— GESTAPÓ —
Lærði-Geöff
Nýgræðingur.
Dagbók - 31/10/04
Ég heyrði að þetta væri engöngu fyrir boðsgesti...

Í ljósi þeirrar síendurteknu spurningar \"(sjá titil)...hvernig komstu inn?\" datt mér í hug að gefa minna boðnum gestum góð ráð til að komast óboðinn í góðra manna veislu.

Í fyrsta lagi, ef að þú ert ósýnilegur þá bið ég þig að vera ekki að eyða mikilvægum tíma í að lesa þetta. Sért þú hins vegar ósýnilegur og alveg sérlegur áhugamaður um boðflennur þá kannski finnurðu eitthvað sniðugt hér.

Undirbúningur:
Ef laumast á inn á e-n stað óboðinn þá er mjög mikilvægt að taka með sér gott nesti þar sem oft þarf að bíða eftir rétta tækifærinu. Gott nesti er mjög breytilegt eftir smekk hvers og eins en ég mæli með einhverju fyrirferðalitlu þar sem oft þarf viðkomandi að húka á dimmum stað í fleiri klukkustundir í senn. Gott er líka að klæðast ekki of áberandi því þú vilt láta lítið á þér bera. Glimmerhúðaðir samfestingar eða speedo sundskýlur einar fata eru þó sérstaklega varhugaverðar þar sem gangandi vegfarendur væru vel vísir til að hafa samband við lögreglu. Þá ber að hafa í huga að því dimmra sem er úti því minna ljós endurkastast frá þér svo forðist það að reyna að lauma ykkur inn í dagsbirtu.

Framkvæmd
Það getur verið mjög mismunandi eftir aðstæðum hvernig best er að bera sig að. Nú sé t.d. um einkasamkvæmi í heimahúsum að ræða má hafa í huga nokkur góð ráð:

1. Vertu þér út um Dominos búning og tóman pizzakassa og eftirleikurinn ætti að reynast auðveldur. Fólkið gæti hins vegar tekið misvel í það þegar það sér að kassinn er tómur og þá er oft gott að vera á góðum hlaupaskóm, hér er sérstaklega er mælt með nýju Nike Training Thunder línunni.

2. Mun erfiðara er að komast yfir lögreglubúning en því auðveldara er að komast inn. Þegar inn er komið ættu gestgjafar að taka þér fegins hendi þegar þau sjá að þú ert bara kominn til að skemmta þér.

3. Nú ef fólk er orðið mjög ölvað getur reynst gott að lesa einfaldlega á útidyrahurðina og segja bara "blessaður (setja inn nafn á útidyrahurð, hér: Palli) mannstu ekki eftir mér, við vorum saman í Nam árið ´84!" Svo er bara að bíða eftir viðbrögðum og vona það besta.

4. Oft getur verið gott að þekkja einhvern í viðkomandi hópi og er þá oft tekið vel á móti manni. Það getur líka sparað helling af vinnu og tíma og þar sem tíminn er nú ein verðmætasta afurð okkar Gestapóa þá mæli ég eindregið með þessari aðferð.

Nú þá ættu allir að geta fundið sér eitthvað teiti um næstu helgi og óska ég ykkur góðrar skemmtunar. Athugið að þessi bálkur fjallaði bara um samkvæmi í einkahúsum þar sem á samkomustöðum er yfirleitt dyravörður eða annað ódrukkið pakk sem sér fljótt í gegnum slíkar brellur. Þakka ég nú fyrir mitt fyrsta félagsrit og vonast til að losna við þessa ristíflupest sem hefur verið að hrjá mig undanfarið.

   (20 af 21)  
31/10/04 04:01

Ívar Sívertsen

Fínar leiðbeiningar. Svo er til önnur afþreyingarleið, það er að fá sér að borða hér og þar. Erfidrykkjur eru sniðugar til þess, segjast hafa unnið með hinum látna eða átt í viðskiptum við hann. Bara kíkja yfir minningargreinarnar og átta sig á því sem hinn látni gerði og spila eftir því.

31/10/04 04:01

Vímus

Ívar ég þekki nokkra sem stunda þetta og hafa gaman af.

31/10/04 04:01

Doofus Fogh Andersen

Veislur hinna ýmsu ríkisstofanna eru alveg pottþéttar. Enginn veit hver er hver og hver á að vera þar.

31/10/04 04:01

Hexia de Trix

Akkúrat Doofus. Svona „léttar veitingar á eftir ráðstefnunni“ er eitthvað sem hver sem er getur smyglað sér inn í.

31/10/04 04:02

Sundlaugur Vatne

Svo maður tali nú ekki um opnanir kosningaskrifstofa í prófkjörsslagnum (sko Bændaflokksins)

Lærði-Geöff:
  • Fæðing hér: 23/9/05 11:23
  • Síðast á ferli: 29/4/06 15:55
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Fann í vasanum spjald sem var mjög torlesið sökum mikils aldurs. Já eða það hafi farið gegnum þvottinn, en allavega einu 3 orðin sem ég náði að rýna í voru; ..fræðigrein, Prófessor við.., og svo ..natelwuhn..?? Hef ég tvo síðastliðna tungldaga velt um minn háls hver uppruni minn er.
Æviágrip:
Hefur ekki munað uppruna sinn frá því fyrir tveimur tungldögum síðan. Þá var Lærði-Geöff í þann mund að klófesta nótendarsýni úr lifandi steingerving. Vinnur nú hörðum höndum við að aðlaga hann íslenzkum þjóðfélagsaðstæðum. Við það verkefni er Geöff eða Hr. G (eða verðugi-L) á fullum styrk frá hinu svokallaða ríki (R.í.K.I. = Rannsóknarstofnun íslenzkra kjarnorkuvera innanlands). Dvelur hann á ystu nöf lífsskilyrða í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Myndir úr stjörnukíkjum benda eindregið til þess að þarna fari maður sem stundar pálbúskap og nýtir gjarnan umframafurðirnar til þess að gera sér glaðan dag.