— GESTAPÓ —
Litli Múi
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 31/10/04
Myrkfælni eða draugagangur?

Sæl aftur, ég hef verið netlaus í svolítinn tíma en er kominn hér aftur með fullum krafti og ætla að reyna að koma með nokkur félagsrit með reglulegu millibili.<br /> ÉG ætla hér að segja frá myrkfærni minni og martröðum sem ásóttu mig þegar ég var lítill. Vona að þið hafið gaman að!

Ég reyni að hugsa ekki mikið til baka, en oft kemst maður ekki hjá
því þegar maður liggur andvaka uppí rúmi seint á kvöldin og lætur hugann reika.
Ég hef hugsað mikið um eitt sem ég þurfti að þola þegar
ég var lítill og það er blessuð myrkfælnin.
Reyndar var ég svo myrkfælinn þegar ég var lítill að ef ég væri ungur í dag hefði ég líklega verið sendur til sálfræðings.
Ég man reyndar ekki hvort ég hafi verið svona alla barnæskuna en ég man aftur til sjö ára aldurs.
Frá sjö ára til tólf ára aldurs var ég svo myrkfælinn að ég gat ekki sofið í eigin herbergi, ég vaknaði upp nótt eftir nótt öskrandi og
kófsveittur við martraðir sem ég taldi sjálfur að væru engan vegin eðlilegar.
Mig dreymdi oft svo illa að þó ég vaknaði upp þá þorði ég alls ekki að opna augun og lá ég oft heilu klukkutímana glaðvakandi með lokuð augun og þorði ekki að hreyfa mig.
Húsið sem ég bjó í var tveggja hæða steinhús á Sauðárkróki og fannst mér það afskaplega draugalegt stórt hús með mörgum herbergjum og stórri dimmri og draugalegri geymslu sem stóð beint á móti hergerginu mínu, sem var á neðri hæð.
Ástæðan fyrir því að mig fór að gruna að það væri draugagangur í húsinu var sú að reglulega í martröðum mínum dreymdi mig sama manninn aftur og aftur.
Ég sá þennan mann aldrei almennilega, því draumarnir mínir einkenndust af miklu myrkri og man ég varla eftir að hafa dreymt bjartan draum á þessum fimm árum.
Það eina sem ég sá af þessum manni var skuggi í myrkrinu.
Hann var sirka 190cm á hæð, frekar grannur, klæðaburði tók ég ekki eftiren ég sá að hann var oftar en ekki með hatt á höfði, mjög líklega í einhverskonar jakka og líklega í gallabuxum en því miður veit ég það ekki fyrir víst því eins og ég sagði áðan var þessi maður, að miklu leyti, bara skuggi í mykrinu.

Mig langar af gamni mínu að lýsa nokkrum draumum sem ég man eftir, og voru þeir svona:

Það brást varla að í þessum draumum vaknaði ég upp í herberginu mínu, annaðhvort við það að ég þurfti á klósettið eða að ég þurfti að laga sængina mína (það sem maður vaknar við venjulega).
Í einum draumnum vakna ég við það að ég heyri einhverjar raddir frammi á gangi og sé ég að ljósið er kveikt.
Taldi ég að þarna væru foreldrar mínir á ferð svo ég rís hægt upp úr rúminu mínu og labba að hurðinni.
Þegar ég opna hurðina er ekkert ljós frammi lengur, það er alveg svartamyrkur, ég sé glitta í hurðina á klósettinu og geymslunni beint á móti mér.
Ég lít til vinstri og sé þar glitta í stigann sem liggur upp á efri hæðina.
Á hægri hönd er herbergi foreldra minna og tek ég eftir því að það
herbergi er opið. Ég labba að herberginu ofurhægt, og þori varla að líta inn.
Eftir að ég er búinn að safna í mig smá kjarki lít ég inn og segi lágt
mamma, pabbi, halló. Enginn svarar. Þá tek ég eftir því að hjónarúmið er tómt og enginn er inni í herberginu. Ég sný mér við og ætla aftur inn í herbergið mitt en tek þá eftir smá ljósglætu sem kemur frá efri hæðinni.
Þau hljóta að vera uppisegi ég og legg af stað.
Um leið og ég kem að stiganum lít ég upp og sé að
þar stendur maðurinn nema það að hann snýr baki í mig.
Ég flýti mér eins og ég get og hleyp undir stigann og hjúfra mig þar t í horn.
Eftir smá stund heyri ég fótatak í stiganum, maðurinn byrjar að labba niður.
Þetta er tréstigi með bili á milli trappanna þannig að alla leiðina
niður sé ég í lappirnar á honum. Allt í einu stoppar hann
í stiganum beint fyrir framan mig, og aður en ég næ að loka augunum beygir hann sig niður eldsnöggt snýr hausnum og lítur beint á mig.
Ég næ ekki að greina andlitið á honum því ég vakna öskrandi og kófsveittur í rúminu mínu.

Í öðrum draumi sem mig dreymdi var ég ekki í helberginu mínu.
Ég hafði fengið að sofa inni hjá mömmu og pabba því eins og oft áður gat ég bara alls ekki sofið.
Ég vakna upp á dýnu á gólfinu við hliðina á hjónarúminu og heyri fótatak fyrir utan hurðina.
Ég horfi á hurðina og eftir smá stund fer hurðarhúnninn að snúast.
Ég er auðvitað alveg skíthræddur og rís upp og hleyp inn í fatakompu sem er inni í herberginu.
Ég loka hurðinni ekki alveg heldur hef ég smá rifu til að geta gægst út um og horft á þann sem er að koma inn.
Hurðin opnast og inn stígur maðurinn með sama hattinn á hausnum.Hann tekur af sér hattinn, fer úr jakkanum og hengir á krók á veggnum við hurðina.
Hann stendur fyrir framan rúmið hjá foreldrum mínum og horfir í kringum sig í smá stund og labbar svo að dýnunni sem ég á að vera sofandi á horfir á hana, og lítur svo snöggt á fatakompuna.
Ég veit að hann er að horfa á mig en sé það ekki því að andlitið á honum er aðeins skuggi.
Ég lít frá í leit að undankomuleið en hún er engin.
Þegar ég sný mér aftur við til að horfa aftur út um rifuna til að athuga hvort hann sé nokkuð farinn stendur hann alveg upp við andlitið á mér, hurðin galopin og næsta sem ég veit er ég glaðvaknaður kófsveittur á dýnunni við hliðina á rúmi
foreldra minna.
Ég þori ekki að opna augun næsta klukkutímann.

Einn draumur enn svo er ég hættur.
Hann byrjar þannig að ég vakna upp í herberginu mínu alveg að pissa á mig.
Ég stíg uppúr rúminu, fer fram og tek strax eftir því að klósettið er lokað og læst svo ég kemst ekki inn. Ég banka en enginn svarar.
Því næst ákveð ég að labba að herbergi mömmu og pabba og athuga hvort þau séu þar.
Þegar ég opna hurðina inn í hebergið þá er ekkert hjónarúm þar heldu einbreitt rúm og það liggur einhver í því.
Þetta er undarlegt svo ég fer að kanna þetta betur, ég pota í manneskjuna en engin hreyfing, þannig að ég ákveð að kippa bara sænginni burt.
Og þar liggur hann, skugginn með hattinn á höfðinu og finnst mér hann stara á mig.
Eins og áður næ ég ekki að greina andlitið á honum því ég vakna skyndilega, kófsveittur.

Þessir draumar ásóttu mig reglulega í fimm ár, og var ég búinn að
reyna allt til að losna við þá. Ég prófaði að sofa með ljósin kveikt
en þá gat ég ekki sofnað, bað mömmu að sitja yfir mér meðan ég var að sofna, en ekkert gekk.
Á endanum var ég næstum orðinn viss um að það væri draugagangur í húsinu en enginn trúði mér.
Mamma sagði alltaf að myrkfælnin væri orsökin og að ég þyrfti bara að komast yfir hana.
Og auðvitað trúði ég því.
En einn daginn kom systir pabba míns í heimsókn og ég fór að tala við hana.
hún er mjög trúuð kona og ég hélt kannski að hún vissi einhver ráð svo ég lýsti öllum draumunum mínum fyrir henni og ótrúlegt en satt án þess að ég hafi minnst á það sagði hún að þetta væri pottþétt einhver illur andi og hún sagðist ætla að koma inn til
mín áður en ég færi að sofa og kenna mér svolítið.
Það tók að kvölda og ég var sendur í háttinn, þegar ég er búinn að liggja þarna í smá stund kemur hún inn, hún sest á rúmstokkinn hjá mér og segir mér að hafa eftir sér.
og þar með lærði ég faðirvorið. Hún segir mér einnig að signa mig tvisvar eftir það og byðja svo loks guð um fallega drauma eða hreinlega enga.
Þetta gerði ég svo á hverju kvöldi frá tólf ára aldri og þangað til ég varð sautján ára og dreymdi mig ekki einn einasta vondan draum frá því. Þegar ég var sautján ára fluttum við út úr þessu húsi og jafnt og þétt hætti ég að fara með faðirvorið.

Ég spyr sjálfan mig í dag þegar ég hugsa aftur til þessa tíma,
var þetta draugagangur sem guð svo verndaði mig frá þegar ég bað hann um það, eða var þetta bara hugarástand hjá mér sem fór þegar að ég byrjaði að fara með faðirvorið og fannst ég vera öruggur.
Ég held að ég fái svosem aldrei svar við því en eitt er víst að ef þetta
var draugur og ég mundi hitta hann í draumum mínum í dag held ég að ég mundi nú bara kveikja ljósin, bjóða honum í glas og spyrja hann afhverju hann væri að ásækja mig.

Skál og dreymi ykkur vel!

   (7 af 11)  
31/10/04 22:02

Holmes

Snilld! Gaman að þér kallinn.

31/10/04 23:00

Offari

Æ nú gét ég ekki sofið!

31/10/04 23:01

Skabbi skrumari

Þetta er óhuggulegt... ég er ekki frá því að ég hafi upplifað svipað og þú þegar ég var yngri, ekki eins magnað þó og tókst mér að losa mig við það með svipuðum aðferðum og þú.. þ.e. faðirvorinu... barnatrúin semsagt (er ekki trúaður í dag)... en ljómandi flott félagsrit hjá þér... sálút

31/10/04 23:02

Litli Múi

Það er merkilegt hvað þetta var fljótt að hverfa þegar manni fanst maður vera öruggur.
Þótt mér finnist trúin asnaleg í dag þá er hún alls ekki slæm í alla staði, hjálpaði mér mikið á þessum tíma.

31/10/04 23:02

Jóakim Aðalönd

Þetta hefur verið uggvænlegt fyrir lítin dreng. Ég satt að segja man ekki hvenær ég man eftir draumi síðast.

1/11/04 00:00

B. Ewing

Ég vil síst af öllu hræða þig en það hefur klárlega búið einhver í húsinu aðrir en þið fjölskyldan. Steinhúsið á kannski sögu sem vert væri að kanna nánar, sérstaklega ef það er gamalt. Með aldrinum minnkar líka þessi næmni sem þú hefur haft í æsku þannig að hlutir sem þú gast orðið var við þá verður þú líklegast ekkert var við þegar æskunni sleppir.
Mæli allavegana með því að kanna sögu hússins frá Eldri Sauðkræklingum eða jafnvel í blöðum frá þeim tíma er húsið var byggt, hvort og þá hvað var á lóðinni áður o.s.frv. Aðalleg vegna þess að þú nefnir manninn með hatt á höfði og hættu velflestir karlmenn að ganga með hatta um miðbik síðustu aldar. Þessvegna er vert að kanna sögu þessa staðar sem húsið er á miðað við tímabil klæðatísku "mannsins/ draugins" eða hvað sem við myndum kalla hann.

Afar forvitnileg saga sem ég tel að búi meira að baki en hugarórar lítil stráks.

1/11/04 00:01

Tigra

Ég er sammála B. Ewing.
Lang flest börn eru næm.. en flestir vaxa upp úr því. Sumir halda því þó fram á fullorðinsaldur.
Krossmarkið er öflugt tákn, sama hvort maður er kristinn eða ekki.
Trú er sterk og verndartákn eru ýmiss... og úr margskonar trúarbrögðum.

1/11/04 03:00

dordingull

Stórfín skrif, en litlu mátti muna að ég missti alveg af þeim.

Litli Múi:
  • Fæðing hér: 20/9/05 19:30
  • Síðast á ferli: 15/2/09 18:57
  • Innlegg: 29
Eðli:
Litli Múi litli maðurinn sjálfur er alltaf glaður. Hversu lítill er hann gætuð þið spurt jah svo lítill að hann sést ekki með venjulegu mannsauga, líklega þyrfti maður að nota róbot auga eða eitthvað því um líkt til að sjá mig. en ekki örvænta ég er með mynd af mér og er ég sláandi líkur Bill Cosby finnst ykkur ekki.
Fræðasvið:
Allskonar littlir hlutir sem detta á götuna fyrir framan mig t.d. ungbörn.
Æviágrip:
Jah hvað getur lítill maður sagt um ævi sína annað en TÁFÝLA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!hef samt haft lúmskt gaman af steppdansi alla ævi.