morgun". Naesta dag huxadi ég thad sama og svo koll af kolli thar til ég huxadi ekki um thetta lengur. Ég fann mér eitthvad annad ad gera á medan vatnid saud í katlinum og skodadi Atlasinn minn í 10 mínútur í stad thess ad reykja í eina pípu. Naesta fyllirí var 2 vikum seinna og thá óttadist ég ad ég myndi springa, en aldeilis ekki! Ég hóstadi og kúgadist thegar ég gekk inn í reyksalinn (vid thurftum ad labba í gegnum reyksalinn til ad komast á klósettid!). Nú eru brádum 9 mánudir lidnir og ekki langar mig ad byrja aftur, thad segi ég satt.

1/11/04 16:00

Lærði-Geöff

Já þakka baráttukveðjur. Texi ég verð nú samt að spá fyrst í aldarfjórðunginn áður en öldinni er náð.

1/11/04 16:01

Heiðglyrnir

Til Hamingju Löffi minn, vona að þetta gangi vel hjá þér..!..

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.